Morgunblaðið - 17.10.2020, Page 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020
Í Fréttablaðinu hinn
30. september sl. birt-
ist grein er nefnist „Öll
börn eiga sama rétt“
eftir Evu Bjarnadótt-
ur, sérfræðing hjá
UNICEF. Í upphafi
greinarinnar segir:
„Barnasáttmálinn er
okkur mikilvægur í því
að skapa réttlátt sam-
félag sem kemur fram
af virðingu við börn.“
Síðar í greininni segir:
„Ein af grundvall-
arforsendum Barna-
sáttmálans er jafnræði
og bann við mis-
munun.“ Á heimasíðu
UNICEF á Íslandi er
meðal annars sagt frá
því hvernig markvissri
réttindagæslu fyrir
börn á Íslandi sé sinnt
og að stjórnvöldum sé
haldið vandlega við efnið og berjist
af krafti gegn ofbeldi á börnum. Þá
notar UNICEF merkinguna: #fyr-
iröllbörn á fésbókarsíðu sinni.
Á 148. löggjafarþingi 2017-2018 á
Alþingi var lagt fram lagafrumvarp
114. mál, almenn hegningarlög
(bann við umskurði drengja). Al-
þingi sendi UNICEF á Íslandi um-
sagnarbeiðni hinn 7.3. 2018 og barst
umsögn frá UNICEF á Íslandi 28.3.
2018. Í þeirri umsögn segir meðal
annars: „Samtökin eru sammála því
markmiði laganna sem lýtur að því
að banna læknisfræðilega óþörf inn-
grip í líkama barna. UNICEF á Ís-
landi vill þó taka fram að skoða þurfi
þessi mál á heildstæðari hátt og taka
inn í umræðuna öll óþörf lækn-
isfræðileg inngrip í líkama barna.
Eru samtökin þá að horfa til rétt-
né frá ungmennaráði UNICEF
þrátt fyrir beiðni þess efnis frá Al-
þingi. Alþingi sendi umsagnarbeiðni
til þrjátíu aðila vegna málsins og
skiluðu sautján af þeim inn umsögn í
kjölfarið. Vakin skal athygli á því að
skv. markmiði laganna um kynrænt
sjálfræði segir í 1. gr.: Að lögunum
sé ætlað að standa vörð um rétt ein-
staklinga til líkamlegrar friðhelgi.
Nú á yfirstandandi löggjafarþingi
Alþingis hefur hæstvirtur forsætis-
ráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lagt
fram stjórnarfrumvarp 22. mál, um
breytingu á lögum um kynrænt
sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019. Í
greinargerð vegna þess frumvarps
segir m.a. um 1 gr.: „Af skilgreining-
unni og meginreglum frumvarpsins
leiðir að svokallaðar forhúð-
araðgerðir eða „umskurður
drengja“, í tilvikum þar sem kyn-
einkenni eru dæmigerð, falla utan
gildissviðs laga um kynrænt sjálf-
ræði.“ Þá segir einnig: „Forhúð-
araðgerðir í tilvikum þar sem forhúð
er dæmigerð og þar sem slíkar að-
gerðir kunna að vera gerðar eða fyr-
irhugaðar af trúarlegum eða menn-
ingarlegum ástæðum falla utan
gildissviðs frumvarpsins og hafa
ákvæði frumvarpsins því engin áhrif
á það hvort slíkar aðgerðir eru gerð-
ar eða heimilar.“
Með vísan í framangreinda grein-
argerð vegna breytingar á lögum um
kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 og
með vísan í áðurnefnda umsögn
UNICEF á Íslandi vegna banns við
umskurði drengja frá 28.3. 2018 er
hér skorað á UNICEF á Íslandi að
standa við fyrrgreindan málflutning
sinn og ítreka það við hæstvirtan
forsætisráðherra, Katrínu Jak-
obsdóttur, og Alþingi að banna öll
óþörf læknisfræðileg inngrip í lík-
ama barna. Nú treysta börnin á
UNICEF á Íslandi! #fyriröllbörn
UNICEF #fyriröllbörn?
Eftir Björgvin
Herjólfsson, Írisi
Björgu Þorvalds-
dóttur Bergmann,
Magnús E. Smith
Svein Svavarsson
»Nú treysta börnin á
UNICEF á Íslandi!
Magnús E.
Smith
Björgvin er ráðgjafi,
Íris er hjúkrunarfræðingur,
Magnús er heilbrigðisstarfsmaður,
Sveinn er rafeindavirki.
