Morgunblaðið - 24.12.2020, Qupperneq 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020
SANDBLÁSTUR
Sundaborg 3
104Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
Ráðgjöf
Tilboð
Hönnun
Uppsetning
„ÞETTA VERNDAR LÍKA FARÞEGANA
ÞEGAR ÞÚ HNERRAR.”
„ÉG ER VISS UM AÐ HANN GERÐI ÞETTA
EKKI VILJANDI!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... jafna sem ómögulegt
er að leysa.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GRETTIR ER
HEILLAÐUR AF MÉR
STUNDUM STARIR HANN Á
MIG ÚT Í EITT
Í ALVÖRU?
ER ÞETTA
RÉTT?
MERLÍN! GET ÉG ORÐIÐ
GALDRAMAÐUR EINS OG ÞÚ?
VISSIRÐU AÐ ÉG
GET SOFIÐ MEÐ
AUGUN OPIN?
KANNTU
EITTHVAÐ AÐ
TÖFRA?
HA!ÉG GET TÖFRAÐ FRAM KÁSSU
ÚR NÆSTUM HVERJU SEM ER FYRIR
LIÐSFÉLAGANA.
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
R
H
A
A
S
U
S
S
Mér þykir vænt um jólavísunahans Jóns Þorsteinssonar á
Arnarvatni:
Nei, hér er þá dálítil hjörð á beit
og hjarðsveinn á aldri vænum. –
Í hverri einustu Íslands sveit
og afkima fram með sænum
nú stendur hún jólastundin há
með stjörnuna yfir bænum.
Í „Segðu það steininum“, ljóðabók
Jóhönnu Álfheiðar Steingríms-
dóttur, er ljóðið „Jól“:
Skammdegið á skuggavængjum fer
um skrautlýst torg, um útnes, fjöll og
höf,
neista innst í barmi sér það ber,
hin björtu jól, þá dýru náðargjöf.
Mannkyn fagnar þeim við glaum og glys
en gleymir oftast nær að tendra blys
í hjarta sér og glatar þeirri gjöf.
Þetta fallega ljóð, Jólalogi, er eftir
Kristínu L. Jónsdóttur, Hlíð í Lóni:
Kertaljós í litlum glugga
logar gegnum myrka nótt.
Bægir frá þér böli og skugga
blíður geisli, stillt og rótt
Sjá, þér hverfur sorg og efi
sérðu, þetta er leiðin heim.
Allt sem viltu að aðrir gefi
átt þú líka að gefa þeim.
Skýldu þessu litla ljósi
láttu ei vindinn slökkva það.
Þó að hvessi, þó að frjósi
það skal loga í hjartastað.
Ef þú stöðugt að því hlúir
upp mun renna logi skær
Ef þú vonar, ef þú trúir
allt það góða sigri nær.
Þorsteinn Erlingsson orti til
Helga Pjeturssonar 1902:
Í æsku var margt á annan hátt,
og allir á nýju kjólunum;
í musterum álfa og manna kátt
og messað á öllum stólunum.
Þó nú sé af englum orðið fátt
og álfarnir burt úr hólunum,
þá gleður það enn að gefa smátt
að gamni sínu á jólunum.
Alltaf er gott að rifja upp Jólavísu
Jónasar Hallgrímssonar:
Jólum mínum uni ég enn
- og þótt stolið hafi
hæstum guði heimskir menn,
hef ég til þess rökin tvenn,
að á sælum sanni er enginn vafi.
Jólin eru hátíð barnanna. Sig-
urður Breiðfjörð kvað:
Barnið háa í Betlehem
blómgað náð og friði,
blessa smáu börnin sem
brúka fagra siði.
Úr Jólasumbli, vikivaka eftir Grím
Thomsen:
Af því myrkrið undan snýr,
ofar færist sól,
því eru heilög haldin
hverri skepnu jól.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Nú stendur hún jólastundin há
gildir dómarar og allt eftir bókinni.
Ég vann keppnina og árið 2008 skor-
uðu á mig tveir prestar frá Dan-
mörku og Finnlandi og vildu ná af
mér titlinum en þeim varð ekki káp-
an úr því klæðinu. Síðan hefur eng-
inn skorað á mig.“
En hvernig ætli þetta makalausa
ár hafi áhrif á prestinn? „Þegar við
vorum með börnin ung var ég alltaf
að vinna í desembermánuði. Það fór
svo vel að hafa prest með hangikjöt-
inu, svo ég var aldrei heima hjá mér.
Krakkarnir voru vanir þessu, en
núna er ég allt í einu heima að
skreyta jólatréð og ég held þau kunni
bara ágætlega við það. Núna á af-
mælisdaginn ætla ég að skreppa nið-
ur í kirkju rétt fyrir klukkan sex og
flagga og fá mér kaffisopa með org-
anistanum. Svo tek ég flaggið niður
og fer heim til fjölskyldunnar og
þakka Guði fyrir daginn.“
Fjölskylda
Eiginkona Gunnars er Þóra Mar-
grét Þórarinsdóttir, framkvæmda-
stjóri Áss, styrktarfélags, f. 2.11.
1959. Foreldrar hennar eru hjónin
Þórarinn Sighvatsson bóndi á Höfða
í Dýrafirði, f. 21.12. 1922, d. 19.7.
2006, og Karlotta Margrét Rist Jó-
hannsdóttir, f. 13.11. 1919, d. 7.1.
1992.
Börn Gunnars og Þóru eru Anna
Margrét, f. 19.5. 1990, kærasti henn-
ar er Jón Magnússon, og Ari Þór, f.
17.4. 1993. „Svo eigum við Perlu, 11
ára labradorhund.“
Systkini Gunnars eru Einar Þór
flugstjóri og Helga Ágústa, læknir
og innkirtlafræðingur.
Foreldrar Gunnars eru hjónin Sig-
urjón Ari Sigurjónsson, f. 4.9. 1937,
og Þóra Gunnarsdóttir, f. 12.2. 1943,
kaupmenn í Reykjavík.
Gunnar
Sigurjónsson
Þóra Magnúsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Einar Matthías Jónsson
múrari og trésmiður
Helga Ágústa Einarsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Gunnar Sigurjónsson
verkamaður í Reykjavík
Þóra Gunnarsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðlaug Gunnarsdóttir
húsfreyja og verkakona í
Hafnarfirði
Sigurjón Jónsson
sjómaður í Hafnarfirði
Sigríður Ólafsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Þórður Jóhann Jónsson
vinnumaður á Þingnesi í
Bæjarsókn,Borg.
Jóna Guðrún Þórðardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sigurjón Jóhannsson
vélstjóri í Reykjavík
Valborg Sigrún Jónsdóttir
húsfreyja í Flatey á Breiðafirði
Jóhann Guðjón Arason
skipstjóri í Flatey á Breiðafirði
Úr frændgarði Gunnars Sigurjónssonar
Sigurjón Ari
Sigurjónsson
kaupmaður í Reykjavík