Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 12

Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Auðvitað er stórundarlegupplifun að hefja þjón-ustu á nýjum stað og fáekki að hitta söfnuðinn við helgihaldið. Að taka messurnar upp á myndband nú um miðjan des- embermánuð til þess svo að sýna á samfélagsmiðlun er sérstök tilfinn- ing. Að syngja Heims um ból áður en jólin eru gengin í garð fyrir framan upptökuvélar er líka óvenjulegt,“ segir sr. Sigríður Kristín Helgadóttir, sóknarprestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Stóri vinningurinn Helgihald í kirkjum landsins verður vegna samkomutakmarkana og kórónuveirunnar með allt öðru móti en venjan er. Messuhaldið fer fram í hinni stafrænu veröld og verður svo að vera. „Guði sé lof fyr- ir tæknina,“ segir Sigríður sem tók við sem sóknarprestur á Breiða- bólstað 1. október síðastliðinn, eftir að hafa verið lengi áður prestur við Fríkirkjuna í Hafnarfirði. „Hér hefur fimm sóknum verið steypt saman í eitt prestakall og það þarf ákveðna lagni að sam- ræma og samþætta starfið svo eng- inn sé út undan. En þetta er eins og að vinna stóra vinninginn að vera valin prestur í þessu prestakalli,“ segir presturinn sem þjónar Breiðabólstað og Hlíðarenda í Fljótshlíð, Stórólfshvoli við Hvols- völl, Akurey og Krossi í Land- eyjum, aukheldur sem þar í sveit er kapella á Voðmúlastöðum. Allt eru þetta byggingar sem hefur verið vel við haldið enda eiga þær sér langa og merka sögu. Messan úr Rangárþingi eystra sem sýnd verður í kvöld var tekin upp fyrir nokkru í Stórólfshvols- kirkju, jóladagsmessan kemur frá Krossi og aftansöngur á gamlárs- kvöld var tekinn upp á Breiða- bólstað fyrir nokkru síðan. Safnaðarstarfið er dýrmætt „Mér fannst afskaplega ánægjulegt að fá að hitta hluta af kórnum við þessa messu og syngja með fólkinu. Þó vorum við öll á bak við grímur á æfingumog héldum fjarlægð og virtum fjöldatakmark- anir. Maður finnur svo sterklega hvað safnaðarstarfið er allt saman dýrmætt nú þegar við lifum við þessi höft,“ segir Sigríður sem gat haldið út fermingarstarfi og sunnu- dagaskóla nokkuð fram á haustið eða þar til samkomureglurnar voru hertar og tekið fyrir mannamót. Til dæmis hefur fermingar- fræðslan í prestakallinu að und- anförnu öll verið á zoom og sjálf segir presturinn að tölvan og sím- inn séu nú sín helstu verkfæri í starfinu. Flestir atburðir gleymast og sögð orð skolast út, rétt eins og vatnið sem rennur undir brúna. Fæðing frelsarans á Betlems- völlum fyrir 2020 árum er hins vegar alltaf í minnum höfð og stærsta frétt allra tíma. Sr. Sigríð- ur segir skoðun sína líka þá að jólaguðspjallið eigi alltaf erindi við okkur. Ekki síst fyrir það hvernig Guð mætir okkur í litlu barni. Þar stígur Guð inn í myndina „Flest fermingarbarnanna minna segjast aðspurð hafa haldið á nýfæddu barni og finna þá til sérstakrar tilfinningar. Barnið fæðist við fátæklegar aðstæður og fjarri ysnum í Betlehem. Í dag er- um við öll að draga okkur í hlé, finnum til einsemdar og mörg sakna ástvina. María og Jósef taka á móti barninu flestum fjarri og eiga hvergi höfði sínu að halla. Þar stígur Guð inn í myndina; steig inn í sögulegt samhengi þegar Ágústus var keisari. Og enn í dag kemur hann inn á sviðið, nú þegar Guðni Th. er forseti Íslands. Guð birtist okkur sem lítið barn og það gefur okkur tilefni til að hugleiða: Hvaða aðstæður viljum við búa barninu? Hvernig viljium við koma fram og reynast samferðarfólki okkar? Ef við vitum af einhverjum sem er einn á báti, ef það er einhver sem á um sárt að binda þá ber okkur sem kirkju að bregðast við, sem er líka gert,“ segir sr. Sigríður Kristín Helgadóttir, sóknarprestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, að síð- ustu. Helgihaldið nú í stafrænni veröld Jól! Guði sé lof fyrir tæknina, segir séra Sigríður Kristín Helgadóttir sóknarprestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Helgihald í prestakalli hennar fer nú fram á netinu, en boðskapur jólanna er alltaf hinn sami. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sóknarprestur Þar stígur Guð inn í myndina; steig inn í sögulegt samhengi þegar Ágústus var keisari. Og enn í dag kemur hann inn á sviðið, nú þegar Guðni Th. er forseti Íslands, segir sr. Sigríður Kristín á Breiðabólstað. Fljótshlíð Reisuleg kirkjan á Breiðabólstað var reist árið 1912. Sóknarprestur prestakallsins situr á þessum stað og þjónar einnig Hlíðarenda í Fljótshlíð, Stórólfshvoli og í Landeyjunum eru tvær sóknarkirkjur og kapella. Facebook: Kirkjujól í Rangárþingi eystra Minnst níu guðfræðingar senda frá sér bækur nú í ár og fyrir jól. Bæk- urnar eru um margvísleg efni, en flestar hafa trúarlegt inntak. Þar má til dæmis nefna bókina Í augnhæð – hversdagshugleiðingar eftir Guð- rúnu Karls Helgudóttur sóknarprest við Grafarvogskirkju í Reykjavík. Saga guðanna er eftir sr. Þórhall Heimisson sem nú þjónar í Svíþjóð. Bókin er 410 blaðsíður; ferðalag um heim trúarbragða. Séra Davíð Þór Jónsson sendir frá sér ljóðabókina Allt uns festing brest- ur. Þar er að finna 21 trúarljóð í dróttkvæðastíl, sem eru ort við 13 liði hinnar klassísku messu. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur og há- skólakennari segir frá guðshúsum í bók sinni Augljóst en hulið. Þar fylgir hann lesendum um sögu kirkjubygg- inga allt frá fyrstu húskirkjunum til hinna íburðarmiklu dómkirkna mið- alda og fram á okkar daga. Fyrir nokkru kom út bókin Gljúfrabúar og giljadísir – eyfirskir fossar eftir sr. Svavar Alfreð Jónsson sóknarprest við Akureyrarkirkju þar sem er að finna ljósmyndir af alls 50 fossum í Eyjafirði. Hverri mynd fylgir stuttur texti, bæði fróðleikur um staðhætti og ýmsar útleggingar þar sem guðfræðin með sínum mikla boðskap er nærri. Táknin í náttúrunni eru sömuleiðis þráðurinn í bókinni Íslensku fugl- arnir og þjóðtrúin eftir sr. Sigurð Ægisson á Siglufirði. Teknir eru til umfjöllunar allir íslenskir reglu- bundnir varpfuglar í hérlendri og erlendri þjóðtrú og sagt hverju þeir tengdust. Eftir sr. Fritz Má Jörgensson er skáldsagan Drottningin, spennusaga um svik, morð og valdatafl í ofbeld- isfullum veruleika á Íslandi. Þá er sr. Pétur Þorsteinsson í Óháða söfn- uðinum í Reykjavík svo með nýja út- gáfu af Pétrísk-íslensku orðabókinni þar sem finna má alls 3.000 nýyrði í íslenskri tungu sem Pétur hefur ým- ist smíðað eða skráð. Þá gefur Kirkjuhúsið út Litlu biblíuna eftir sr. Karl Sigurbjörns- son fv. biskup; myndskreytta bók með 60 sögum úr Biblíunni. Þá eru komnar út í þýðingu Karls skáldsag- an Lila og Leiðin heim – vegur krist- innar íhugunar. Sömuleiðis er kom- in út Bænabókin eftir Karl; ný og ítarlega útgáfa. sbs@mbl.is Prestar með bækur  Flestar með boðskap og trúarinntak Guðrún Karls Helgudóttir Davíð Þór Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.