Morgunblaðið - 17.10.2020, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.10.2020, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 ✝ Jóhannes GeirHalldórsson fæddist í Svein- bjarnargerði á Sval- barðsströnd 26. ágúst 1940. Hann lést 10. október 2020. Jóhannes var sonur hjónanna Halldórs Jóhann- essonar frá Svein- bjarnargerði og Ax- elínu Geirsdóttur frá Veigastöðum. Systkini hans voru Jónas, f. 29.8. 1936, Hauk- ur, f. 25.1. 1945, og Vigdís, f. 15.8. 1946. Jóhannes kvæntist 21. október 1962 Herdísi Jónsdóttur frá Fornastöðum, f. 6. september 1940, d. 22. nóvember 2014. Hún var dóttir hjónanna Jóns Jóns- sonar frá Fornastöðum og Guð- ríðar Guðnadóttir frá Lundi. Börn Jóhannesar og Herdísar eru Halldór, vélfræðingur, f. 31. ágúst 1962, og Ingibjörg, hár- snyrtimeistari og síðar skrif- stofustjóri, f. 13. febrúar 1965. Halldór er kvæntur E. Fjólu Þór- hallsdóttur heilsunuddara. Börn þeirra eru Jóhannes Guðni, f. 8.7. 1990, Anna Kristín, f. 25.2. 1993, Þórhallur Forni, f. 27.12. 2002, og Herdís Lilja, f. 25.8. hjónin á Akureyri en árið 1965 keyptu þau lóð úr landi Veig- astaða og reistu þar nýbýlið Vaðlafell og bjuggu þar síðan alla tíð. Jóhannes vann um langan tíma sem vélamaður og síðar verkstjóri hjá Norðurverki allt frá stofnun félagsins, við gerð virkjana og samgöngu- mannvirkja, þar á meðal við gerð Laxárvirkjunar og Kísilvegarins. Árið 1974 keyptu þeir bræður jörðina Veigastaði og rak Jó- hannes þar fjárbú, auk þess að vera héraðslögreglumaður. Árið 1975 lét hann ásamt Heimi Stef- ánssyni frá Breiðabóli smíða trilluna Vilmund ÞH-173 og reru þeir á henni, bæði til atvinnu og ánægju. Meðfram þessu vann hann svo í mörg ár við Ali- fuglabúið Fjöregg og varð síðar eignaraðili að Eggjabúinu Gerði og var það til 70 ára aldurs. Aðalstarf Jóhannesar var þó síðustu áratugina að hugsa um sína kæru eiginkonu, sem var ekki heilsuhraust, og gerði hann það af mikilli alúð og elsku.Útför Jóhannesar fer fram frá Sval- barðskirkju á Svalbarðsströnd í dag, 17. október 2020, klukkan 14. Streymt verður á Facebook undir Jarðarfarir í Svalbarðs- kirkju https://tinyurl.com/y34pdoq9 Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat Útsending við kirkju verður á FM 106,9. 2005. Ingibjörg er gift Helga Þór Ólafssyni mat- reiðslumeistara. Synir þeirra eru Jón Axel, f. 23.4. 1993, og Andri Geir, f. 8.4. 1995. Jóhannes ólst upp í Sveinbjarn- argerði ásamt systkinum sínum og að loknum grunn- skóla stundaði hann nám við Al- þýðuskólann á Laugum og út- skrifaðist þaðan úr smíðadeild. Gegnum árin hefur hann unnið ýmsa vinnu bæði til sjós og lands, og var hann á ýmsum fiski- og farskipum. Jóhannes var mikill áhugamaður um flug og allt því tengt. Hann lærði meðal annars til einkaflugmannsprófs og vissi fátt skemmtilegra en að svífa um loftin á litlum rellum. Bedford-vörubíl keypti hann giftingarárið 1962 og vann að vegagerð á honum hjá Bílstjór- afélagi Þingeyinga í nokkur ár. Þá vann hann hjá Vegagerðinni sem vélamaður og bílstjóri, með- al annars við gerð vegarins fyrir Ólafsfjarðarmúla og var þar á jarðýtu. Um tíma bjuggu þau Elsku pabbi minn. Það er komið að kveðjustund, eftir stutta en snarpa baráttu við erfið veikindi. Ósköp mun nú lífið breytast mikið hér hjá okkur á brekku- brúninni. Síðustu árin varst þú vanur að rölta yfir planið eftir 10-fréttir á morgnana og kíkja í kaffi. Hundurinn okkar hann Rex sá líka til þess að við hittumst oft á dag því hann heimtaði reglulegar heimsóknir til þín, besta vinar síns, til að fá hundanammi. Mér hefur alltaf fundist, frá því að ég var pínu- lítil, að þú værir besti maður í heimi, svo sterkur