Björgvin
Herjólfsson
Íris Björg
Þorvaldsdóttir
Sveinn
Svavarsson
inda allra barna, meðal annars int-
ersex barna og þeirra aðgerða sem
framkvæmdar eru á kynfærum
þeirra áður en þau ná aldri til að
hafa áhrif á þá ákvörðun.“ Þá segir í
niðurlagi umsagnarinnar: „UNI-
CEF leggur því til að efni frum-
varpsins verði frekar komið fyrir í
heilbrigðislögum.“
Þegar lög um kynrænt sjálfræði
nr. 80 frá árinu 2019 voru til efnis-
legrar meðferðar óskaði Alþingi eft-
ir umsögn frá UNICEF á Íslandi og
ungmennaráði UNICEF hinn 3.4.
2019 og rann fresturinn út 24.4.
2019. Ekki er að sjá umsögn frá
UNICEF á Íslandi varðandi málið
Við leigjum út krókgáma
FRAMKVÆMDIR?
til lengri eða skemmri tíma
HAFÐU SAMBAND:
sími: 577 5757
www.gamafelagid.is Hugsum áður en við hendum!
Út er komin þykk
bók í stóru broti eftir
Kjartan Ólafsson og
ber heitið „Draumar
og veruleiki“, und-
irtitill „Stjórnmál í
endursýn“. Bókin er
508 lesmálssíður,
prýdd fjölda mynda
og að auki eru í henni
ýmsar skrár, þannig
að verkið er alls 568
síður. Bókin virkaði þannig á mig
að mér fannst eins og hún væri
skrifuð af tveimur mönnum. Ann-
ars vegar tiltölulega réttsýnum
fræðimanni og hins vegar þegar
fjallað er um Sovétríkin og Jósep
Stalín er eins og „falli mygla á
skyn og geð“.
Sumir sálfræðingar halda því
fram að menn geti haft tvískiptan
persónuleika, æði sundurleitan.
Einhvern tíma las ég, þá ungur ég
var, fræga skáldsögu eftir breska
rithöfundinn Robert Louis Steven-
son sem skrifaði um þetta fyr-
irbæri á öndverðri síðustu öld. Þar
er greint frá vísindamanni, dr. Je-
kyll, prúðum og dagfarsgóðum
sem finnur upp lyf sem dregur
fram verri hluta persónuleika
hans. Þegar hann tekur inn lyfið
breytist hann í hinn versta mann
sem drýgir hin margvíslegustu
óhæfuverk.
Ágætlega lýsir Kjartan stétta-
baráttunni á fjórða áratug síðustu
aldar í heimskreppunni miklu og
lykilhlutverki Kommúnistaflokks-
ins í þeirri baráttu allri.
Hörðustu stéttaátök á Íslandi á
fjórða ártug síðustu aldar, þau
voru mörg og víða um land, voru
Gúttóslagurinn í Reykjavík 1932
og Novudeilan á Akureyri 1933. Í
báðum tilfellum ætluðu verkalýðs-
fjandsamlegar bæjarstjórnir að
lækka laun verkamanna. Með
órofa samstöðu sigruðu verkalýðs-
samtökin og komu í veg fyrir til-
ræðin. Höfðu þó enga sjóði til þess
að styðjast við. Gúttóslagurinn var
hörðustu átök, sem urðu á öldinni
sem leið ef frá er talinn 30. marz
1949. Það er athyglisvert að í
heimskreppunni miklu tókst aldrei
að lækka kauptaxtana enda voru
þá engar flugstéttir til.
Af augljósum ástæðum gengur
Kjartan í annarra sjóði og sækir
sér hnefa varðandi allt sem hann
ritar um atburði fjórða áratug-
arins, fyrir þann tíma og vel fram
á þann fimmta, enda ekki fæddur
fyrr en 2. júní 1933. Hann getur
líka samvizkusamlega ýmissa bóka
og gagna þar um aftast í bókinni.
Fjórir eru þeir menn sem fá hver
um sig langa kafla í bókinni. Einar
Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason,
Kristinn E. Andrésson og Lúðvík
Jósefsson. Raktar eru ættir þess-
ara manna og uppruni, menntun
og pólitísk umsvif á langri ævi.
Allir fá þeir skömm í hattinn fyrir
að bregðast ekki hugsjónum sín-
um. Engan mann útlendan nefnir
Kjartan jafn oft og Jósep Stalín,
hvorki meira né minna en á 89
blaðsíðum og það oftar en einu
sinni á sumum þeirra. Í allri þess-
ari Stalínumfjöllun fer „sálarskip
hans hallt á hlið og hrekur til
skaðsemdanna“. Alla sína Stal-
ínsvizku sækir hann í fræga ræðu
Nikita Khrusjovs sem hann hélt í
febrúar 1956 á 10. flokksþingi
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna.
