Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 1

Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 4. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  303. tölublað  108. árgangur  Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. 27 MANNS Í NÁN- USTU FJÖLSKYLDU SIGRÚNAR VÍKINGUR OG RAGNAR SAMEINA KRAFTA SÍNA Í NÝRRI JÓLASÖGU GLÆPUR OG TÓNLIST 34FLÓKIN JÓLAKÚLA 10 Aron Þórður Albertsson Andrés Magnússon Viðræður hafa átt sér stað við banda- ríska lyfjarisann Pfizer um að koma um 400 þúsund skömmtum af bólu- efni hingað til lands, eða nægilega mörgum skömmtum til að bólusetja 60% fullorðinna hér á landi. Náist samkomulag eru vonir bundnar við að hér skapist nægilegt hjarðónæmi til að kveða kórónuveiruna niður. Það er Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, sem hefur leitt vinnuna af hálfu Íslands. Hefur hann nýtt tengsl sín við ýmsa stjórn- endur Pfizer, en hann skipulagði m.a. fund með fyrirtækinu í fyrradag. Fundinn sátu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Kári og stjórnend- ur frá lyfjarisanum. Í kjölfarið átti Kári í viðræðum við Pfizer. Aðspurður segir Kári að verið sé að athuga hvort til séu nægilega margir skammtar hjá Pfizer svo hægt sé að mynda hjarðónæmi hér á landi. Ef af verður er um að ræða til- raunaverkefni þar sem kannað er hvort hægt sé að kveða faraldurinn niður hjá heilli þjóð. Bólusetning ætti ekki að taka nema eina til tvær vikur. Yfirmaður bóluefnateymis Pfizer kom með tillögu að rannsókninni, en hann hefur jafnframt sagt að verkefnið sé spennandi mögu- leiki. Óljóst er þó hvort til sé nægi- lega mikið magn af bóluefni. „Það er verið að kanna hvort til sé bólu- efni og það hefur enn ekki verið haft samband. Ég get ekki lofað nokkrum sköpuðum hlut þótt ég sé að reyna, en ég væri ekki að þessu nema ég héldi að þetta væri möguleiki,“ segir Kári. Ljóst er að hér á landi eru einstak- ar aðstæður til þess að grípa til svo umfangsmikilla og skjótra aðgerða hjá heilli þjóð. Tilgangur verkefnisins af hálfu Pfizer væri að fá af því reynslu og upplýsingar, sem nýttust við bólusetningu annars staðar í heiminum. Um allan heim eru nú víð- tækar bólusetningaraðgerðir í bí- gerð, en sjálf bóluefnin eru mjög mis- langt á veg komin og eftirspurnin svo mikil, að næsta ár mun tæplega end- ast til þess að ljúka almennri fjölda- bólusetningu í öllum löndum. Kári vill um 400.000 skammta  Hefur rætt við stjórnendur Pfizer  60% fullorðinna bólusett á einni til tveimur vikum  Ef af verður er þetta tilraunaverkefni um hjarðónæmi hjá heilli þjóð Kári Stefánsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðileg jól

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.