Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 32
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Megin- vextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75%. Eins og Samtök iðnaðarins benda á í pistli á heimasíðu sinni kemur lækkunin ekki til af góðu, því bank- inn spáir nú meiri samdrætti í ár en í ágústspá sinni og sömuleiðis minni hagvexti á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi í gærmorgun að peningastefnunefnd myndi áfram nota þau tæki sem nefndin hefði yfir að ráða, m.a. kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum, til að styðja við þjóðarbúskapinn og „tryggja að lausara taumhald peningastefnunn- ar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja“. Fagna vaxtalækkuninni Samtök iðnaðarins fagna vaxta- lækkun bankans í pistli sínum og segjast ánægð með að nefndin muni nota þau tæki sem hún hafi yfir að ráða. Samtökin vilji hins vegar minna á að orðum þurfi að fylgja að- gerðir í þessum efnum. Eins og SI bendir á hafa langtímavextir verið að hækka undanfarið, sem að mati sam- takanna er mjög úr takti við það sem hagkerfið þarf á að halda á þessum erfiðu tímum. Snúa þurfi þeirri hækkun í lækkun. Rætt er um orsakir hækkunar langtímavaxta í Peningamálum Seðlabankans, sem birt voru sam- hliða vaxtaákvörðuninni, en þar seg- ir að væntingar um aukna skuldsetn- ingu ríkissjóðs á næstu árum vegi eflaust þungt í hækkun langtíma- vaxta að undanförnu. Á kynningarfundinum sagði Ás- geir, spurður út í helstu markmið lækkunarinnar núna, að bankinn teldi fasteignamarkaðinn með nægj- anlega örvun eins og er. Hins vegar þyrfti að örva aðra atvinnustarfsemi. „Við viljum fókusa á að bankarnir nýti efnahagsreikning sinn fyrir fyrirtækjalán,“ sagði Ásgeir á fund- inum, en samkvæmt upplýsingum í Peningamálum telja 50% af stærstu fyrirtækjum landsins að þau muni fjárfesta minna á næsta ári, en að- eins 13% telja að þau fjárfesti meira. Kom öllum á óvart Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka segir í samtali við Morgunblaðið að vaxtalækkun bankans hafi komið nær öllum grein- ingaraðilum á markaði á óvart. Segir Jón Bjarki að þegar svo sé í pottinn búið sé það skýrt merki um að bank- inn hafi ekki verið nógu skýr í að- draganda ákvörðunar sinnar um hvers mætti vænta. „Vaxtalækkunin sjálf er kærkomin, en það er óheppi- legt að hún hafi þurft að koma á óvart.“ Aðspurður segir Jón Bjarki afleið- ingu þess að bankinn sé óskýr í að- draganda ákvörðunar sinnar birtast í aukinni óvissu hjá fólki og fyrir- tækjum sem og fjármálakerfinu. „Það er ekki á bætandi á þessum tímum. Þetta verður líka til þess að fjármálastofnanir halda frekar að sér höndum í lánveitingum ef þær vita ekki hvað er fram undan.“ Þá segir Jón Bjarki að skilaboð bankans um hvernig hann ætli að beita sér í kaupum á ríkisskuldabréf- um séu misvísandi, sem geti haft áhrif á að langtímavextir haldist hærri en ella. Jón Bjarki segir ljóst að bankinn hafi minni áhyggjur af heimilunum en fyrirtækjunum, enda hefur sparnaður heimilanna aukist gríðar- lega í kreppunni, eiginfjárstaða þeirra sé sterk og þau séu ekki að lenda í skammtímaskuldavandræð- um. „Ef vaxtalækkunin skilar sér yfir í skammtímavexti fyrir- tækjalána þá eru þetta góðar fréttir fyrir fyrirtækin í landinu.“ 8,5% samdráttur Í máli Ásgeirs á fundinum kom fram að horfur hefðu versnað frá því síðasta spá bankans var gefin út í ágúst, enda ástandið vegna kórónu- faraldursins farið versnandi frá því í sumar. Nóvemberspá Peningamála gerir nú ráð fyrir 8,5% samdrætti landsframleiðslu á þessu ári, sem er einni prósentu meiri samdráttur en spáð var í ágúst. Einnig er spáð minni hagvexti á næsta ári, en eins og bankinn bendir á í spám sínum er óvissa um efnahagshorfur mikil og þróun efnahagsmála mun að tölu- verðu leyti ráðast af framvindu far- sóttarinnar. Hvað ferðamenn varðar spáir bankinn því nú að 750 þúsund ferða- menn komi til landsins á næsta ári, en hann spáði 1,1 milljón ferða- manna í ágústspá sinni. Það þýðir m.a. að bankinn spáir því að útflutn- ingur aukist aðeins um 11-12% á næsta ári, í stað 20% eins og í ágústs- pánni. Jón Bjarki bendir á að í spám Seðlabankans sé mögulega ekki tek- ið að fullu tillit til þeirra jákvæðu frétta sem borist hafa af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ef bóluefni komi og vel gangi að bólusetja gæti þessi tala yfir hingaðkomur ferða- manna hæglega orðið hærri. Vaxtalækkun beint að fyrirtækjum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spár Seðlabankinn spáir því að útflutningur aukist aðeins um 11-12% á næsta ári, í stað 20% eins og í ágústspá sinni. Peningamál » Seðlabankinn spáir 8,5% samdrætti landsframleiðslu í ár í stað 7,1% í ágústspá sinni. » Spá 3,7% verðbólgu að með- altali fram á fyrsta fjórðung næsta árs. Slaki í þjóðarbúinu togar hana niður í verðbólgu- markmið á 3. fjórðungi.  Seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentur  Sparnaður heimilanna aukist gríðarlega  Mikil óvissa vegna kórónuveirunnar  Hagfræðingur Íslandsbanka gagnrýnir óskýrleika í aðdragandanum 32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Lifandi lausnir Nýir tímar í viðburðahaldi harpa.is/lifandilausnir HEIÐI Hlý parka úlpa fyrir börn Kr.18.990.- Stærðir 98-164 ● Velta með bréf Icelandair Group nam 518 milljónum króna í Kauphöll Íslands í gær. Hækkuðu bréf félagsins um 2,9% í viðskiptunum. Hafa bréf félagsins nú hækkað um 40% frá því að hlutabréfaútboði þess lauk í síðari hluta sept- embermánaðar. Nokkur hækkun varð á flestum félögum sem skráð eru á aðallista Kauphall- arinnar í gær. Marel lækkaði þó um 0,5%, Arion banki um 0,5% og Hagar um 0,2%. Næstmest varð hækkun á bréfum TM eða 2,1% í 91 milljónar króna við- skiptum. Talsverð velta var með bréf VÍS eða 330 milljónir og hækkuðu bréfin um 1%. Þá hækkuðu bréf Sjóvár um 1,7% í 217 milljóna króna viðskiptum. Talsverð viðskipti með Icelandair STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.