Morgunblaðið - 24.12.2020, Side 43

Morgunblaðið - 24.12.2020, Side 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Góð móðir er í dag kvödd hinstu kveðju. Ljúfar minningar, þakk- læti og sterkar til- finningar koma fram í hugann sem vert er að þakka fyrir. Ferðalögin, samveran, spilamennskan og ljós- ið sem hún er í lífi okkar allra. Kveðja mín og þakkir fyrir sam- fylgdina í 81 ár er með þessu ljóði. Hjá mömmu lifði ljósið bjart sem loga fékk á kerti, þess máttur lýsti myrkrið svart og mína hugsun snerti. Hún kvaddi okkar æviveg svo ástrík fyrir skömmu en árum saman átti ég indæl jól hjá mömmu. Nú kemur jólakvöldið senn með kalda, dökka skugga og ljós frá mömmu lifir enn, hún lét það út í glugga. (KH) Þín dóttir Elín (Ellý). Árið er 1965 eða 1966. Skopp- andi við hlið móður minnar, vestur Gnoðarvoginn á leiðinni til ömmu í Ljósheimum. Það er fyrsta minn- ing mín með ömmu minni og nöfnu. Alla tíð síðan skipaði amma stóran sess í lífi mínu og var fyr- irmyndin mín og manneskjan sem ég vitnaði oft í. Göngutúrarnir til ömmu voru reglulegir og sama viðkvæðið alla tíð hjá mér um leið og ég var komin inn. „Amma mín, ég er svo svöng.“ Önnur skýr bernskuminning með ömmu var á Skólavörðuholtinu, ég og amma að borða ís í brauðformi. Ég trúlega ekki mikið eldri en fjögurra ára. Minningar mínar eru samofnar minningum annarra afkomenda ömmu, en við erum rétt um 100 talsins, beinir afkomendur og ætt- liðirnir orðnir fimm fyrir um 20 ár- um. Við eigum öll okkar sögur. Fjölskyldan okkar, eða hrúgan hennar ömmu sem er aldrei kölluð annað en Hrúgan, er sérstaklega samhent. Ég hélt að allar fjöl- skyldur væru svona. Saman um jólin – yfirleitt allir sem staddir eru á landinu og saman í útilegu á hverju ári, þar eru líka allir mættir sem mögulega komast. Í sumar hittumst við vel yfir 100 manns. Amma var þar hrókur alls fagn- aðar, rétt að verða 101 árs. Hló og skemmti sér yfir látunum og leikj- unum okkar. Ég átti þess kost að sitja hjá henni góðar stundir milli Guðrún Helgadóttir ✝ Guðrún Helga-dóttir fæddist 10. október 1919. Hún lést 6. desem- ber 2020. Útförin for fram 17. desember 2020. bylgju 2 og 3 í Co- vid-19 og spyrja hana spjörunum úr. Aðallega var ég að falast eftir sögu hennar milli 1936 og 1969. Minni ömmu var ótrúlegt. Ef við erum að tala um að harði diskurinn í tölvunni geti geymt einhver gígabæt, þá gat amma geymt a.m.k. nokkur megabæt. Hún mundi nöfn og ekki bara nöfnin, heldur einnig persónueinkenni margra sem hún hitti á lífsleið- inni, ártöl, hvað hún fékk í laun, hvað var greitt mikið í leigu og margt annað sem ég er svo rík af að hafa fengið að heyra. Mesta byltingin á hennar ævi var árið sem fyrstu gúmmístígvélin komu. Það gjörbreytti svo mörgu fyrir fólkið í sveitinni og sjómennina. Þessu áttum við ekki von á, en eft- ir á að hyggja þá hefur þetta breytt miklu til hins betra. Ég bjó um árabil í Eyjum og var að sjarma fyrir ömmu að koma á þjóðhátíð, þar sem hún hafði aldrei gert það á sínum yngri árum. Hún lét til segjast ár- ið 2000, þá 80 ára gömul. Hún lét ekki þar við sitja og kom aftur 2010, þá orðin 90 ára. Við gönt- uðumst með það að þetta væri orðin hefð hjá henni að koma á þjóðhátíð á 10 ára fresti. Ef ekki hefði verið Covid hefðum við átt að vera á þjóðhátíð í ár, en hún féll niður. Ömmu var tíðrætt um það hvað okkur kom alltaf vel saman og hve fjölskyldan var samhent. Hún var svo þakklát fyrir börnin sín og ég lét hana vita að það sæmi væri hjá barnabörnum hennar, þriðju kyn- slóðinni. Við erum miklir vinir, höldum okkar þorrablót og næsta kynslóð, langömmubörnin hittast líka og halda sitt þorrablót. Amma myndi aldrei samþykkja að kalla það þorrablót, því eitt- hvað er maturinn frjálslegri. Skömmu fyrir andlátið sat ég hjá ömmu og fór með ljóð fyrir hana, nýtt ljóð sem var í jólakort- inu til hennar. Eftir lesturinn leit hún á mig og sagði „aftur“. Ég las það því aftur og vil lesa það enn einu sinni fyrir hana: Lausnir Ljúf er dýrð á ljóssins dögum lausnarans og friðar. Birtir upp með bestu sögum, blessun jóla siðar. Heimur mætti