Morgunblaðið - 17.10.2020, Síða 31

Morgunblaðið - 17.10.2020, Síða 31
MINNINGAR 31 Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 ✝ Jón Gunn-laugur Stef- ánsson, alltaf kall- aður Jonni í Höfðabrekku, fæddist á Arn- arstöðum í Núpa- sveit 16. maí 1925. Hann lést á Dval- arheimilinu Hvammi 8. október 2020. Foreldrar Jóns voru Stefán Tómasson, f. 1891, d. 1967, og Oktavía Stefanía Ólafsdóttir, f. 1891, d. 1934. Eig- inkona Jóns var Ingibjörg Indr- iðadóttir frá Lindarbrekku, f. 19. apríl 1929, d. 15. maí 1998. Systkini Jóns voru tíu og ein hálfsystir. Börn Jóns eru: 1) Kristín Erla, f. 1951, maki Garðar Tyrfings- son, f. 1953. Þau eiga tvo syni og fjögur barnabörn. 2) Margrét, f. 1957, d. 2020. Hún átti einn son og eitt barnabarn. 3) Ari Þór, f. 1969, maki Ragnheiður Helga- dóttir, f. 1972. Þau eiga tvö börn. Jón Gunnlaugur starfaði með- al annars við brúarsmíð, keyrði fyrir KNÞ og vann við vegagerð og landgræðslu. Lengst af var hann bóndi í Höfðabrekku. Útför Jóns Gunnlaugs fer fram með nánustu aðstand- endum frá Garðskirkju 17. októ- ber 2020. Elsku afi. Þú varst afi eins og alla dreymir um; áttir heima í sveit með traktor, hund, hesta, kött og önnur dýr. Um svona afa lesa flestir bara í sögubókum en ég, önnur barnabörn og barna- barnabörn fengum að upplifa það flest hvernig var að eiga afa sem átti heima í sveit. Það eru mikil forréttindi og minningarnar sem skapast hafa í Höfðabrekku eru endalausar og ógleymanlegar. Fyrir mig verður Höfðabrekka alltaf næst því að vera mitt annað heimili. Þar líður mér alltaf óskaplega vel. Ófá sumur dvaldi ég hjá ykkur ömmu í sveitinni með Grétu frænku þar sem aldrei var skortur á verkefnum. Mesta fjörið var í kringum heyskap og man ég vel þegar ég var 10-11 ára gamall og þá á ferðalagi með foreldrum á Vest- fjörðum að í ljós kom að ég myndi missa af heyskap það árið vegna ferðalagsins og góðrar tíðar sem fram undan var í sveitinni. Ég grét úr mér augun að missa af þessu því mér þótti þetta svo gaman og fannst mér ég örugg- lega líka vera aðeins að bregðast þér. Önnur verkefni voru t.d. girð- ingarvinna, tína upp kartöflur og annað sem kom til. Þetta var skemmtileg vinna og flest kvöld fórum við í útreiðartúr, þú á Blakk eða Sörla og ég á Grána. Eins og flestir sem þig þekkja varstu mikill söngmaður og áttir það til að söngla á leið okkar út í sand. Ég reyndi að taka undir en kunni ekki alltaf textana en reyndi þá bara að raula laglínuna með. Í sveitinni fékk ég iðulega að keyra hjá þér, bæði bíl og traktor, en við látum það ósagt hér hvenær ég var farinn að keyra traktorinn einn. Í verslunina Ásbyrgi fannst mér alltaf mjög gaman að koma og allt sem mig langaði í mátti setja í reikning á Jón G. Stefáns- son enda var það oftast svo að ég kom aðeins bústnari til baka úr sveitinni á haustin enda sögðuð þið amma aldrei nei við mig. Ég segi Kristófer Orra reglu- lega sögur úr sveitinni og mun gera það sama með Kjartan Ara þegar hann eldist en Kristófer fannst mjög merkilegt að eiga langafa sem var orðinn 95 ára gamall og hefur oft spurt mig hvort þú hafir ekki örugglega fæðst árið 1925. Það merkileg- asta af öllu er þó líklega það að þú dvaldir í Höfðabrekku fram yfir níræðisaldurinn, það vel varstu á þig kominn. Mikið vona ég að ég verði jafn hress og þú varst þegar ég kemst á efri árin. Nú eruð þið amma og Gréta frænka sameinuð á ný og hlýja ég mér við þær hugsanir. Ég á eftir að sakna þín afi og að koma í Höfðabrekku og þú ekki á staðn- um verður ekki eins og áður en ég veit að þú verður ekki langt undan því í sveitinni þinni leið þér alltaf best. Kær kveðja, Grétar. Það var vorið 1997. Við hjónin höfðum ákveðið að skoða Lind- arbrekku í Kelduhverfi sem var til sölu. Jón í Höfðabrekku geymdi lykil að íbúðarhúsinu og því