Morgunblaðið - 17.10.2020, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020
✝ Einar IngviÞorláksson
fæddist í Sandinum
(Sandgerði) á
Blönduósi 3. janúar
1927. Hann lést á
HSN Blönduósi 7.
október 2020.
Foreldrar hans
voru Þuríður Ein-
arsdóttir, f. 10. júní
1896, d. 14. janúar
1979, og Þorlákur
Jakobsson, f. 10. júní 1888, d. 25.
júlí 1975. Einar var fimmti í röð-
inni af sex bræðrum, en tveir
létust barnungir. Bræðurnir eru
Þorvaldur, f. 1919, d. 1992, Sig-
urbjörn Gísli, f. 1920, d. 1923,
Einar Ingvi, f. 1922, d. 1926,
Pétur, f. 1924, d. 2015, og Sig-
urbjörn, f. 1932, d. 1984.
Einar kvæntist 15. september
1951 Arndísi Þorvaldsdóttur frá
Þóroddsstöðum í Hrútafirði.
Foreldrar hennar voru Gróa
María Oddsdóttir, f. 2. sept.
1898, d. 29. des. 1985, og Þor-
valdur Böðvarsson, f. 3. des.
1890, d. 18. ágúst 1971. Einar og
Arndís bjuggu nánast allan sinn
búskap við Árbrautina á
Blönduósi, fyrst nr. 7 og síðan
nr. 1.
Börn Einars og Arndísar eru:
Einar, f. 30. des. 1952. Kona
hans var Hrefna Guðmunds-
dóttir, f. 16. okt. 1952, d. 5. júlí
2014. Þeirra börn eru a) Lind,
búsett í Danmörku og á þrjá
störf hjá Blönduóshreppi, fyrst
sem verkstjóri en sveitarstjóri
frá 1963 til 1978. Hann sat í
hreppsnefnd frá 1966-1978, og
gegndi mörgum öðrum trún-
aðarstörfum fyrir sitt samfélag,
m.a. sóknarnefnd og Krabba-
meinsfélag A-Hún. Einnig sat
hann í stjórn Pólarprjóns. Vél-
smiðjan Vísir var stofnuð 1943
af föður og bræðrum Einars.
Fyrirtækið skiptist í bíla- og
vélaverkstæði ásamt verslun.
Einar kom að fullu til starfa hjá
Vísi 1978 en árið 1986 var fyrir-
tækinu skipt upp og Einar og
Arndís keyptu verslunarhlut-
ann, og ráku til ársins 2003, er
þau seldu fyrirtækið settust í
helgan stein.
Einar var frjálsíþróttamaður
á sínum yngri árum. Hann var
áhugamaður um laxveiðar í
Blöndu. Hann söng í kirkjukór
Blönduóskirkju um langt árabil,
einnig söng hann með karlakór-
um í héraðinu, og kvartett Jón-
asar Tryggvasonar. Hans helsta
áhugamál var þó harmonikku-
spil. Hann spilaði á dansleikjum
mörg ár og þegar stofnaður var
harmonikkuklúbbur á Blöndu-
ósi þá var hann þar og spilaði
meðan hann gat haldið á nikk-
unni. Síðast liðið ár hefur Einar
dvalist á HSN á Blönduósi þar
sem hann lést.
Útförin fer fram frá Blöndu-
óskirkju 17. október 2020 klukk-
an 15. Í ljósi aðstæðna verður að
takmarka fjölda viðstaddra.
Athöfninni verður streymt á
slóðinni:
https://youtu.be/HGXsWa80qXw
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
syni, Birki Viðar,
Jón Braga og
Viggó, b) Guð-
mundur Ingvi, kona
hans er Guðrún
Halldórsdóttir, þau
eiga eina dóttur,
Hrefnu Rut, c) Arn-
dís María, hennar
maður er Birgir
Örn Strange og
eiga þau tvö börn,
Ara Hrafn og Unu
Lind. Einar kvæntist 7. sept.
2019 Hafdísi Ævarsdóttur.
2) Margrét, f. 31.12. 1953, gift
Jóni Sigurðssyni, f. 18. febr.
1952. Þeirra börn eru a) Einar
Örn, kona hans er Hulda Birna
Baldursdóttir og eiga þau fjög-
ur börn: Margréti, Baldur,
Mikael og Gabríel. b) Hjalti,
kvæntur Láru Sóleyju Jóhanns-
dóttur og eiga þau þrjú börn, Jó-
hann Ingva, Huldu Margréti og
Jón Benedikt. c) Ásta Berglind,
gift Jóhanni Inga Hjaltasyni, og
eiga þau eina dóttur, Gróu Mar-
gréti.
