Morgunblaðið - 24.12.2020, Side 16

Morgunblaðið - 24.12.2020, Side 16
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Um síðustu helgi var umferð hleypt á báðar akreinar Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi en unnið hefur verið að breikkun vegarins á þessum 1.000 metra kafla undanfarna mánuði. Verktakinn Ósatak vinnur nú að lokafrágangi verksins. Eftir er vinna við vegrið og götulýsingu á veginum og frágang undirganga á Krókhálsi. Nú þegar þessum áfanga er að ljúka er rétt að huga að framhaldi breikkunar Suðurlandsvegar, þ.e. frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Kaflinn sem verður tvöfaldaður í umræddum áfanga er alls 5,3 kílómetrar. Þann 20. maí 2020 barst Skipu- lagsstofnun tillaga Vegagerðarinnar að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar breikkunar Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Nú hefur Skipulagsstofnun tekið ákvörðun og birt á vef sínum. Fallist er á tillögu Vegagerðarinnar með skilyrðum. Umsagnir um tillögu að matsáætl- un bárust frá 13 sveitarfélögum, stofnunum og nefndum og tveimur einstaklingum. Mengun hefði slæm áhrif Skipulagsstofnun leggur sérstaka áherslu að í frummatsskýrslu þurfi að gera grein fyrir áhrifum á vatns- vernd og m.a. byggja á áhættumati. „Fyrirhuguð framkvæmd er innan vatnsverndarsvæðis þaðan sem stór hluti höfuðborgarbúa fær vatn sitt. Ljóst er að áhrif þess að mengun berist í vatnsból á svæðinu geta ver- ið afar slæm og því ríkir hagsmunir af því að fjallað verði með ítarlegum hætti um möguleg áhrif fram- kvæmdar á vatnsvernd og mótvæg- isaðgerðir,“ segir Skipulagsstofnun Veitur ohf. benda auk þess á í um- sögn að mikilvægt sé að í frummats- skýrslu verði ítarleg umfjöllun um mengunarhættu vegna framkvæmda og reksturs vegarins, þ.e. umferð vinnuvéla, notkun mengunarefna, bílaumferð og möguleg slys á fram- angreindum þáttum. Sú umfjöllun þurfi einnig að ná yfir breytingar á umferð á framkvæmdatíma. Í frummatsskýrslu þarf umfjöllun um áhrif á fornminjar að byggjast á skráningu fornminja sem samræm- ist núverandi stöðlum Minja- stofnunar Íslands. Hafa þarf samráð við Skipulagsstofnun um val á sjón- arhornum og framsetningu mats á áhrifum á landslag og ásýnd. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir hvort hljóðvist fari yfir leyfileg mörk á útivistarsvæðum. Í tillögu að matsáætlun kemur fram að þétt byggð er við framkvæmda- svæðið við Selás og Norðlingaholt. Hljóðstig er hæst við húsvegg hjá húsum við Viðarás á bilinu 50-65 dB. Viðmiðunargildi samkvæmt reglu- gerð er 55 dB. við húsvegg. Hljóð- stigið í Rauðavatnsskógi næst veg- inum er yfir þeim mörkum sem sett eru í reglugerð fyrir útivistarsvæði. Hljóðstig á stígum meðfram Rauða- vatni vestanverðu er einnig yfir mörkum. Í tillögu að matsáætlun kemur fram að í 1. og 2. áfanga fram- kvæmdarinnar sé áformað að breikka Suðurlandsveg frá Bæjar- hálsi að Hólmsá án mislægra vega- móta. Fyrsti áfanginn, Bæjarháls- Norðlingavað, er á dagskrá árið 2027, samkvæmt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðins. Seinni áfang- inn verður væntanlega strax í kjöl- farið. Í áföngum 3-5 sé áætlað að byggja mislæg vegamót við Breiðholtsbraut, Norðlingavað og Hafravatnsveg. Óvissa er uppi um hvenær fram- kvæmdir hefjast við áfanga 3-5. Huga þarf vel að vatnsvernd  Skipulagsstofnun hefur fallist á matsáætlun