Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 44

Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 44
Deildarstjóri upplýsingatæknideildar Lyfjastofnun er ríkisstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Helstu hlutverk stofnunarinnar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit með lyfjabúðum, lyfjafyrirtækjum, heilbrigðisstofnunum og söluaðilum lækningatækja á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf og lækningatæki til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Hjá Lyfjastofnun starfa rúmlega 70 starfsmenn af 6 þjóðernum. Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Gildi Lyfjastofnunar eru: gæði – traust – þjónusta Nánari upplýsingar um Lyfjastofnun má finna á: www.lyfjastofnun.is Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. • Háskólapróf á sviði tölvunar- eða verkfræði skilyrði, framhaldsmenntun er mikill kostur • Reynsla af rekstri, stjórnun og samningagerð í upplýsingatækni • Þekking á öryggismálum skilyrði • Reynsla af verkefnastjórnun í hugbúnaðargerð er kostur • Þekking á Microsoft Dynamics 365 er mikill kostur • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Leiðtogahæfni, frumkvæði og faglegur metnaður • Teymisvitund og lipurð í mannlegum samskiptum • Nákvæmni, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð • Dagleg stjórnun upplýsingatæknideildar • Stefnumótun og áætlanagerð upplýsingatæknimála • Verk- og kostnaðareftirlit, samningagerð og samskipti vegna aðkeyptrar þjónustu • Verkefnastjórnun hugbúnaðarverkefna, þarfagreining og hönnun sérhæfðra upplýsingakerfa • Ábyrgð og umsjón með innleiðingu sameiginlegra upplýsingakerfa stofnunarinnar • Ábyrgð og umsjón með innkaupum á tölvubúnaði • Ábyrgð og umsjón með fræðslu og þjálfun notenda upplýsingakerfa • Erlend samskipti við systurstofnanir Lyfjastofnun óskar eftir að ráða öflugan einstakling til að veita forstöðu deild sem sér um rekstur og uppbyggingu tölvukerfa stofnunarinnar. Leitað er að sveigjanlegum og jákvæðum leiðtoga sem er reiðubúinn að vinna fjölbreytt og krefjandi starf. Starfshlutfall er 100%. Helstu verkefni: Menntunar- og hæfniskröfur: Nánari upplýsingar um starfið veita: Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225 Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu starfsmanna. Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting og er hagur bæði fyrirtækis og viðkomandi einstaklings að vel takist til. Geislavarnir ríkisins óska eftir að ráða sérfræðing á sviði geislafræði eða eðlisfræði til starfa við stofnunina. Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur einkum í sér verkefni vegna læknisfræðilegrar notkunar geislun- ar. Starfið getur einnig að hluta falið í sér vinnu við aðra verkefnaflokka stofnunarinnar, eftir áhuga og þekkingu starfsmanns. Sjá nánar á vef Geislavarna, www.gr.is. Sérfræðingur á sviði geislafræði/eðlisfræði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.