Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020
Við erum í næsta nágrenni! www.apotekarinn.is
OPIÐ ALLA DAGA
YFIR HÁTÍÐARNAR
Í AUSTURVERI
Starfsfólk Apótekarans óskar viðskiptavinum
sínum gleðilegrar hátíðar
8–18
24. des
Opið
9–24
25. des
Opið
9–24
26. des
Opið
9–24
27. des
Opið
8–24
28. des
Opið
8–18
31. des
Opið
9–24
1. jan
Opið
9–24
2. jan
Opið
9–24
3. jan
Opið
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fyrirtækið Suðurdalur ehf. áformar
að koma upp lítilli gufuaflsvirkjun á
Folaldahálsi við Hengilssvæðið, í
landi Króks í Grafningi. Grímsnes-
og Grafningshreppur hefur auglýst
skipulags- og matslýsingu vegna
breytinga á aðalskipulagi og nýtt
deiliskipulag fyrir jörðina.
Eigendur jarðarinnar Króks, und-
ir nafni Suðurdals ehf., létu bora
rannsóknarholu á Folaldahálsi, syðst
í landi sínu, á árinu 2018, í þeim til-
gangi að kanna hvort þar væri nýti-
legur jarðhiti til upphitunar fyrir
sumarhúsabyggð á jörðinni. Fram
kemur í skipulagslýsingunni að próf-
anir hafi leitt í ljós að jarðhitavökv-
inn er þurr gufa og hentar ekki vel til
öflunar á heitu vatni. Hins vegar
henti jarðhiti í þessu formi mjög vel
til framleiðslu raforku, meðal annars
fyrir sumarhúsabyggð og aðra
mögulega starfsemi í landi Króks.
Einnig er sá möguleiki talinn fyrir
hendi að selja rafmagn inn á dreifi-
kerfi Rarik.
Rýri ekki verndargildi
Miðað er við 3,9 MW gufuafls-
virkjun. Gert er ráð fyrir að bora
þurfi tvær aðrar borholur og koma
upp gufuskilju, gufuháf áamt gufu-
lögnum og öðrum búnaði virkjunar
auk stöðvarhúss og kæliturna. Ef til
kemur verður lagður jarðstrengur
niður í byggðina. Aðkomuvegur er
hins vegar frá Hellisheiði.
Folaldaháls gengur út úr Kyllis-
felli og er syðst í landi Króks, alveg
við sveitarfélagamörk Ölfuss. Sunn-
an við mörkin eru virkjanir Orku
náttúrunnar. Í skipulagslýsingu
kemur fram að iðnaðarsvæðið sem
verið er að skilgreina undir virkjun
nær ekki inn á svæði á náttúruminja-
skrá. Umhverfisstofnun bendir á í
umsögn að þrátt fyrir það kunni
framkvæmdin að hafa áhrif á vernd-
argildi svæðanna og bendir á mik-
ilvægi þess að skipulagsbreytingin
rýri ekki verndargildi þeirra. Vekur
Umhverfisstofnun athygli á því að
unnið er að friðlýsingu Reykjatorf-
unnar í Ölfusi, þar með töldum
Grændal og Reykjadal. Síðarnefndi
dalurinn er vinsælt göngusvæði og
Grændalur liggur samsíða honum og
er að mestu ósnotið land. Hann end-
ar skammt sunnan við fyrirhugað
virkjanasvæði.
Grændalur í verndarflokki
Fyrirtækið Sunnlensk orka, dótt-
urfélag Rarik, hóf rannsóknir á jarð-
hita í Grændal fyrir um áratug.
Dalnum var raðað í verndarflokk í
rammaáætlun.
Lítil virkjun
á Folaldahálsi
Vilja virkja fyrir sumarhúsahverfi
Kortagrunnur:
OpenStreetMap
Folaldaháls
Hveragerði
Krókur
Folaldaháls
1
H E N G I L L
G RA F N I N GU R
Reykjadalur
G
ræ
ndalur
Fyrirhug uð
gufuafl svirkjun
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Heilbrigðisráðuneytið féllst í gær á
gagnrýni, sem fram kom í umsögn-
um um drög að nýrri reglugerð um
lyfjaverð, og dró í land um þau
ákvæði sem mest var að fundið og
varða mestu hagsmunina. Þau verða
því látin vera óbreytt frá núgildandi
reglugerð, en fyrirhugað er að
leggjast í frekari endurskoðun
hennar með hagsmunaaðilum á
næsta ársfjórðungi.
