Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020
Í nafni Býflugunnar –
og Fiðrildisins –
og Andvarans – Amen!
Þannig hljómar örsmátt ljóð
Emily Dickinson (1830-1886), eitt
hinna fyrstu sem skáldið orti.
Bandarískt skáld sem er viðurkennt
sem eitt af stórmeisturum vest-
rænna bókmennta á 19. öld en lifði
óvenjulegu og viðburðalitlu lífi, hélt
sér mjög til hlés og gaf ljóð sín ekki
út með hefðbundnum hætti – en
sendi þó fjölmörg til pennavina.
Oft hefur því
verið haldið fram
að varla sé unnt
að þýða ljóð Dick-
inson, að hinn
knappi stíll henn-
ar, með alls kyns
vísunum, úrfell-
ingum orða, há-
stöfum og sér-
kennilegri
hrynjandi, muni ekki skila sér. En
snjallir þýðendur hafa fyrir löngu af-
sannað það og Magnús Sigurðsson,
sem hefur sent frá sér fjölda frum-
saminna og þýddra ljóðabóka, hefur
svo sannarlega bæst í þann hóp með
þessu safni, Berhöfða líf. Magnús
hefur lengi rannsakað höfundarverk
Dickinson og viðtökur ljóða hennar;
hann lauk doktorsprófi í viðtökusögu
verka skáldsins í fyrra. Hér færir
hann okkur afar heildstætt og
heillandi safn ljóða hennar og hefur
þýtt þau listavel. Þá afhendir hann
okkur lesendum í fimmtíu blaðsíðna
löngum og einstaklega góðum for-
málanum lykla að því að skilja bæði
skáldið sjálft og kveðskapinn. Um
ljóðið stutta hér að framan segir
hann til að mynda að það fangi „að
mörgu leyti lífsviðhorf hennar alla
tíð. Hér er náttúrunni svarin holl-
usta með tilbrigði við þau fyrirmælis
Krists að lærisveinar fari og skíri
þjóðir heims „í nafni föður, sonar og
heilags anda“. Við fyrstu sýn virðist
ljóðið meinleysislegt, allt að því
væmið (býflugur, fiðrildi og and-
vari!), og í anda hefðbundinnar
náttúrurómantíkur. En ólíkt hinum
málglaðari úr hópi rómantísku
skáldanna er Emily varla byrjuð
þegar hún hefur sagt allt það sem
hún vildi segja. Veraldleg trúarjátn-
ing hennar telur ekki nema fimmtán
orð á frummálinu, átta á íslensku. Þá
er ljóðið hvorki bragbundið né rím-
að, andstætt kveðskaparhefð þess
tíma. Og þegar haft er í huga að frá
unga aldri var höfundi innrættur
harla gleðisnauður púritanismi, með
áherslu á náð handanheimsins og
táradal hins jarðneska, er óhætt að
segja að svo lífsglöð, „jarðbundin“
afstaða beri vott um sjálfstæða, ögr-
andi hugsun.“ (34)
Eins og þetta dæmi úr formál-
anum sýnir vel þá greinir Magnús og
skýrir með lifandi og áhugaverðum
hætti, með vísunum í skáldskap
ólíkra tíma, heillandi heim marg-
brotinna og einstakra ljóðanna.
„Ráðgáta“ og snilld
Emily Dickinson fæddist í smábæn-
um Amherst í Massachusetts. Hún
er sögð hafa notið ágætrar grunn-
menntunar en faðir hennar og bróðir
voru virtir lögmenn. Hugur Dick-
inson hneigðist strax á unglings-
árum að bókmenntum og hún byrj-
aði snemma að yrkja. Hún varð
nágrönnum líka snemma ráðgáta og
var þegar orðin goðsögn í lifandi lífi,
eins og fram kemur í bókinni. Mörg
síðustu árin sem hún lifði sást hún
ekki utandyra en hélt sig hvítklædd í
herbergi sínu, skrifaðist á við fólk og
orti. Aðeins örfá ljóða hennar birtust
í tímaritum meðan hún lifði en eftir
dauða hennar, þegar hún var 56 ára
gömul, kom í ljós að í læstum kistli í
herbergi hennar voru hátt í tvö þús-
und ljóð. Fyrsta úrval þeirra kom á
prent árið 1890 en í ritskoðaðri
mynd þar sem óttast var að ýmislegt
í þeim kynni að misbjóða smekk les-
enda. Heildarsafn ljóða Dickinson
kom ekki út fyrr en árið 1955, nær
sjötíu árum eftir dauða hennar.