Vegagerðarinnar vegna breikkunar Suðurlandsvegar milli Bæjarháls og Hólmsár  Fyrirhuguð framkvæmd er innan vatnsverndarsvæðis Reykjavíkur 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Næsta framkvæmd breikkunar Suðurlandsvegar, næst höfuð- borginni, verður kaflinn frá Hólmsá að Fossvöllum. Þessi kafli vegarins er um það bil 5 kílómetra langur. Unnið er að verkhönnun og stefnt að útboði á fyrstu mánuðum ársins 2021 þannig að framkvæmdir geti hafist með vorinu, samkvæmt upplýsingum G. Péturs Matt- híassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Allnokkur ár eru liðin síðan breikkaður var kaflinn frá Foss- völlum í Lögbergsbrekku ofan við Lækjarbotna og upp í Draugahlíðabrekku austan við Litlu kaffistofuna. Lengd þess kafla var um 6,5 km. Hólmsá að Fossvöllum NÆSTA BREIKKUNBreikkun Suðurlands- vegar í Reykjavík Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda Suður- landsveg frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Byggð verða þrenn mislæg vegamót og veg- urinn verður byggður í allt að fi mm áföngum. Vesturlandsvegur Suðurlandsvegur Suðurlandsvegur Breiðholtsbraut Rauðavatn Hólmsá Hólmsheiði Hádegishæð ÁRBÆR HÓLAR GRAFARHOLT NORÐLINGA- HOLT HVÖRF Elliðavatn 1. áfangi Tvöföldun Suðurlands- brautar frá Bæjarhálsi að Norðlingavaði 3. áfangi Mislæg gatna- mót í stað hringtorgs við Breiðholtsbraut 2. áfangi Tvöföldun Suðurlands- brautar frá Norðlinga- vaði að Hólmsá 5. áfangi Mislæg gatnamót við Hafravatnsveg. 4. áfangi Mislæg gatnamót við Norðlingavað Morgunblaðið/Árni Sæberg Suðurlandsvegur Um síðustu helgi var umferð hleypt á báðar akreinar vegarins milli Vesturlandsvegar og Bæjarháls. Unnið er að lokafrágangi. Hurðir • Vottaðar gæðahurðir frá Þýskalandi • Innihurðir, útihurðir og eldvarnarhurðir • Mikið úrval efnis og lita Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er smá brekka í þessu og því miður óvíst um framhaldið,“ segir Jóhann Sveinn Friðleifsson, mark- aðsstjóri hjá Nathan & Olsen. Athygli hefur vakið að hið vinsæla morgunkorn Lucky Charms, sem frægt er fyrir litríka sykurpúða, hef- ur ekki fengist í verslunum á Íslandi að undanförnu. Lucky Charms á sér stóran hóp aðdáenda hér á landi sem annars staðar, einkum af yngri kyn- slóðinni, og mun það varla gleðja þá að ekki er útlit fyrir að Lucky Charms komi í hillur verslana í bráð. Kynna nýjar tegundir „Skilaboðin sem við fáum frá okk- ar birgi, General Mills, er að ástæð- an fyrir þessu sé Covid og ástandið af völdum þess þarna úti. Við höfum ekki fengið framleiðslu á okkar pakka, sérstökum íslenskum umbúð- um, í töluverðan tíma,“ segir Jó- hann. Hann segir að ekki komi til greina að kaupa morgunkornið beint inn frá öðrum birgi. „Við getum ekki tryggt að pakki annars staðar frá mæti öllum okkar kröfum,“ segir hann. Hann segir að Lucky Charms hafi alltaf selst ágætlega á Íslandi og haft sérstöðu á markaði. Ekki sé bú- ið að útiloka að morgunkornið verði aftur fáanlegt en neytendur verði þó að búa sig undir þann möguleika að svo verði ekki. „Við höfum stöðugt verið að ýta á birginn en án árangurs. Góðu frétt- irnar eru þær að við ætlum að kynna einhverjar nýjar tegundir í sölu á næsta ári.“ Lucky Charms ófáanlegt á Íslandi  Framleiðslan stöðvuð vegna Covid Horfið Lucky Charms sést ekki lengur í hillum verslana hérlendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.