Niðurstaðan varð í meginatriðum
sú, að ákvæði um viðmiðunarlönd
verði óbreytt frá fyrri reglugerð og
að þar verð áfram miðað við Norð-
urlönd. Sömuleiðis að hámarksverð
á Íslandi miðist við meðalverð en
ekki lægsta verð í EES-löndum eins
og ráðgert var.
Þar ræðir um veigamestu breyt-
ingarnar, sem mestu hefðu skipt, en
lyfjafyrirtæki – innlend sem erlend
– vöruðu eindregið við því að nær
ómögulegt væri að starfa í því um-
hverfi og að lyfjaöryggi í landinu
yrði stefnt í voða með henni.
Þar var bent á að Ísland væri ör-
markaður, sem ekki næði hagstæð-
ustu innkaupasamningum, þannig
að erfitt eða vonlaust væri að lyfja-
heildsölur eða framleiðendur hér
gætu jafnað lægsta verð á gervöllu
Evrópska efnahagssvæðinu. Það
hefði óhjákvæmilega í för með sér
að lyfjum á lyfjaskrá fækkaði enn
frekar og samkeppni minnkaði. Það
stefndi lyfjaöryggi og lyfjaframboði
í hættu og myndi gera það að verk-
um að ný lyf bærust síður til Ís-
lands eða alls ekki. Þá komu m.a.
fram umsagnir erlendra lyfjafram-
leiðenda, sem kváðust þurfa að taka
markaðsstarf sitt og lyfsölu til Ís-
lands til endurskoðunar ef af reglu-
gerðarbreytingunni yrði.
Það voru þó ekki aðeins þeir, sem
eiga beinna fjárhagslegra hags-
muna að gæta, sem gerðu eindregn-
ar athugasemdir við þessi atriði.
Sama afstaða kom meðal annars
fram frá Lyfjafræðingafélagi Ís-
lands og sjúklingasamtökum.
Rúna Hauksdóttir Hvannberg,
forstjóri Lyfjastofnunar, benti á það
að þeir, sem gert hefðu þessar at-
hugasemdir við reglugerðardrögin,
væru einmitt þeir, sem best þekktu
til á þessum markaði, án þess þó að
hún tæki opinbera efnislega afstöðu
til athugasemda þeirra.
Nýja reglugerðin tekur gildi um
áramót, um leið og ný lyfjalög, en
þau voru lengi í smíðum.
Fyrrnefnd reglugerðar-
drög voru hins vegar ekki
lögð fram fyrr en að kvöldi 8.
desember, án undangengins
samráðs, og umsagnarfrestur
aðeins til 20. desember. Það
þótti ekki til fyrirmyndar um
góða stjórnsýslu, auk þess
sem vafamál væri að
reglugerðin væri í
samræmi við lögin
eða markmið
þeirra.
Ráðuneytið dró í land um lyfjaverð
Heilbrigðisráðuneytið féll frá umdeildum reglugerðarbreytingum Norðurlöndin verða áfram
viðmiðunarlönd Íslands Meðalverð á Norðurlöndum en ekki lægsta verð á EES haft til hliðsjónar
Morgunblaðið/Friðrik
Lyf Ráðuneytið vildi að lyf á Íslandi yrðu á lægsta verði í EES, en hætt er við að þá hefðu fá lyf verið í boði.
„Þetta er rosalega mikill léttir,“
segir Jakob Falur Garðarsson
framkvæmdastjóri Frumtaka,
samtaka framleiðenda frum-
lyfja. „Eins og segir í niður-
stöðunni hefur ráðuneytinu
ekki unnist tími til annars en að
bregðast við þessum stærstu
ásteytingarsteinum, en síðan
verður reglugerðin endur-
skoðuð í samráði við hags-
munaaðila á fyrsta ársfjórðungi
2021. Það er það besta sem gat
gerst, þetta er besta niðurstaða
sem búast mátti við, og gott að
ráðuneytið sá að sér, svo það er
ekki bara valtað yfir lyfjageir-
ann í þessu mikilvæga máli.“
Jakob telur að þarna hafi
átt sér stað mistök, sem
nú er verið að vinda ofan
af, en gott að ráðu-
neytið hafi brugðist
skjótt við ábendingum
um augljósa galla. Það
kæmi í veg fyrir að lyfja-
öryggi í landinu kæmist í
uppnám, sem varðaði
alla. „Það er góð jóla-
gjöf.“
„Besta
niðurstaðan“
LYFJAGEIRINN
Jakob Falur
Garðarsson