og traustur og það breyttist ekkert í ár- anna rás. Þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér; um- hyggju, umburðarlyndi, þolin- mæði og að það væru aldrei nein vandamál, bara verkefni til að leysa. Svo varstu svo fín Pollýanna líka með þína léttu lund og ein- stakt lag á að gera alla daga góða hjá þér og mömmu. Já, mömmu sem þú hugsaðir svo vel um alla tíð. Ég man þegar við fórum saman í fjárhúsin þegar við systkinin vorum yngri og þú kenndir okkur stjörnumerkin á himninum og við reyndum að feta í sporin þín án þess að detta á hausinn, því sporin sneru alltaf alveg þvert í snjón- um. Á seinni árum fannst mér svo gott að geta verið ykkur mömmu innan handar með ým- islegt þegar heilsan fór að bila og árin að færast yfir – það gaf mér mikið. Þú varst með svo góða nær- veru að allir sem kynntust þér fundu fyrir væntumþykjunni, fjölskyldan þín, systkini og vin- ir. Nú finnst mér alveg ómet- anlegt að við gátum öll saman haldið upp á 80 ára afmælið þitt á Hótel Hallormsstað í ágúst síðastliðnum. Þar áttir þú yndislega daga með fjölskyldu og vinum í fal- lega Hallormsstaðarskógi, þar sem þið mamma komuð svo oft. Það eru margar yndislegar minningar að orna sér við þeg- ar sorgin sverfur að. Við fjöl- skyldan munum sakna þín mik- ið. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín Ingibjörg (Inga). Nú er kær mágur minn far- inn yfir móðuna miklu og er hans sárt saknað. Ég hef þekkt hann frá því ég var barn og nánast alist upp með honum og maður leit kannski á hann sem hluta af landslaginu sem til- heyrði manni. Ég var 15 ára þegar Dísa og hann byggðu sér hús í Veig- astaðalandi sem þau nefndu Vaðlafell. Það er eftirminnilegt að þá fór ég að passa börnin þeirra, Ingu og Dóra, þegar á þurfti að halda. Þar byrjuðum við Haukur bróðir hans að líta hvort á annað. Jói bróðir, eins og öll mín fjölskylda kallaði hann, var ein- staklega skapgóður og þolin- móður, vildi alltaf vera að segja brandara. Síðast þegar hann kom í öldrunarkaffi í Valsár- skóla sagði hann brandara þó að það væri farið að draga mjög af honum. Svo gat hann verið stríðinn og uppátektasamur. Margar sögur eru sagðar af honum þegar hann var ungur strákur og einnig þegar hann var að stríða vinnufélögum sínum. Það verður haldið áfram að segja þær sögur þegar minnst verður á Jóa bróður. Það er einnig ein- stakt hvað hann hugsaði vel og með umhyggju um Dísu konu sína, sem mestalla sína ævi var mikill sjúklingur. Við Haukur ferðuðumst þó nokkuð með þeim hjónum. Meðal annars til Spánar fyrir 50 árum þegar við Haukur gift- um okkur. Í þá daga var það ekki svo algengt að fara í sól- arferðir. Við eigum mikið af myndum af okkur þar, og góðar sögur. Og alveg nýlega fór Jói bróðir með okkur til Kanar- íeyja. Þá var hann orðinn léleg- ur, en langaði að fara með. Hafði reyndar göngugrind með sér til að létta undir. Var það eitt kvöldið að við fórum út að borða með góðum vinum. Á leiðinni til baka í íbúðina fannst honum hann ekki halda eins í við okkur hin, svo hann var lát- inn setjast á göngugrindina. Grindin er ekki byggð til þess og það fór ekki betur en svo að keyrt var á kantstein og hjólin brotnuðu undan grindinni. Það varð uppi fótur og fit og umferð var stoppuð, en þetta fór betur en á horfðist. Fyrir okkur heitir þessi stað- ur héðan í frá Jóhannesartorg. Þetta fannst honum mjög fynd- ið. Síðustu árin hans rákum við saman hænsnabú ein 15 ár í Sveinbjarnargerði. Og alltaf var hann tilbúinn að leysa hvern þann vanda sem upp kom og vildi alltaf öllum vel. Einu sinni sagði Halldór tengdapabbi við mig að það hefði alla tíð verið svo auðvelt að þykja vænt um