Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 3 7 verslanir um land allt Hafnargötu 52Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Varanlegar aðgerðir til að verja byggðina á Seyðisfirði fyrir ofanflóð- um eru í undirbúningi. EFLA verk- fræðistofa hefur unnið að frum- athugun varna vegna skriðuhættu fyrir svæðið í samvinnu við sviss- neska sérfræðinga, samkvæmt frétt umhverfis- og auðlindaráðuneyt- isins. Reiknað er með því að tillögur að aðgerðum í fyrsta áfanga ofan- flóðavarna fyrir Botnasvæðið liggi fyrir vorið 2021. Þær munu líklega miða að því að beina aurflóðum og skriðum í ákveðna farvegi og set- þrær. Einnig á að auka rannsóknir og vöktun á svæðinu. „Þessi vöktun og rannsóknir eru nauðsynlegar til að undirbúa hönnun framkvæmda til að lækka grunn- vatnsborð og leiða vatn út úr setlög- um til þess að auka stöðugleika þeirra. Markmið varnaraðgerðanna er að tryggja öryggi íbúa á svæðinu. Einnig er stefnt að því að hefja framkvæmdir við snjóflóðavarnir á Seyðisfirði á næsta ári,“ segir í frétt ráðuneytisins. Jarðfræðirannsóknir Veðurstof- unnar 2003-2017 sýna að stórar, for- sögulegar skriður féllu þar sem suðurhluti Seyðisfjarðarkaupstaðar stendur. Ummerkin um skriðurnar sýndu að endurskoða þurfti ofan- flóðahættumat frá 2002 undir Neðri- Botnum í suðurhluta bæjarins. Endurskoðað og útvíkkað hættumat fyrir Seyðisfjörð var staðfest af um- hverfis- og auðlindaráðherra í mars 2020. Skriðuföll í Ólafsfirði Skriðuföllin á Seyðisfirði minntu menn á skriður sem féllu í Ólafsfirði 28. ágúst 1988. Tvö hús urðu fyrir skriðunum og skemmdir urðu á lóð- um tíu annarra húsa. Tveir bílar urðu fyrir skriðu, annar mannlaus, en engan sakaði. Sólarhringsúrkoma í Kálfsárkoti mældist 123 mm þenn- an dag. Óbeinar mælingar og frá- sagnir heimamanna bentu til þess að úrkoman hefði verið talsvert meiri í kaupstaðnum og nágrenni, sam- kvæmt skýrslu Veðurstofu Íslands, Ofanflóð í Ólafsfirði (2004). Eftir flóðin 1988 voru grafnir skurðir í laus jarðlög í hlíðinni ofan við byggðina til að ræsa fram grunn- vatn og draga þannig úr hættu á aurflóðum. Skurðirnir voru dýpkaðir og lagaðir 2001, samkvæmt skýrsl- unni. Mikil úrkoma olli skriðunum Skriðuföllin á Seyðisfirði á dög- unum og skriðuföllin í Ólafsfirði 1988 eru að því leyti sambærileg að þau komu úr bröttum fjallshlíðum ofan við byggð eftir gríðarlega úr- komu, sagði Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. „Hluti af aurflóðunum í Ólafsfirði var grýttur en mest var það vatns- ósa jarðvegur sem barst um bæinn og breiddi úr sér eins og vatn. Það var mjög ólíkt því sem gerðist á Seyðisfirði. Stóra skriðan á Seyðis- firði er úr grófara efni úr dýpri set- lögum og kom inn í bæinn á meiri hraða. Hún var ekki úr yfirborðs- jarðvegi heldur úr jökulruðningi í hlíðinni,“ sagði Tómas. Hann sagði að víða um landið þar sem byggðir standa undir bröttum hlíðarfótum eins og á Patreksfirði, Bíldudal, Siglufirði og Ólafsfirði, hefðu verið grafnir skurðir neðar- lega í hlíðunum til að greiða regn- og leysingavatni leið til sjávar. Á Seyðisfirði er hins vegar verið að kanna möguleika á eiginlegum vörnum sem beinast að upptaka- svæði mögulegra skriðufalla. Þær geta m.a. falist í því að ræsa fram vatn til að draga úr jarðvatnsþrýst- ingi í sjálfu upptakasvæði mögu- legra skriðna. Varanlegar skriðuvarnir í undirbúningi  Athuganir vegna skriðuhættu á Seyðisfirði í vinnslu  Tillögur í vor Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Merki eru um stórar forsögulegar skriður í firðinum. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Rúmlega 100 Seyðfirðingar munu ekki halda jól á heimilum sínum þetta árið vegna stærstu aurskriðna sem fallið hafa á mannabyggðir frá land- námi. Sveitarstjóri Múlaþings segir að alhliða hreinsunarstarf sé lang- tímaverkefni og að fyrst á dagskrá sé að veita íbúum Seyðisfjarðar áfalla- hjálp. Útlit er fyrir enn meira rign- ingaveður á morgun og næstu daga og því treysta aðilar á vegum Múla- þings sér ekki inn á sjálft skriðu- svæðið og horfa frekar til þess að hefja þar alhliða hreinsunarstarf hinn 27. desember. „Við urðum að hætta hreinsunarstarfi alveg þegar önnur skriðan féll núna á föstudag,“ segir Björn Ingimarsson, sveitar- stjóri Múlaþings, í samtali við Morg- unblaðið. „Við höfum nýtt tímann síð- an þá til þess að skipuleggja þetta starf,“ bætir hann við. „Menn hófust handa við það í dag að hreinsa til á hafnarsvæðinu þar sem varð mikið rask og brak fór í sjó fram. En menn eru ekki byrjaðir að eiga við skriðuna sjálfa, það er langtímaverkefni sem starfsfólk sveitarfélagsins hefur ver- ið að skipuleggja síðustu daga og mér er sagt að sú skipulagsvinna gangi vel.“ Margir Seyð- firðingar kjósa að eyða jólunum fjarri heimilum sínum. Næst verður það skoðað hinn 27. desem- ber hvort unnt sé að hleypa fleiri Seyðfirðingum til síns heima. „Ég veit um einhver dæmi þess að íbúar hafi þegið boð um gistingu yfir jólin bæði hér í nágrenninu og eins á höf- uðborgarsvæðinu. Við horfðum til þess fyrst þegar við rýmdum að hót- elrými hér myndi nýtast fyrir fólk til að dvelja í yfir jólin en höfum síðan farið að skoða hentugra húsnæði í Múlaþingi. Annars hafa komið góð boð hvaðanæva af landinu. Björn segir jafnframt að enn sé ótti meðal Seyðfirðinga um hvert framhaldið verður. „Auðvitað er enn ótti meðal íbúa. Raunar væri bara skrýtið ef svo væri ekki. Það sem við munum horfa til núna fyrst og fremst og leggja áherslu á er að veita íbúum áfallahjálp. Svona áföll ganga ekkert yfir á einni nóttu,“ segir Björn. Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Frá aðgerðum björgunarsveitarmanna. Hreinsunarstarf fer væntanlega af stað 27. desember. Öðruvísi jól hjá íbú- um Seyðisfjarðar í ár  Skoða næst 27. desember hvort hleypa megi fleirum heim Björn Ingimarsson Náttúruhamfaratryggingum Íslands hafa borist hátt í 30 tilkynningar um tjón vegna aurskriðnanna á Seyðisfirði í síðustu viku. Þar af eru tólf tilkynningar um altjón á fast- eignum. Hulda Ragnheiður Árnadótt- ir, framkvæmdastjóri Náttúru- hamfaratryggingar, segir að áætlanir geri ráð fyrir að tjón- ið hlaupi á rúmum milljarði króna þegar allar tilkynningar hafa borist. Sjóðurinn stendur vel undir áfallinu en í lok síð- asta árs var eigið fé hans 44,1 milljarður króna sam- kvæmt ársreikningi síðasta árs. Hulda Ragnheiður segir að mikið sé um altjón eftir skrið- urnar. 30 tilkynn- ingar um tjón MIKIÐ UM ALTJÓN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.