3) Gróa María, f. 6. júní 1962,
hennar maður er Guðmundur
Ragnar Sigurðsson Kemp, f. 20.
mars 1965.
Einar ólst upp á Blönduósi,
var tvo vetur á Reykjaskóla í
Hrútafirði og veturinn 1949-
1950 var hann í íþróttaskóla í
Svíþjóð. Eftir heimkomuna vann
hann hjá Kaupfélagi Húnvetn-
inga til ársins 1960, er hann hóf
Einar tengdafaðir minn var
heilsteyptur sómamaður og ég
sakna hans. Þessi maður sem hef-
ur verið mér og mínum samferða í
hartnær 46 ár skilur eftir sig afar
góðar minningar. Minningar sem
eru um fyrirmynd, sanngirni,
hjálpsemi og góðvild svo fátt eitt
sé nefnt. Tengdafaðir minn var
með miklar augabrúnir sem
hversdagslega sýndu einbeittan
mann sem fastur er fyrir. Ef hon-
um leist ekki á blikuna þá gerði
hann líkt og flestir gera, setti í
brýrnar. Þegar Einar Þorláksson
setti í brýrnar þá varð mörgum
ekki um sel þó svo honum væri
eins innan brjósts og hinum sem
voru með íburðarminni augabrýr.
Maður lærði til þess að gera
nokkuð fljótt að átta sig á því að
dökkar augabrúnir tengdapabba í
þessu ástandi endurspegluðu ekki
taumlaust myrkur heldur bara
viðbrögð hins venjulega manns.
Frá því ég flutti á Blönduós ásamt
dóttur hans og barnabarni var
hann strax verndari okkar og
gerði götu okkar eins greiða og
hugsast gat.
Þeir sem þetta lesa skilja að ég
er að skrifa minningagrein um
tengdaföður minn en á bak við
góðan tengdaföður leynist góð
tengdamamma og rétt að hafa það
í huga þegar þetta er lesið.
Þegar hugurinn reikar í minn-
ingaheimi þá er svo margt sem
maður hnýtur um. Kartöflugarð-
urinn í Selvík, magnaðar laxveiðar
í Blöndu.
Ef staldrað er við í kartöflu-
ræktinni þá komst ég fljótt að því
að áburðarleiðbeiningar hins bú-
fræðimenntaða manns máttu sín
lítils gegn áratuga reynslu
tengdaföður míns. Svona hefur
þetta verið gert og því verður ekki
breytt, hugsaði hann og maður
játti því hvað sem brennisteins-
magni í kalíáburði liði. Þetta
reyndist heilladrjúgt því kartöflur
voru uppteknar haust hvert í Sel-
víkinni, mismikið magn allt eftir
hvernig áraði. Laxveiðarnar í
Blöndu eru og verða alltaf sér
kapítuli í lífi okkar fjölskyldu. Öfl-
ug ABU-stöng og ambassador
7000 veiðihjól með 70 punda línu
hvar á enda var 30 gramma toby
með þríkrækjum undir og yfir.
Með þetta vopn gengu veiðar yf-
irleitt vel og aldrei fannst sú stund
að veiðarfærin væru ekki úti í leit
að bráð og það var þessi iðni sem
skilaði árangri. Samverustundir
með tengdaforeldrum á hátíðar-
og tyllidögum voru líka minnis-
stæðar. Klingjandi jólaenglar,
harmonikkuspil og söngur. Þegar
gleðin reis hæst í tónlistarflutn-
ingi og afturgreitt hárið datt fram
á ennið þá var algleymið dottið á.
En verslunin Vísir var kjölfestan í
lífi okkar allra í fjölskyldunni. Vís-
ir var sameiginlegur vinnustaður
fjölskyldunnar og þar ólust börnin
mín upp við leik og störf innan um
móður sína, ömmu og afa. Ekki er
hægt að ganga fram hjá störfum
tengdaföður míns í þágu bæjar-
ins.
Hann sat í hreppsnefnd í 12 ár
og gegndi einnig starfi sveitar-
stjóra í 15 ár. Á sveitarstjórnarár-
um hans voru teknar ákvarðanir
sem skiptu miklu fyrir samfélagið
og má þar nefna byggingu
íþróttahúss og sundlaugar svo og
að væða bæinn heitu vatni frá
Reykjum. Þessum verkefnum
fylgdi hann eftir af einurð og
festu.
Með tengdaföður mínum er
genginn foringi sem skildi mikið
eftir sig í leik og starfi og bið ég al-
góðan Guð að blessa minningu
hans.
Jón Sigurðsson.