var knúið dyra í Höfða- brekku. Jón birtist, hávaxinn, spengilegur, skarpleitur. Hann tók erindi okkar vel og fylgdi okkur í Lindarbrekku, sem var nánast í eyði og ekki beinlínis að- laðandi. En umhverfið, þvílíkt víðsýni! Og Kata konan mín féll fyrir því samstundis og ég hreifst með. Þetta var upphafið að kynn- um okkar Jóns bónda í Höfða- brekku sem leiddi til einlægrar vináttu sem aldrei bar skugga á. Jón var glæsilegur fulltrúi kynslóðarinnar sem komst til manns um miðja síðustu öld. Missti móður sína þegar hann var á níunda ári og tíu barna fjöl- skyldan leystist upp og Jón, eins og fleiri systkini hans, fór í fóst- ur. En ekki bognaði hann við það, varð snemma dugnaðarforkur og eftirsóttur vinnukraftur. Tileink- aði sér bjartsýnina og lífsgleðina sem einkenndi unga fólkið á eft- irstríðsárunum, sem hikaði hvergi, framfarahugurinn óstöðvandi, allt var hægt. Þannig skellti Jón sér í verkefnin og með ótrúlegum dugnaði og atorku byggði hann upp nýbýlið Höfða- brekku frá grunni, glæsilegt íbúðarhús og ekki voru útihúsin síðri. m.a. tók hlaðan 1000 hest- burði af heyi. En Jón fékkst ekki bara við búskap. Hann var fljótur að tileinka sér vélaöldina og var einn eftirsóttasti ýtumaðurinn í sýslunni, bæði í vegagerð og landvinnslu. Hann kom sér upp góðum vélakosti á búinu og ekki voru margir bændur sem óku um á hvítum Range Rover eins og Jón í Höfðabrekku. Notaði hann m.a. til að slóðadraga! „Reinsinn“ var módel 1974 og er enn ökufær og einnig Ferguson frá sama ári. Veldur hver á heldur. Jón var 72 ára þegar kynni okkar hófust. Það eru engar ýkj- ur að aldrei hefur fallið skuggi á þau kynni og það var okkur mikil gæfa að eignast Jón að nágranna og vini. Og ekki bara Jón heldur einnig börn hans og fjölskyldur þeirra. Satt að segja var Jón stoð okkar og stytta eftir að við flutt- um í Lindarbrekku og alltaf tilbúinn að gera okkur greiða meðan heilsan entist. Jón var gæfumaður í einkalífi, þótt hann eins og margir hafi þurft að mæta áföllum. Þannig lést Ingibjörg kona hans á sjötugasta ári eftir langvinn veikindi og Margrét dóttir hans lést fyrir rúmum mánuði aðeins 63 ára. Börn Jóns og barnabörn hafa verið gæfa hans og yndi í ellinni og önnuðust hann af kostgæfni meðan hann bjó einn í Höfðabrekku. Jón var einstakt snyrtimenni, félagslyndur, söngelskur og naut þess að gleðjast á góðri stund. En hann var ekki skaplaus og lét engan eiga hjá sér ef honum fannst að sér vegið. Hreinskipt- inn og heill maður. Jón var kom- inn á tíræðisaldur þegar hann flutti á Hvamm, heimili aldraðra á Húsavík, þá þrotinn að kröft- um. Þar átti hann gott atlæti síð- ustu æviárin og hélt fullri and- legri reisn til síðasta dags. Við hjónin vottum börnum Jóns, öllum afkomendum hans og öðrum nákomnum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Jóns í Höfðabrekku. Gísli G. Auðunsson. Jón Gunnlaugur Stefánsson Í Morgun- blaðinu laugar- daginn 10. október birtust tvær greinar, hvor eftir sinn manninn, hvor um sína hliðina á Covid-ástand- inu. Önnur var eftir Ólaf Jó- hann Ólafsson, rithöfund og fyrrverandi forstjóra, og bar yfirskrift- ina „Frelsið og farsóttin“ en hin eftir Arnar Þór Jónsson héraðsdómara og bar yfir- skriftina „Til umhugsunar“. Grein Ólafs mætti túlka sem upplifun hins varfærna manns á veikindunum sem farsóttinni fylgir og hversu skæð og bráðdrepandi hún getur verið, og að það sé skylda samfélagsins að vernda mannslíf fyrir veir- unni, hvað sem það kostar. Grein Arnars mætti túlka sem viðvörun hins varfærna manns, sem með upplýstum hætti gerir sér grein fyrir áhættunni sem farsóttinni fylgir, en einnig áhrifum að- gerða gagnvart henni, þ.e. á menningarleg og stjórn- málaleg réttindi einstaklinga og fyrirtækja, og alls ekki síst á takmörkun mannrétt- inda. Greinarnar báðar eru góð- ar ábendingar til einstak- linga um að taka upplýstar ákvarðanir sem hafa áhrif á líf og heilsu, sem og áminn- ing um það hver lífæð sam- félagsins er. Samspil ein- staklinga og fyrirtækja er of samtvinnað í nútímasam- félagi til að hægt sé að skerða réttindi annars án þess að það hafi áhrif á líf hins. Í grein Arnars er það gagnrýnt að ríkisstjórnin, sem situr í umboði lýðræð- iskjörins þings, leggi allt sitt traust á vísindamenn, sem taki ákvarðanir um sótt- varnir samfélagsins án þess að fyrir því liggi lýðræðis- legt umboð. Í grein Ólafs er fólk hvatt til að fara eftir leiðbeiningum stjórnvalda, til að fyrirbyggja útbreiðslu veirunnar. Allt frá grunnhugmyndum manna um mannréttindi hafa þau tekið þróun og vernd þeirra aukist. Sú skylda er lögð á ríki að þau tryggi einstaklingum ákveðna vernd en um leið frelsi. Þannig fara saman réttindi og skyldur, rétt eins og hönd í hönd. Segja má að virðing stjórnvalda fyrir mannréttindum hafi tekið vaxtarkipp frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, og skilað sér m.a. í auknum réttindum til ferða og bú- setu, fjármagnsflutninga, at- vinnutækifæra og þjónustu. Evrópska efnahagssvæðið hefur haft þetta að leiðar- ljósi allt frá stofnun, og í næstum 70 ár hafa evrópsk- ar þjóðir vart litið virk landamæri augum, að nokkrum frátöldum á tímum kalda stríðsins. Athyglisvert var í upphafi kórónuveiru- faraldursins að sjá þessi landamæri spretta upp á nýjan leik, en enn athyglis- verðara var að sjá fréttir af útgöngubanni fólks, sem fylgt var eftir með lög- regluvaldi. Núna, í líðandi bylgju faraldursins, er von fyrirtækja í ferðaiðnaðinum um líf eftir covid orðin næsta lítil. Veitingastöðum er lokað í stór- um stíl og margir sjá jóla- ösina sem leift- ur fortíðar, að minnsta kosti að svo stöddu. Á tímum sem þessum er vert að hafa orð þeirra beggja, Ólafs og Arn- ars, til umhugsunar. Það er hollt og rétt fyrir okkur ein- staklingana að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takmarka útbreiðslu veir- unnar. Það er hreinlega skylda okkar. Á sama tíma er það skylda stjórnmála- mannanna að skapa leiðir til að tryggja stöðugt umhverfi fyrir fyrirtæki sem leiðir af sér atvinnu fyrir einstak- linga. Það er okkar réttur. Við núverandi ástand verður hins vegar ekki unað lengi án þess að uppsagnir á at- vinnumarkaði fari að leggj- ast á ríkisvasann af meiri þunga. Uppsagnir þýða færri skattgreiðendur og minni rekstrarumsvif fyrir- tækja, sem og fleiri bóta- þega og fleiri gjaldþrot fyrirtækja. Slíkt umhverfi leiðir til stöðnunar, eins og nú er farin að gera vart við sig, og síðan til hnignunar. Hættan er þá að ríkissjóður banki á dyr einstaklinga, með kröfur um hærri gjöld og hærri skatta. Ekkert ríki þolir mikinn tekjumissi í langan tíma án þess að það komi niður á lífsgæðum ein- staklinga. Ekkert ríki þolir heldur mikinn tekjumissi án þess að það bitni á t.d. heil- brigðiskerfinu. Það getur leitt til enn frekari skerð- ingar mannréttinda, en um leið aukið við veikindi og dauðsföll, með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Alþingi og ríkisstjórnin geta ekki skýlt sér á bak við vísinda- menn í þeim efnum, þótt þeirra ráð séu ómetanleg, þeir bera einfaldlega ekki lýðræðislega ábyrgð. Um- ræður og samtöl um aðgerð- ir morgundagsins verða að eiga sér stað í dag, og upp- lýst umræða leiðir af sér betri ákvarðanir viðeigandi stjórnvalda hverju sinni. Skylda hvers og eins í samfélaginu er að gera kröf- ur til stjórnvalda um að þau taki upplýstar ákvarðanir hverju sinni, sem byggjast á pólitísku skynbragði og ráð- semi, hvort sem það er til að takmarka útbreiðslu veir- unnar eða til að vernda at- vinnustig. Sé hvort tveggja gert er hægt að koma þjóð- inni frá frekara tjóni, bæði lýðheilsulegu og