Morgunblaðið - 19.11.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.11.2020, Qupperneq 32
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Megin- vextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75%. Eins og Samtök iðnaðarins benda á í pistli á heimasíðu sinni kemur lækkunin ekki til af góðu, því bank- inn spáir nú meiri samdrætti í ár en í ágústspá sinni og sömuleiðis minni hagvexti á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi í gærmorgun að peningastefnunefnd myndi áfram nota þau tæki sem nefndin hefði yfir að ráða, m.a. kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum, til að styðja við þjóðarbúskapinn og „tryggja að lausara taumhald peningastefnunn- ar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja“. Fagna vaxtalækkuninni Samtök iðnaðarins fagna vaxta- lækkun bankans í pistli sínum og segjast ánægð með að nefndin muni nota þau tæki sem hún hafi yfir að ráða. Samtökin vilji hins vegar minna á að orðum þurfi að fylgja að- gerðir í þessum efnum. Eins og SI bendir á hafa langtímavextir verið að hækka undanfarið, sem að mati sam- takanna er mjög úr takti við það sem hagkerfið þarf á að halda á þessum erfiðu tímum. Snúa þurfi þeirri hækkun í lækkun. Rætt er um orsakir hækkunar langtímavaxta í Peningamálum Seðlabankans, sem birt voru sam- hliða vaxtaákvörðuninni, en þar seg- ir að væntingar um aukna skuldsetn- ingu ríkissjóðs á næstu árum vegi eflaust þungt í hækkun langtíma- vaxta að undanförnu. Á kynningarfundinum sagði Ás- geir, spurður út í helstu markmið lækkunarinnar núna, að bankinn teldi fasteignamarkaðinn með nægj- anlega örvun eins og er. Hins vegar þyrfti að örva aðra atvinnustarfsemi. „Við viljum fókusa á að bankarnir nýti efnahagsreikning sinn fyrir fyrirtækjalán,“ sagði Ásgeir á fund- inum, en samkvæmt upplýsingum í Peningamálum telja 50% af stærstu fyrirtækjum landsins að þau muni fjárfesta minna á næsta ári, en að- eins 13% telja að þau fjárfesti meira. Kom öllum á óvart Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka segir í samtali við Morgunblaðið að vaxtalækkun bankans hafi komið nær öllum grein- ingaraðilum á markaði á óvart. Segir Jón Bjarki að þegar svo sé í pottinn búið sé það skýrt merki um að bank- inn hafi ekki verið nógu skýr í að- draganda ákvörðunar sinnar um hvers mætti vænta. „Vaxtalækkunin sjálf er kærkomin, en það er óheppi- legt að hún hafi þurft að koma á óvart.“ Aðspurður segir Jón Bjarki afleið- ingu þess að bankinn sé óskýr í að- draganda ákvörðunar sinnar birtast í aukinni óvissu hjá fólki og fyrir- tækjum sem og fjármálakerfinu. „Það er ekki á bætandi á þessum tímum. Þetta verður líka til þess að fjármálastofnanir halda frekar að sér höndum í lánveitingum ef þær vita ekki hvað er fram undan.“ Þá segir Jón Bjarki að skilaboð bankans um hvernig hann ætli að beita sér í kaupum á ríkisskuldabréf- um séu misvísandi, sem geti haft áhrif á að langtímavextir haldist hærri en ella. Jón Bjarki segir ljóst að bankinn hafi minni áhyggjur af heimilunum en fyrirtækjunum, enda hefur sparnaður heimilanna aukist gríðar- lega í kreppunni, eiginfjárstaða þeirra sé sterk og þau séu ekki að lenda í skammtímaskuldavandræð- um. „Ef vaxtalækkunin skilar sér yfir í skammtímavexti fyrir- tækjalána þá eru þetta góðar fréttir fyrir fyrirtækin í landinu.“ 8,5% samdráttur Í máli Ásgeirs á fundinum kom fram að horfur hefðu versnað frá því síðasta spá bankans var gefin út í ágúst, enda ástandið vegna kórónu- faraldursins farið versnandi frá því í sumar. Nóvemberspá Peningamála gerir nú ráð fyrir 8,5% samdrætti landsframleiðslu á þessu ári, sem er einni prósentu meiri samdráttur en spáð var í ágúst. Einnig er spáð minni hagvexti á næsta ári, en eins og bankinn bendir á í spám sínum er óvissa um efnahagshorfur mikil og þróun efnahagsmála mun að tölu- verðu leyti ráðast af framvindu far- sóttarinnar. Hvað ferðamenn varðar spáir bankinn því nú að 750 þúsund ferða- menn komi til landsins á næsta ári, en hann spáði 1,1 milljón ferða- manna í ágústspá sinni. Það þýðir m.a. að bankinn spáir því að útflutn- ingur aukist aðeins um 11-12% á næsta ári, í stað 20% eins og í ágústs- pánni. Jón Bjarki bendir á að í spám Seðlabankans sé mögulega ekki tek- ið að fullu tillit til þeirra jákvæðu frétta sem borist hafa af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ef bóluefni komi og vel gangi að bólusetja gæti þessi tala yfir hingaðkomur ferða- manna hæglega orðið hærri. Vaxtalækkun beint að fyrirtækjum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spár Seðlabankinn spáir því að útflutningur aukist aðeins um 11-12% á næsta ári, í stað 20% eins og í ágústspá sinni. Peningamál » Seðlabankinn spáir 8,5% samdrætti landsframleiðslu í ár í stað 7,1% í ágústspá sinni. » Spá 3,7% verðbólgu að með- altali fram á fyrsta fjórðung næsta árs. Slaki í þjóðarbúinu togar hana niður í verðbólgu- markmið á 3. fjórðungi.  Seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentur  Sparnaður heimilanna aukist gríðarlega  Mikil óvissa vegna kórónuveirunnar  Hagfræðingur Íslandsbanka gagnrýnir óskýrleika í aðdragandanum 32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Lifandi lausnir Nýir tímar í viðburðahaldi harpa.is/lifandilausnir HEIÐI Hlý parka úlpa fyrir börn Kr.18.990.- Stærðir 98-164 ● Velta með bréf Icelandair Group nam 518 milljónum króna í Kauphöll Íslands í gær. Hækkuðu bréf félagsins um 2,9% í viðskiptunum. Hafa bréf félagsins nú hækkað um 40% frá því að hlutabréfaútboði þess lauk í síðari hluta sept- embermánaðar. Nokkur hækkun varð á flestum félögum sem skráð eru á aðallista Kauphall- arinnar í gær. Marel lækkaði þó um 0,5%, Arion banki um 0,5% og Hagar um 0,2%. Næstmest varð hækkun á bréfum TM eða 2,1% í 91 milljónar króna við- skiptum. Talsverð velta var með bréf VÍS eða 330 milljónir og hækkuðu bréfin um 1%. Þá hækkuðu bréf Sjóvár um 1,7% í 217 milljóna króna viðskiptum. Talsverð viðskipti með Icelandair STUTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.