Góðar minningar streyma
fram þegar ég hugsa til afa míns.
Ég var heppinn að alast upp með
stórfjölskylduna í kringum mig.
Eins og allir vita sem þekktu afa
þá ráku þau amma Verslunina
Vísi á Blönduósi til margra ára.
Vísir var mitt annað heimili og
þangað gat ég farið hvenær sem
var og hitt ömmu, afa, mömmu,
Gróu, Mumma eða hvern þann
fjölskyldumeðlim eða vin sem þar
vann. Ég var alltaf velkominn í
Vísi og tók reglulega yfir lager-
inn og spilaði körfubolta við vini
og ættingja, tölvuleiki inni á
skrifstofu eða byggði kassaborgir
úr tómum pappakössum. Þolin-
mæðin var nær endalaus fyrir
Hjalta litla og vinum hans. Þegar
ég fékk aldur til þess að vinna
kenndi afi mér réttu handtökin,
lagði áherslu á að standa sig vel
en leit svo framhjá því þegar
manni varð lítið úr verki eða þeg-
ar nammið á lagernum varð of
freistandi. Takk fyrir að gefa mér
færi á að eyða öllum þessum tíma
með þér og fjölskyldunni.
Margar af mínum bestu stund-
um sem unglingur áttu sér stað í
morgunkaffitímum í Vísi. Afi
hafði nefnilega alltaf húmor fyrir
vitleysunni sem vall upp úr mér á
milli þess sem ég raðaði í mig ný-
bökuðu Krúttbrauði með smjöri,
osti og Boysenberjasultu. Ófá
hlátursköstin þurfti að hemja svo
viðskiptavinir myndu hreinlega
ekki yfirgefa búðina.
Í seinni tíð hefur það gefið mér
mikið hvað afi veitti því alltaf at-
hygli hvað ég og fjölskyldan mín
vorum að gera og hvað hann var
hreinskilinn þegar hann var ekki
sammála okkur. Heilsa okkar og
öryggi skipti hann miklu máli og
það var auðvelt að finna það. Afi
var einnig hvetjandi þegar kom
að tónlistarnámi og var gaman að
geta fetað svipaðar slóðir og hann
þegar kom að söng og sönglaga-
menningu.
Takk afi fyrir allar góðu stund-
irnar, þú ert mér fyrirmynd. Þú
varst traustur, hreinskilinn og
duglegri mann er ekki hægt að
hugsa sér.
Hvíldu í friði.
Þinn
Hjalti.
Afi var algjör fyrirmynd í leik
og starfi. Duglegur, féll aldrei
verk úr hendi, strangur en á
sama tíma svo umhyggjusamur
og góður. Ég hef ekki tölu yfir
það hversu oft hann las fyrir mig
bækurnar um Alfinn álfakonung
og Dísu ljósálf, eða leyfði mér að
dröslast með sér á Trölla, hvort
sem það var með matarsendingar
í skipin niðri á bryggju eða í
Draugagil með rusl. Einu sinni
kom ég heim á Blönduós nýbúin
að fá mér tattú, fjölskyldumeð-
limir voru ekkert hrópandi húrra
yfir því, en afi, hann var sá eini
sem sagði: „Þetta er nú bara
flott!“ Síðustu árin fylgdist hann
vel með því sem var að gerast í
mínu lífi, alltaf með allt á hreinu.
Hann stóð alltaf við bakið á mér
og hvatti mig áfram, fyrir það
verð ég þakklát alla ævi. Takk
fyrir allt sem þú kenndir mér og
fyrir allan stuðninginn, þín er
sárt saknað. Hvíldu í friði.
Kveðja,
Ásta Berglind.
Afi Einar var einstakur maður.
Ég ber ekki einungis nafn hans
með stolti heldur hef ég alla tíð,
meðvitað eða ómeðvitað, dregið
dám af honum. Afi var rólegur,
traustur, vinnusamur, nýtinn og
nægjusamur (þótt hann ætti nú
alltaf nýlegan Volvo). Hann unni
sér best heima hjá ömmu – og
þangað vandi ég komur mínar frá
unga aldri, enda leiðin stutt frá
Árbraut 16 suður á Árbraut 1.
Hjá afa og ömmu leið mér af-
skaplega vel. Þar var allt í röð og
reglu, þar var góð lykt, þar var
svo mikið öryggi, svo mikill friður
og ró. Og þar var líka plötuspil-
ari, plötusafn Gróu frænku og pí-
anó sem ég fékk að glamra á tím-
unum saman. Að gista hjá afa og
ömmu á laugardagskvöldi var
mikill lúxus; spilað á spil, gam-
anmynd á RÚV, rjómatoffí og
appelsín. Ristað brauð með
marmelaði og heitt kakó í morg-
unmat.