fjárhags- legu. Hafi stjórnmálamenn lært eitthvað af síðasta efna- hagshruni, þá væri það þetta. Með það að leiðarljósi er hægt að skoða endinn áð- ur en lagt er af stað. Í upphafi skyldi endinn skoða Eftir Gísla Kr. Björnsson Gísli Kr. Björnsson »Núna, í líðandi bylgju farald- ursins, er von fyrirtækja í ferða- iðnaðinum um líf eftir covid orðin næsta lítil. Höfundur er lögmaður. DÓMKIRKJA KRISTS konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8. Lau. kl. 18 er vigilmessa og messa á pólsku kl. 19. FELLA- og Hólakirkja | Vegna sam- komutakmarkana verður ekki guðsþjón- usta eða sunnudagaskóli í kirkjunni. Fylgist með á feisbókarsíðu kirkjunnar fellaogholakirkja.is GRAFARVOGSKIRKJA | Dagur heil- brigðisþjónustunnar. Útvarpsmessa verður beinni útsendingu á rás 1 kl. 11. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Organisti er Hákon Leifsson. Kvartett mun sjá um söng. Sunnudagaskóli verður á Facebook-síðu kirkjunnar kl. 10. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sunnudag- inn 18. október kl. 13 verður hugvekju streymt út á vegum Íslensku Kristskirkj- unnar á fésbókarsíðu kirkjunnar. KIRKJUSELIÐ í Spöng | Selmessa 18. október fellur niður vegna ástands- ins í samfélaginu. SELTJARNARNESKIRKJA | Streymi helgistundar á fésbókarsíðu Seltjarnar- neskirkju kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Sigþrúður Erla Arnardóttir syngur. Þór- leifur Jónsson og Erla Aðalgeirsdóttir lesa ritningarlestra. Sveinn Bjarki Tóm- asson er tæknimaður. Orð dagsins: Hinn týndi sauður. (Lúk. 15) Morgunblaðið/ÞÖK Kirkjan á Sólheimum í Grímsnesi. Í áranna rás hefur stórt skarð verið höggvið í þann góða hóp Örn Ingólfsson ✝ Örn Ingólfssonfæddist í Reykjavík 6. sept- ember 1936. Hann lést 21. ágúst 2020. Örn átti tvær dætur, Sigrúnu, f. í Reykjavík 13. apríl 1958, d. 21. sept- ember 2000, og Álf- heiði, f. 5. júní 1960 í Reykjavík. Útförin fór fram 13. október 2020. manna sem voru á bifreiðastöðinni Bæj- arleiðum við komu okkar þangað árið 1978. Við fundum strax velvild og að í þann hóp værum við velkomin. Nú kveðj- um við enn einn góð- an vin, Örn Ingólfs- son, eða Össa, eins og hann var alltaf nefnd- ur á stöðinni. Össi var nokkuð sér- stakur maður, sem gustaði af í allri framkomu, hreinn og beinn, sagði sína skoðun á mönnum og málefn- um umbúðalaust, talaði aldrei á bakið á neinum, heldur beint við viðkomandi ef hann taldi ástæðu til. Hann var tíður gestur á heimili okkar á árum áður og þá var oftar en ekki líf í tuskunum, stundum mikill hávaði í samræðum. Hin síðari ár, eftir að hann lauk starfi, var oft erfitt að ná til hans, ekki kveikt á símanum. „Hann er bara í sambandi þegar ég þarf að nota hann,“ var svarið þegar hann var inntur eftir ástæðunni. Hann dvaldi hjá dóttur sinni og tengda- syni vestur á Snæfellsnesi, sagðist vera fjósamaður hjá þeim, einmitt þegar Hreyfill keypti Bæjarleiðir. Með fjósverkunum hlustaði hann á fréttirnar í útvarpinu þar sem kaupin voru til umfjöllunar. Hann sagði að sér hefði brugðið svo að hefði hann ekki haft skófluna til að styðjast við hefði hann legið flatur í flórnum! Össi var sannur Bæjar- leiðamaður og sveið að stöðin var seld. Minningarnar eru margar um vin okkar Össa og skemmtilegan orðaforða sem hann viðhafði við spilaborðið. Háspilunum gaf hann sérstök nöfn og stundum mótspil- urum líka, ekki síst ef hann taldi sig vera að bíða lægri hlut! Össi var einfari í eðli sínu, vildi fara sínar eigin leiðir, án afskipta annarra, og þannig var hans hinsta ganga. Ekki er það ætlunin að rekja lífs- hlaup þessa vinar okkar, heldur aðeins að minnast hans lítillega og þakka margar skemmtilegar stundir í leik og starfi. Hvíldu í friði kæri vinur. Guðbjörg og Hörður. Umræðan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.