Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 10

Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 arráðshús) var reist á árunum 1761- 1771. Árið 1813 var rekstri tugthúss- ins hætt og þeim föngum sem enn sátu inni sleppt. Hafist var handa við framkvæmdir og húsinu gjörbreytt veturinn 1819-1820. Það varð síðan aðsetur stiftamtmanns og enn síðar landshöfðingja og húsið kennt við hann. Við stofnun heimastjórnar 1. febrúar 1904 var ákveðið að Lands- höfðingjahúsið yrði aðalaðsetur landsstjórnarinnar, síðar ríkis- stjórnar Íslands, og hefur það síðan verið kallað Stjórnarráðshús. Ráðuneytin fluttu eitt af öðru í önnur hús. Skrifstofa forseta Íslands var í húsinu til ársins 1996 og síðan þá hefur forsætisráðuneytið haft allt Stjórnarráðshúsið til afnota. ræða tveggja hæða viðbyggingu með niðurgröfnum kjallara, sem tengist Stjórnarráðshúsi með tengigangi. Við endurmat á verkefninu er áformað byggingarmagn á lóð og fjöldi hæða húshluta:  Núverandi friðað Stjórnarráðs- hús, tvær hæðir og ris, 512 m² brúttó.  Viðbygging og tengigangur, tvær hæðir og kjallari, um 1.500 m² brúttó. Byggingarheimildir og aðrir skipu- lagsþættir verða nánar útfærðir við gerð deiliskipulagsins, segir Fram- kvæmdasýslan. Áætlað hefur verið að þessi viðbygging gæti kostað allt að 1.000 milljónir króna. Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að Tugthúsið í Reykjavík (nú Stjórn- Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Eitt þekktasta hús Reykjavíkur er Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, aðsetur forsætisráðherra. Það er sjaldan nefnt til sögunnar að húsið er með götunúmer, Lækjargata 1. Þótt Stjórnarráðshúsið hafi staðið á þessum stað í næstum 260 ár er ekkert deiliskipulag til fyrir lóðina. Nú á að bæta úr því, enda stendur til að reisa viðbyggingu við húsið. Á embættisafgreiðslufundi skipu- lagsfulltrúa 16. október síðastliðinn var lögð fram umsókn Framkvæmda- sýslu ríkisins um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina nr. 1 við Lækjargötu, lóð forsætisráðuneytisins og Stjórn- arráðshússins, vegna áforma um við- byggingu við húsið fyrir starfsemi forsætisráðuneytisins. Einnig er lögð fram vinningstillaga Kurt og Pí arki- tekta frá árinu 2018 um viðbygg- inguna. Viðbyggingin 1.500 fermetrar Fram kemur í bréfi Fram- kvæmdasýslunnar að vegna áforma um viðbyggingu var gerð krafa um fornleifauppgröft á lóðinni. Forn- leifauppgreftri í samvinnu við Minja- stofnun Íslands er að ljúka á lóðinni. Sem hluta af því verkefni var aflað byggingarleyfis fyrir rifi stakstæðs bakhúss á lóðinni. Heimild Minja- stofnunar Íslands lá fyrir við þá um- sókn. Rifi bakhússins er lokið. Í samræmi við vinningstillögu Kurt & Pí arkitekta (KP) er um að Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnarráðsreitur Fornleifarannsókn hefur staðið yfir en henni er að ljúka. Næsta skref er deiliskipulagsvinna. Fyrsta deiliskipulagið á lóð Stjórnarráðsins  Byggt við Lækjargötu 1  Fornleifauppgreftri að ljúka Mynd/Kurt&Pí Viðbyggingin Tölvugerð mynd sem sýnir hvernig byggingin gæti litið út séð frá Bankastræti. Tengigangur verður þaðan yfir í Stjórnarráðshúsið. Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar – Laugavegi 34 og Ármúli 11 • Hagkaup – Reykjavík, Garðabær, Selfoss og Akureyri • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Ármúli 27 • Karlmenn – Laugavegi 87 • Vinnufatabúðin – Laugavegi 76 • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstangi • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Haraldar Júlíussonar – Sauðárkróki • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Blossi – Grundarfirði • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Bolungarvík • Verslun Grétars Þórarinssonar – Vestmannaeyjum • Sentrum - Egilsstöðum Útsölustaðir: Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is – Erum við símann kl. 12-17 virka daga Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA GULL- OG SILFURSMIÐJAHönnuður Ragnhildur Sif Reynisdóttir Verð kr. 21.500 Hönnuður Ösp Ásgeirsdóttir Verð kr. 8.500 Jólaskeiðin & jólabjallan 2020 Frí heim- sending Baldur Arnarson baldura@mbl.is Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Við- reisnar og forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, segir borgina opna fyrir viðræðum við fjárfesta sem áforma lúxushótel á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn. Hins vegar sé málið ekki komið svo langt að hægt sé að ræða um til- teknar staðsetningar í þessu efni. „Það eina sem ég get sagt er að við erum almennt jákvæð í garð upp- byggingar og atvinnu í borginni. Hugmyndir um hótel eru ágætar. Eins og þekkt er er þetta viðkvæmt svæði en það gæti valdið deilum ef taka ætti stóran hluta af strand- lengjunni undir þetta [hótel],“ segir Pawel um stöðu málsins. Tilefnið er samtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Við- skiptaMogganum í gær en Dagur sagði koma til greina að hótelkeðjan fengi aðra lóð undir starfsemina. Pawel er nú staðgengill Sigur- borgar Óskar Haraldsdóttur, for- manns skipulags- og samgönguráðs, en hún er í tímabundu leyfi. Fram kom í Morgunblaðinu að malasíski kaupsýslumaðurinn Vin- cent Tan hefði tryggt 40 milljarða króna fjármögnun vegna hótelsins. Þar er áformað að hafa 150 herbergi, auk þjónustuíbúða. Vísa á Vesturhöfnina Magnús Þór Ásmundsson hafn- arstjóri segir Faxaflóahafnir ekki hafa átt formlegar viðræður við um- rædda fjárfesta. „Þeir hafa óskað eftir þessu svæði á Miðbakkanum. Við bentum á það í svari okkar til skipulags- fulltrúans í Reykjavík að það væru óbyggðar lóðir í vesturhluta Vestur- hafnar, sem sagt úti í Örfirisey. Að öðru leyti hefur sú umræða ekki farið fram við þessa lóðarhafa,“ segir Magnús Þór. Hafa bent á Örfirisey Teikning/Yrki arkitektar Miðbakkinn Drög að hótelinu.  Faxaflóahafnir benda á lóðir fyrir lúxushótelið ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.