Afi var Einar í Vísi. Þar dvaldi
hann samviskusamlega, ásamt
ömmu, 6 daga vikunnar frá rúm-
lega 7 á morgnana þangað til
verslunin lokaði kl. 19. Og þá átti
eftir að gera upp og skúra. Og
þarna ól ég líka manninn, fyrst
sem ungur dyravörður eftir leik-
skóla og síðar á sumrin sem lag-
erstarfsmaður og afgreiðslumað-
ur. Á skrifstofunni í Vísi kenndi
afi mér að telja peninga og fara
vel með þá í orðsins fyllstu merk-
ingu. Slétta úr seðlunum, snúa
þeim öllum rétt, tíu saman í
klemmu – hundrað saman í
teygju. Við afi vorum aldrei hrifn-
ir af því að eyða peningum í vit-
leysu.
Afi spilaði á harmonikku og
þegar ég var orðinn nægilega fær
á píanóið var ekki eftir neinu að
bíða að kenna mér öll gömlu lög-
in.
Það var ómetanlegur skóli.
Hann spilaði hvert lagið á fætur
öðru, ég fylgdi og reyndi að spila
rétta hljóma. Á unglingsárum
mínum áttum við margar svona
stundir. Smám saman varð tón-
eyrað betra og betra og að lokum
þekkti ég lögin og gat spilað með
af krafti. Það þurfti nefnilega að
hamra vel á slaghörpuna til að
eiga roð í nikkuna hans afa. Síðar
urðu þessar stundir fastir liðir á
jólum og páskum, afmælis-
veislum og ættarmótum. Síðustu
ár lét afi duga að hlusta á okkur
systkinin spila og það var svo
dásamlegt hversu vel hann naut
þeirra stunda. Sérstaklega var
dýrmætt að fá að halda fjöl-
skyldutónleika fyrir hann og
ömmu á sjúkrahúsinu á Blöndu-
ósi um síðustu jól.
Afi hvatti mig til að læra eitt-
hvað praktískt, að lifa af tónlist-
inni væri borin von. Ég hlýddi því
og líklega var þetta rétt mat hjá
honum.
Afi var af gamla skólanum og
kenndi mér margt úr þeirri
ágætu menntastofnun. En um-
fram allt er ég þakklátur fyrir að
hafa átt hlýjan, traustan og góð-
an afa. Hvíl í friði elsku afi.
Einar Örn Jónsson.
Einar Ingvi
Þorláksson
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
✝ Grímur BjarniMarkússon
fæddist í Borg-
areyrum, V-Eyja-
fjöllum hinn 21.
maí 1942. Hann lést
á Sólvöllum á Eyr-
arbakka 26. sept-
ember 2020.
Foreldrar Gríms
voru Sigríður
Magnúsdóttir frá
Álfhólahjáleigu í
Vestur-Landeyjum, f. 30. apríl
1905, d. 11. febrúar 1997, og
Markús Jónsson frá Borgar-
eyrum, bóndi og söðlasmiður, f.
6. mars 1905, d. 28. júlí 1988.
Grímur er sjöundi í röðinni af
tíu systkinum en þau eru: Hulda,
f. 1930, d. 1987, Hrefna, f. 1931,
Magnús Sigurður, f. 1932, d.
1991, Eygló, f. 1933, d. 2009,
Erla, f. 1936, d. 2017, Ester, f.
1940, d. 1945, Ester, f. 1944,
Þorsteinn Ólafur, f. 1946, og
Erna, f. 1947.
Grímur giftist 28. júlí 1973
Soffíu Einarsdóttur, f. 8. febr-
úar 1945. Þau byggðu sér hús á
Lýsubergi 7 í Þorlákshöfn og
hófu búskap þar ár-
ið 1973. Grímur og
Soffía eignuðust
eina dóttur, Bettý,
f. 20. mars 1973,
gift Árna Hrannari
Arngrímssyni, f.
18. maí 1974, börn
þeirra eru: Arn-
grímur, f. 28. júní
1999, og Soffía Sif,
f. 20. október 2005.
Grímur byrjaði
ungur að árum að vinna við bú-
störf á Borgareyrum. Þegar
hann flutti að heiman fór hann
að vinna ýmis störf. Þegar hann
flutti til Þorlákshafnar vann
hann m.a. í vélsmiðju, sem verk-
stjóri á vélaverkstæði og við vél-
gæslu í frystihúsi.