háska pestar, heima sátu lýðir. Jesús, gef um jól til restar, jafnar frelsis tíðir. (KB, nóv 2020) Hvíl í friði elsku amma mín Þín dótturdóttir Guðrún Helga Bjarnadóttir. Meira: mbl.is/andlat Elsku Geiri Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður Sigurgeir Höskuldsson ✝ Sigurgeir Hösk-uldsson fæddist 27. ágúst 1944. Hann lést 22. nóv- ember 2020. Útför Sigurgeirs var gerð 4. desem- ber 2020. heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Hvíldu í friði kæri vinur. Sigfinnur, Guðrún, Jónas, Hannes og Soffía Elsku Erlendur minn. Þakka þér fyrir yndisleg sjö ár og þakka þér fyrir að sannfæra mig um að þú sért ekkert að fara neitt nema heim, því nú þarft þú ekki lengur á efnislíkamanum að halda. Erlendur Haraldsson ✝ Erlendur Har-aldsson fædd- ist 3. nóvember 1931. Hann lést 22. nóvember 2020. Útför Erlendar fór fram 9. desem- ber 2020. Ég læt mig hlakka til að þú takir á móti mér þegar minn tími kemur, eins og við vorum búin að lofa hvort öðru, að sá sem fer fyrst tekur á móti hinu. Er líður þú inn í ljóssins heima, líkni þér englafjöld. Megi góður Guð þig geyma og gleðin taka völd. (B.J.) Björg Jakobsdóttir. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. Birte Dürke Hansen ✝ Birte DürkeHansen fæddist 29. febrúar 1932. Hún lést 17. nóv- ember 2020. Birte var jarð- sungin 12. desem- ber 2020. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Með þessu ljóði viljum við kveðja ömmu Birtu. Hafi hún þökk fyrir allt. Blessuð sé minning góðrar konu. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Linda Ragnarsdóttir og Markrún Óskarsdóttir. Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Óli Pétur Útfararstjóri s. 892 8947 Dalsbyggð 15, 210 Garðabær Sími 551 3485 • olip2409@gmail.com FALLEGIR LEGSTEINAR Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR DAGBJARTSDÓTTUR, Siddu, sem lést þriðjudaginn 29. nóvember. Halldór Jónatansson Dagný Halldórsdóttir Finnur Sveinbjörnsson Rósa Halldórsdóttir Vilhjálmur S. Þorvaldsson Jórunn Halldórsdóttir Steinunn Halldórsdóttir Raj K. Bonifacius ömmu- og langömmubörn Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF SYLVÍA MAGNÚSDÓTTIR, Þingholtsstræti 27, lést á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 16. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 28. desember klukkan 15. Vegna aðstæðna verða eingöngu nánustu aðstandendur viðstaddir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Guðmundur Kr. Guðmundsson Guðmundur Kristinn Guðmundsson Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir Dögg Guðmundsdóttir og fjölskyldur Okkar hjartkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS ÞORVALDSDÓTTIR, fyrrverandi borgarbókavörður, andaðist 13. desember á Hrafnistu, Hafnarfirði. Útför fer fram í Fossvogskirkju 30. desember klukkan 13 að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Þeim sem vilja minnast Þórdísar er vinsamlegast bent á góðgerðarsamtök. Streymi frá athöfn á utfor-thordisar.is Þorvaldur Jónsson Aðalbjörg Þórðardóttir Guðrún J. Bachmann Leifur Hauksson Gunnar Þór Jónsson Sigrún Lára Jónsdóttir ömmubörn og langömmubörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI HELGI KRISTBJÖRNSSON, lést á Hjúkrunarheimilinu Seltjörn mánudaginn 21. desember. Guðrún Inga Bjarnadóttir Kristbjörn Bjarnason Steinunn Björg Jónsdóttir Valgerður Bjarnadóttir Óskar G. Hallgrímsson Ásta S. Ólafsdóttir Henrik Tryggvason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR EIRÍKSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 21. desember. Útför hennar mun fara fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. janúar klukkan 13:30. Vegna aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfninni á Facebook-síðunni jarðarfarir í akureyrarkirkju - beinar útsendingar. Sérstakt þakklæti til starfsfólks Sjúkrahússins á Akureyri fyrir umhyggju og alúð. Valdemar Thorarensen Lára Thorarensen Þórarinn Hafdal Guðni Thorarensen Guðrún Thorarensen Ástþór Stefánsson Sveinn Thorarensen Hrönn Björgvinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.