Jóa. Það er mikils virði að eiga góðar minningar um þá sem fara á undan okkur. Þær höfum við sannarlega um Jóa bróður. Innilegar samúðarkveðjur til barna hans og barnabarna. Bjarney, Haukur og fjölskylda. Jóhannes Geir Halldórsson Áramótin verða öðruvísi í ár, ekki einungis út af Co- vid. Amma verður ekki með okkur systkinum að taka góða sjálfu fyrir samfélags- miðlana eða að lauma vænum bita að Spotta þegar enginn sér til og Jónas og Guðrún skrölta ekki út um allan bæ í leit að hinni full- komnu áramótagrímu fyrir hana. Amma var nefnilega afskapleg skvísa og vanda þurfti vel valið á fatnaði og fylgihlutum fyrir hana. Amma Gyða var ekki aðeins pæja, hún var fyndin, skemmtileg og merkilega hress miðað við ald- ur. Alltaf til í partí og fjör hvort sem það voru afmæli, brúðkaup eða ferðalög. Sem betur fer átti hún ca. 130 afkomendur þannig að ósjaldan voru tilefni til að lyfta sér upp. Jónas bróðir spurði hvort hún væri fréttakona þegar hann var lítill. Saklaus spurning og bráð- fyndin en amma var sannarlega fréttakona þó hún væri hvorki á launum hjá RÚV né Stöð 2. Heimili ömmu var eins og fé- lagsmiðstöð. Þar kom fólk saman og amma sagði fréttir af fólki og atburðum. Þegar afi var á lífi eld- aði hún í hádeginu og stóðið mætti í matinn til hennar, í holl- um stundum. Sumir kíktu bara í kaffi, aðrir eftir kvöldmat og það kom fyrir að staldrað var við fram á nótt. Útidyrahurðin var enda sjaldnast læst, það tók því ekki vegna gestagangs. Einkar vin- sælt hjá okkur var að mæta til hennar í ískex og uppvask í Stóragerði, við fengum það ábyrgðarmikla hlutverk að þurrka eftir að hún vaskaði upp. Þegar hún bjó í Hvassó (og komin með uppþvottavél) var aðalsport- ið að fara í bingó með ömmu og Gyða Gísladóttir ✝ Gyða Gísla-dóttir fæddist 2. september 1924. Hún lést 29. sept- ember 2020. Úför Gyðu fór fram 14. október 2020. kaupa bland í poka. Amma átti líka alltaf nammi og ekki í boði að segja nei þegar hún bauð mola. Þegar Kobbi afi dó hafði ég áhyggjur af ömmu, þau voru einstaklega sam- heldin hjón og áttu fallegt samband. Ég stökk inn til ömmu og fann hana í eld- húsinu og ætlaði að hugga hana en fór sjálf að háskæla. Hún greip mig í fangið og hughreysti mig á meðan ég grét og grét. Þarna komu styrkur hennar og seigla mér fyrst á óvart en hef síðan fylgst með henni sigra hverja hindrunina á fætur annarri með glæsibrag í aldarfjórðung. Hún var vel virk og hafði alltaf nóg fyrir stafni. Hún og Jónas afi bjuggu bæði ein, hann bauð henni stundum út að borða og hún bauð honum í mat, síðan dottuðu þau yfir sjónvarpinu saman. Þau áttu það sameiginlegt að svindla mikið í spilum, afi í Scrabble og amma í franska miðaleiknum. Mamma var dugleg að draga þau út um allt og í mat á Sunnó. Þau komu t.d. með okkur í frábæra ferð til Flórída þar sem við áttum góðan tíma í sól og hita. Í sumar kíktum við Albert Húni á ömmu á Hrafnistu og hann var uppnuminn af lang- ömmu sinni sem sýndi honum allskonar fjársjóði. Hún var barn- góð með eindæmum, brosandi og hlý með blik í augum. Myndirnar af þeim tveimur að spjalla saman, 95 ár á milli, eru óborganlegar og dýrmætari en gull því amma lést í lok september, 96 ára að aldri. Langlífi hennar þakka ég já- kvæðu viðhorfi en amma tók líka lýsi á hverjum degi og þetta tvennt verður matreitt ofan í næstu kynslóð. Það voru forréttindi að fá að fylgja þér í gegnum lífið, elsku amma. Takk fyrir okkur. Belinda Ýr, Jónas Halldór og Guðrún Gyða. Elsku fallega langamma Gyða. Þá ertu orðin engill og vakir yfir okkur öllum stundum. Ég er mik- ið búin að velta fyrir mér hvað þú getir borðað á himnum en ég held þú fáir þér smá bita af skýjunum því þau eru eins og candy floss. Það minnir mig á þig því þú áttir alltaf til svo mikið af nammi handa mér þegar ég kom og heimsótti þig á Hrafnistu. Ég sakna þín elsku amma mín, takk fyrir stundirnar okkar sam- an, þær voru dýrmætar. Ég faðma þig öll kvöld þegar ég fer með bænirnar mínar og bið Guð að passa þig vel. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Aníta Olga Hauksdóttir. Látin er í Reykjavík í hárri elli móðursystir mín, Gyða Gísladótt- ir. Hún var yngst fimm systkina, fædd 1924, síðust á lífi og varð elst þeirra. Ég á eingöngu ljúfar minning- ar um Gyðu frá því ég man fyrst eftir mér. Með henni finnst mér lokið merkilegu tímabili í minni nánd, þeirra sem ég hef þekkt og fæddust á fyrsta fjórðungi síð- ustu aldar. Á fæðingarári Gyðu, 1924, voru Íslendingar enn ekki 100.000 og Reykjavík taldi um 22.000 íbúa. Kynslóð Gyðu fædd- ist í fátæku landi. Lífsbaráttan var hörð. Gyða var sex ára er hún missti áður hraustan föður sinn úr lungnabólgu, aðeins 47 ára gamlan. Bræður hennar Einar Jón 12 ára og Ásgeir Héðinn 10 ára unnu með skóla til að létta undir með Ólöfu móður sinni sem nú var ein- stæð móðir. Systurnar Guðrún og Sigríður Ása fengu báðar berkla, sér í lagi Gunna, sem um ferm- ingu hafði legið samtals níu ár á spítala. Sigríður Ása, móðir mín og elst systkinanna, fékk berkla í hné tæplega tvítug, og um það leyti sem faðir hennar lést hlaut hún, eftir aðgerð, staurlið á hnénu. Lá tvö ár á spítala og varð að hætta við nám í hjúkrun. Sjúkratryggingar voru ekki enn komnar á og stolt fólk lét fremur lífið en að segja sig til sveitar. Það er með jafnmikilli undrun sem aðdáun sem ég sé þrautseigju þessarar kynslóðar í lífsbarátt- unni á gríðarlega erfiðum tímum, ekki síst í kreppunni eftir 1929 og fram að seinni heimsstyrjöld. Öll- um systkinunum tókst að koma vel undir sig fótunum, eignast eigið húsnæði og mannvænleg börn sem einnig hafa spjarað sig vel í lífinu. Afkomendum Gyðu munu aðrir gera grein fyrir, ég hef sjálfur ekki tölu á þeim leng- ur en veit að stórfjölskylda henn- ar telur nú nokkuð á annað hundraðið. Gyða varð sannarlega rík af fólkinu sínu og með vissu hamingjusöm kona. Hún átti ein- staklega vænan mann, föður barna sinna, Jakob Sigurðsson, sem látinn er fyrir allmörgum ár- um. Samkomur á heimili Gyðu eru sólargeislar í minningunni. Hlutirnir voru í föstum skorð- un á fyrri hluta sjötta áratugarins þegar ég man fyrst. Einn fastra punkta var að amma Ólöf snæddi ávallt kvöldverð hjá elstu dóttur- inni, heima hjá mér, á gamlárs- kvöld. Er leið á kvöldið var geng- ið af Grundarstíg á Bergþórugötu þar sem haldið var upp á áramótin hjá yngstu dótt- urinni, Gyðu, og hennar fjöl- skyldu. Stórveisla, mikil kátína og gleði. Þannig var það ávallt síðan, við skírnir, fermingar, í öðrum veislum og stóratburðum sem óhjákvæmilega verða hjá stórfjölskyldu. Mér er einnig ljúft að halda á lofti minningu „funda“ þeirra systra, fáar manneskjur hef ég þekkt sem hlógu og skemmtu sér jafn konunglega og þær þrjár Gyða, Gunna og Sigga er þær hittust, þótti mörgum sem þakið myndi rifna af húsakynn- unum. Það er mér afar þarft og ljúft að þakka Gyðu frænku fyrir allt gott sem geislað hefur af henni til mín og minna í lífi mínu. Ég gleðst með henni og afkomendum hennar að þeim skyldi auðnast langt líf Gyðu til að njóta ljúfra samverustunda. Hvert sem næsta tilverustig Gyðu verður má hún vænta góðr- ar heimkomu. Gísli Einarsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát frænda okkar og mágs, HERMANNS SIGURJÓNSSONAR, Raftholti, Holtum. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.