Í dag er Dickinson talin meðal
helstu skálda Bandaríkjanna, og
vestrænnar bókmenntasögu. Í um-
fjöllun um verkin hefur sú „ráðgáta“
sem skáldið var, lokað í herbergi
sínu, iðulega skyggt á snilldina í
verkunum sjálfum. Enda kannski
auðveldara að velta manneskjunni
fyrir sér en margbrotnum og á
stundum óræðum skáldskapnum.
En Magnús fellur ekki í þá gryfju og
opnar heima verkanna listavel fyrir
íslenskum lesendum.
Þetta er líka skáldskapur sem á
erindi í dag sem endranær. Það sést
til dæmis á því hvernig listamenn
ólíkra greina hafa lengi fjallað um og
vísað með fjölbreytilegum hætti til
ljóða Dickinson, allt frá bandarísku
myndlistarkonunni Roni Horn, sem
unnið hefur athyglisverða skúlptúra
sem hún fellir í línur eftir Dickinson,
og að nýja nóbelsskáldinu, Louise
Glück, sem hefur skrifað og talað um
þau miklu og mótandi áhrif sem ljóð-
in hafa haft á hana.
Gjafir eigin tungumáls
Ljóðunum sem hann þýðir skiptir
Magnús upp í þrjá hluta í réttri
tímaröð. Hann segir að með efnisvali
sínu og aðferðum við þýðinguna hafi
hann meðal annars viljað sýna að
Dickinson „megi teljast einn helsti
forsprakki hins módeníska fríljóðs“.
Inn á milli ljóðahlutanna kemur svo
annars vegar þýðing á svokölluðum
Masterbréfum, sem eru „dularfull,
ósend bréf til ókunnst viðtakanda,“
bréf sem einkennast af „munúðar-
fullri löngun, þungum ásökunum,
sárri beiskju, sjálfstyftunum og tor-
ræðu tungutaki“. Hins vegar er svo
kafli með oft á tíðum meistaralegum
orðskviðum og hendingum en með
slíkum brotum beindi Dickinson
spjótum að hvers kyns skinhelgi og
„umturnaði af dirfsku ýmsum sam-
félagsgildum“. Tvö dæmi:
Hjartað er eina hjúið
sem aldrei fær frí.
Oflof er ódýrt
nema þeim sem þiggur.