Í ræðunni fordæmdi hann per-
sónudýrkunina á Stalín, fjölmargt
í stjórnarháttum fyrri ára, þar á
meðal dómskerfið, dauðadóma fyr-
ir upplogar sakir og þrælkun millj-
óna manna í fangabúðakerfi Gú-
lagsins. Þetta er það sem Kjartan
hefur að segja af ræðu Khrusjovs
(bls. 153.) Mér þykir ólíklegt að
Khrusjov hafi talað um þrælkun
margra milljóna. Hann vissi dável
að Gúlag voru vinnu-
búðir til refsivistar.
Þær voru einfaldlega
fangelsi þeirra Sov-
étmanna. Ef ég man
rétt var oft, hér áður
og fyrr meir talað um
vinnuhælið á Litla-
Hrauni, þar var föng-
um haldið að vinnu og
er kannski enn. Vinn-
an göfgar manninn.
Úr því verið er að tala
um gamla ræðu er
rétt að brot úr annarri fylgi. Hún
var haldin á fjöldafundi í Moskvu
1937, ræðumaður Khrusjov. Þar
sagði hann: „Með því að beita sér
á móti félaga Stalín ráðast þeir
gegn okkur öllum, gegn verka-
lýðsstéttinni og vinnandi alþýðu.
Með því að ráðast gegn félaga
Stalin, ráðast þeir gegn kenn-
ingum Marx, Engels og Leníns.“
Þessari ræðu sinni hefur hann vís-
ast gleymt 1956. En það er meira
blóð í kúnni. Kjartan fullyrðir að
hætti trotskista að Trotski, þessi
náni samstarfsmaður Lenins (bls.
98) hafi verið drepinn í virki sínu í
Coyoacan í Mexico 1940 af flugu-
manni Stalíns (bls. 49). Þennan
nána samstarfsmann nefndi Lenin
Júdas rússnesku byltingarinnar
og margt fleira sagði Lenin um
Trotski, til dæmis 1912: „Þessi
samsteypa samanstendur af
stefnuleysi, hræsni og innantómu
orðagjálfri. […] Trotski hylur það
með byltingarsinnuðu orðavali
sem kostar hann ekkert og skuld-
bindur hann til einskis.“ Auðvitað
sniðgengur Kjartan allt sem
morðingi Trotskis hafði að segja
mexíkósku lögreglunni um ástæð-
ur morðsins.
En meðal annarra orða ef Stalín
sem öllu réð ber ábyrgð á öllu sem
aflaga fór á tímabilinu 1924-1953,
ber hann þá ekki líka ábyrgð á
uppbyggingunni og framförunum
sem urðu á sama tíma. Rétt-
arhöldin sem fóru fram í Moskvu
á árunum 1936 til 1938 kallar
Kjartan aldrei annað en sýnd-
arréttahöld. Þetta voru þau líka
kölluð af svartasta afturhaldinu
um allan heim. Kominn í bland við
tröllin garmurinn. Réttarhöldin í
Moskvu voru engin sýndarrétt-
arhöld. 1932-1933 mynduðu sak-
borningarnir í þeim samsærisfélag
er nefndist „blökk hægrimanna og
trotskista“. Samkvæmt fyr-
irmælum hernjósna erlendra ríka
óvinveittum Sovétríkjunum, í því
skyni að reka njósnir fyrir þau,
vinna spellvirki og hermdarverk.
Þau myrtu þjóðfulltrúana S. Ki-
roff, V. Menshinsky, V. Kubiseff
og rithöfundinn Maxim Gorki.
„Málaferlin gegn blökk hægri-
manna og trotskista“ opinberaði í
fyrsta sinn í sögunni starfs-
aðferðir „fimmtu herdeidar“ fas-
ista. Henni beittu þeir fyrir sig í
Noregi, Tékkóslóvakíu, Spáni,
Austurríki, Frakklandi og víðar. Í
Sovétríkjunum skutu þeir land-
ráðamennina en í Frakklandi voru
þeir gerðir að ráðherrum.
„Gjafar eru yður gefnar“, bæði
látnum og lifendum sem ekki hafa
verið reiðubúnir að taka undir
Stalíns- og Sovétníðið. Á bls. 99 í
Kjartansbók stendur: „Hans
draumur [Stalíns] var að geta
steypt alla í sama mót. Trygg og
hlýðin dusilmenni vildi hann hafa í
kringum sig, fólk sem var aðeins
einnar víddar og allar gerðir þess
fyrirsjáanlegar.“
Dr. Jekyll og
Mr. Hyde
Eftir Ólaf Þ.
Jónsson
Ólafur Þ. Jónsson
» Bókin virkaði
þannig á mig að
mér fannst eins og
hún væri skrifuð af
tveimur mönnum.
Höfundur er skipasmiður.