Grímur sinnti ýmsum félags-
störfum og starfaði í mörg ár í
Björgunarsveitinni Mannbjörg í
Þorlákshöfn. Hann sat í sveit-
arstjórn í tvö kjörtímabil fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og sat í
barnaverndarnefnd í 16 ár.
Útför Gríms fór fram frá Þor-
lákskirkju í gær, 16. október
2020.
Fallinn er frá mágur minn
og kær vinur, Grímur Mark-
ússon. Kynni okkar hófust þeg-
ar hann og systir mín Soffía
hófu samband. Grímur varð
strax hvers manns hugljúfi í
fjölskyldu okkar og féll aldrei
skuggi þar á.
Grímur var í eðli sínu sveita-
maður og sem ungur maður
stefndi hann á að verða bóndi.
Hann var alinn upp við bústörf
og kynntist hann hinum gömlu
búskaparháttum og tók þátt í
þeim nýjungum sem hófust í
landbúnaði upp úr 1950. Grím-
ur var viðloðandi búskap fram
undir 1970, en þá snéri hann
sér að því sem síðar varð ævi-
starf hans, að starfa sem vél-
virki.
Grímur var sjálfmenntaður
snillingur í öllum viðgerðum á
hvers kyns vélbúnaði. Í sveit-
inni þurftu menn að bjarga sér
og þar lærði hann handtökin.
Það var sama hvort hann setti
niður nýjar vélar í trollbáta,
gerði við flóknustu fiskvinnslu-
vélar, stórar eða smáar, allt lék
í höndunum á honum. Fór hann
meðal annars til Færeyja að
gera við slíkar vélar. Eitt sinn
fór hann á suðunámskeið og fór
út með það að hann hefði þar
ekkert að gera því hann kynni
meira en leiðbeinandinn. Um
langt árabil sá Grímur um
verkstæði Glettings og síðar
Árness í Þorkákshöfn. Á vertíð-
um var þá unnið á öllum tímum
sólarhringsins því ekki máttu
bátar eða vélar stoppa ef bilun
kom upp. Þá byggði hann
mestu leyti með eigin höndum
hús þeirra hjóna við Lýsuberg.
Margs er að minnast þegar
maður lítur yfir farinn veg með
Grími. Ég var sem ungur mað-
ur mjög handgenginn honum
og var ýmislegt brallað, farið á
skytterí, ádrátt og laxveiði og
þá var mikið líf og fjör í ferð-
um.
Þá eru ógleymanlegar fjöl-
skylduferðir sem við fórum ár-
um saman í veiði í Vatnsá og
víðar en þar var Grímur hrókur
alls fagnaðar.
Grímur hafði sterkar skoð-
anir á stjórnmálum og þjóð-
málum. Hann tók um árabil
virkan þátt í sveitarstjórnar-
málum Ölfushrepps og voru
þeir fóstbræður í þeim efnum
Bjarni heitinn Magnússon og
Grímur. Í sveitarstjórnarmál-
um lagði Grímur sérstaka rækt
við þá sem minna máttu sín
eins og börn sem bjuggu við
bágar aðstæður og fylgdi hann
þeim málum vel eftir.
Dagfarspúður var Grímur og
var það með ólíkindum hvað
hann gat haldið ró sinni í því
mikla vinnuálagi sem hann bjó
við nær alla tíð. Hann tranaði
sér ekki fram var hlédrægur að
eðlisfari en maður glaður í
góðra vina hópi og gat verð
smá hrekkjóttur á góðlegan
hátt.
Þó Grímur væri ekki lang-
skólagenginn var hann mjög
vel greindur, margfróður og
víðlesinn í íslenskum bók-
menntum. Hann kunni ógrynni
af kveðskap og lausavísum sem
gengu manna á meðal hér áður
fyrr.
Síðustu ár voru Grími erfið.
Hann missti heilsuna og þurfti
að liggja síðustu ár á sjúkra-
stofnun en hann tók veikindum
sínum af æðruleysi.
Samskipti okkar Gríms síð-
ustu mánuði voru þau að hann
hringdi iðulega í mig milli
klukkan 10 og 11 á kvöldin og
við ræddum saman um menn,
málefni og liðna tíð. Síðast
ræddum við saman kvöldið áð-
ur en hann dó.
Með Grími er genginn heið-
arlegur góður drengur sem öll-
um vildi gott gera og sennilega
fórnaði hann heilsu sinni með
allt of mikilli vinnu og ósér-
hlífni.
Við María og fjölskylda vott-
um Soffíu og Bettý og fjöl-
skylduokkar dýpstu samúð.
Ingileifur, María
og fjölskylda.
Grímur Bjarni
Markússon