Magnús hefur inngang sinn á frá-
sögn af því hvernig hann heyrði
fyrst af Dickinson, þegar skólasystir
las eitt frægustu ljóða hennar upp í
tíma, ljóð eftir „skáld sem enginn
skildi. Og virtist yrkja um að vera
kviksett í eigin heila.“ Svona þýðir
hann fyrsta erindi þess af fimm:
Mér fannst – Útför – fara fram
og Líkmenn, til og frá
í Heila mínum – þramma – uns
ég gat – skynjað – þá
Magnús segir okkur frá því að
þessi sálmur skáldsins um jarðarför
í heilanum hafði verði slævður með
því að lokaerindinu var lengi vel
sleppt í útgáfum sem birtust af ljóð-
inu, með þeim rökum að vernda
þyrfti lesendur fyrir róttækni
ljóðanna. En lokaerindið er svona,
eftir að þrammað hefur verið í blý-
skóm með kistu ljóðmælandans um
sál hans:
Og síðan brast, í Vitund minni
Fjöl, og fall mitt hófst –
Og skall á Veröld, við hvert högg,
þar til – Vitið – grófst –
Það er heillandi að sökkva inn í
heim ljóðanna í safninu og ástæða til
að hrósa Magnúsi kröftuglega fyrir
þýðinguna – samanburður við frum-
útgáfur sýnir hvað hún er mikið af-
rek. Og bókin ein af þeim merkileg-
ustu sem hefur rekið að landi á
þessu flóði. Það er mikilvægt að fá
líka að lesa um hvernig Magnús
nálgast það krefjandi verkefni að ís-
lenska ljóðin og reynir til að mynda,
eins og hann segir, að hafa augun
opin fyrir því hvar gjafir hans eigin
tungumáls og bókmenntahefðar
leynast. Frábært dæmi um það er
hvar hann lætur Dickinson og
Stephan G. Stephansson „ríma“ og
„kallast á yfir landamærin“:
„Hér!“ Til eru víðfræg Hér –
Óskalönd sem Andinn
leggur undir Fót –
En ber – yfir Heim eða Himin –
alltaf síns Heimalands Mót –
Útför í heila mínum
Skáldið Emily Dickinson (1830-1886) á daguerreótýpu frá miðri 19. öld.
Hún er eitt fremstu skálda Bandaríkjanna og vestrænnar bókmenntasögu.
Ljóð
Emily Dickinson – Berhöfða líf
bbbbb
Úrval ljóða eftir Emily Dickinson.
Magnús Sigurðsson þýddi og ritaði
inngang.
Dimma, 2020. Kilja, 335 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Þýðandinn Rýnir segir ástæðu til
að „hrósa Magnúsi kröftuglega fyr-
ir þýðinguna“ á ljóðum Dickinson.
Morgunblaðið/Hari
Snemma í nóvember birtist á netinu
myndband sem sýnir aðgerðahópinn
Anonymous Visual Artists kasta
brjóstmynd af Friðriki V. Danakon-
ungi í síki í Kaupmannahöfn. Brjóst-
myndina hafði hópurinn tekið
ófrjálsri hendi af stalli í Konunglega
listakademíinu, skólanum sem hefur
menntað danska myndlistarmenn
um aldir og einnig fyrstu kynslóðir
íslenskra myndlistarmanna, en Frið-
rik V. stofnaði hann á 18. öld.
Brjóstmyndin var gifsafsteypa frá
miðri síðustu öld en hópurinn sem
sökkti styttunni vildi með því vekja
athygli á og mótmæla nýlendustefnu
skólans gegnum tíðina og þætti
Dana í þrælasölu. Ransóknarnemi á
doktorsstigi við akademíið, Katrine
Dirckinck-Holmfeld, tók á sig
ábyrgð á gjörningnum.
Rektor skólans, Kirsten Lang-
kilde, gagnrýndi harðlega nemend-
urna sem tóku þátt og var Dirck-
inck-Holmfeld rekin úr skóla.
Sagði rektorinn að skólinn væri
opinn fólki með allskyns skoðanir
en að enginn gæti skotið sér undan
lögum með því að segjast skapa
list. Þjófnaður og skemmdarverk
væru glæpsamleg, burtséð frá
samhengi gjörningsins. En öldur
lægði ekki kringum akademíið og
þrátt fyrir að rektornum hefði ver-
ið falið að breyta akademískum
áherslum með skömmum hætti, og
þótt gera það vel, þá leiddi styttu-
málið til þess að menntamála-
ráðherra Dana sendi frá sér yfir-
lýsingu um að skólinn þyrfti nýja
stjórn og hefur rektorinn sagt af
sér.
Styttan Brjóstmyndin af Friðriki V. áður en henni var sökkt í síkið.
Enn átök í aka-
demíinu danska
Rektor konunglega skólans hættur
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-,�rKu KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Iðnaðareiningar
í miklu úrvali
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA