Morgunblaðið - 24.12.2020, Síða 61

Morgunblaðið - 24.12.2020, Síða 61
MENNING 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Órjúfanlegur hluti af jólunum TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég stóðst eðlilega ekki mátiðað vera með smá orðagrín íinngangi eins og enskir gera gjarnan. Því þó að Ólafur slái slöku við hér, tónrænt séð, væri aldrei hægt að lýsa hans ferli eða vinnusiðferði með þeim hætti. Ólaf- ur er einfaldlega alltaf að og verk- efnin jafn mörg og þau eru mis- jöfn. „Ég hef markmið … og mikinn metnað, svo einfalt er það,“ sagði hann mér árið 2008 er ég tók við hann viðtal. Þá var hann í hljóðprufu í Tempodrom-höllinni í Berlín. Hafði þá vakið athygli fyrir listagóðan trommuleik fyrir ýmsar öfgarokkssveitir en var um þær mundir að hefja tónskáldsferilinn og hafði þá þegar gefið út breið- og stuttskífu sem innihéldu naum- hyggjulega, angurværa og hæg- streyma tónlist. Vegur hans hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Sólóplötur og sam- starfsverkefni af ýmsum toga, tón- list fyrir balletta, kvikmyndir og sjónvarpsþætti (m.a. verðlaunatón- list fyrir Broadchurch) og glæst og glúrin verk eins og t.a.m. Island Songs. Er ég að gleyma einhverju? Já, pottþétt! Ég nefni Kiasmos, rafdúettinn sem hann skipar ásamt Væri hægt að fá smá frið? hinum færeyska Janus Rasmussen, íburðarmikil tónleikaferðalög um heim allan, samninga við erlendar stórútgáfur og stofnsetningu íslensku útgáfunnar Öldu. En nú hætti ég þessum upp- talningum, þið getið flett restinni upp. Mig langar til að einblína á nýju plötuna, fá smá frið til þess. Hugmyndafræðin að baki henni er skýr, er undirstrikuð með titli og umslagi. Ró, friður, stilla … eitt- hvað sem allir vilja, allir sækjast eftir en ná aldrei. Eða finnst þeir aldrei ná. Og titillinn er dálítið lúmskur hvað þetta varðar. „Einhvers konar“ frið. Kannski ekki endilega þann sem fæst með því að sitja í tvo tíma á toppi Esjunnar, kannski bara þennan mínútufrið sem þú krækir í á flug- vellinum þegar vélin er ögn sein (munið þið?). Í öllu falli opnar Ólaf- ur með „Loom“, hvar breski raftónlistarmaðurinn Bonobo er gestur. Hæg en örlítið knýjandi raf- stemma með þægilegu skruði eða „glitch“-i. Pæling um að friðurinn sé aldrei fullkominn? Alltaf „smá“ truflun? Í öllu falli ákveður Ólafur að fara dýpra með friðinn í næsta lagi, „Woven Song“, þar sem hann kastar skruðinu til hliðar. Engu að síður er þarna söngrödd, ég sé japanska konu fyrir mér. Áfram er haldið, „Spiral“ einkennist af strengjum og píanói og er friðsam- asta lagið til þessa. Hér er stilla. Og enn meiri í næsta lagi/verki, „Still / Sound“. Eitt leiðir af öðru greini- lega en allt eru þetta þó ólík til- brigði við stef. Alls konar friður. „Back to the Sky“, hvar JFDR syngur, er nánast slagari saman- borið við það sem á undan fór. En „Zero“ grundar okkur, bókstaf- lega. Fallegur, „ambient“-leginn óður en þó með surgandi uppbroti. Ég held áfram að túlka þetta sem komment á hvað við álítum vera frið þó að tónlistarmaðurinn sé ábyggilega ósammála! „New Grass“ leyfir sér að vera smá epískt, smá „stórt“, en bara smá (broskall). „The Bottom Line“ er sungið af hinni þýsku Josin sem tónar yfir strengjum sem rísa bæði og falla. „We contain multitudes“ er undarlega róandi, hvar heyra má á tal tveggja í upphafi áður en ljúf- sárt – og giska snoturt – píanó tek- ur við. „Undone“ lokar verkinu og í upphafi má og heyra rödd. Ég fæ smá Gavin Bryars-tilfinningu við þetta. Það er bara þannig. Það er friður hér, bæði í tón- listinni og í eins lags tónrænni hug- leiðingu um hvað það nákvæmlega er. Næst er svo að frumsýna stutt- mynd sem tengist inn í þetta verk. Ólafur er nefnilega alltaf að. Hann fékk þó smá frið hér … »Ég held áfram aðtúlka þetta sem komment á hvað við álít- um vera frið þó að tón- listarmaðurinn sé ábyggilega ósammála! Ólafur Arnalds hefur aldrei slegið slöku við á ansi litríkum ferli en gerir það nú samt í þetta skipti eins og titill nýrrar breiðskífu, some kind of peace, ber með sér. Friðsæll Ný plata Ólafs Arnalds er höfgi bundin, en samt er það ekki svo einfalt. Ísraelska leikkonan Gal Gadot, þekktust fyrir túlkun sína á Undra- konunni, hefur svarað gagnrýni þess efnis að hvít kona, þ.e. hún sjálf, hafi verið fengin til að leika Kleópötru í væntanlegri kvikmynd um drottn- inguna. Hafa framleiðendur mynd- arinnar verið sakaðir um að „hvítþvo“ persónuna með þessu vali á leikkonu og bent á að réttara hefði verið að fá arabíska eða afríska leik- konu í hlutverk hinnar fornu drottn- ingar Egypta. Gadot bendir á móti á að Kleópatra hafi verið makedónsk að uppruna og að slík leikkona hafi einfaldlega ekki fundist í hlutverkið. Sjálf sé hún afar áhugasöm um drottninguna og vilji heiðra hana með því að leika hana. Tímaritið Newsweek fjallar um málið og vitnar þar í prófessora sem eru ekki á einu máli um hvort Kleóp- atra hafi í raun verið hvít, þeldökk eða hvernig hún hafi yfirleitt litið út. Á Vísinda- vefnum segir að sú Kleópatra sem flestir þekki hafi í raun verið sú sjö- unda í röð egypskra drottn- inga sem báru það nafn. „Hún var drottning í Egyptalandi frá árinu 51 f.Kr. og þar til hún lést árið 30 f.Kr. Hún er fræg fyrir tilraunir sínar til að verja konungsríki sitt fyrir Rómverjum og fyrir kynni sín af Júlíusi Sesari og Markúsi Antoníusi. Líf og örlög Kle- ópötru hafa löngum heillað fólk. Ástarævintýri hennar og Markúsar Antoníusar hefur veitt bæði leikrita- höfundum og kvikmyndagerðar- mönnum innblástur, svo að ekki sé minnst á höfunda Ástríksbókanna,“ segir þar. Gadot segist vilja heiðra Kleópötru Gal Gadot Streymisveitan Netflix hyggst framleiða fjögurra þátta sjónvarpsþáttaröð byggða á verðlaunabókinni Sharing the Wisdom of Time eftir Frans páfa. Í frétt Variety um málið kemur fram fólk yfir sjötugu muni með hjálp kvik- myndagerðarfólks undir þrítugu miðla lífsreynslu sinni. Þátttakendur munu koma frá ýmsum löndum heims, búa við ólíkar efnahagslegar aðstæður og hafa ólíkan trúar- legan bakgrunn. Til umfjöllunar verða sammannleg þemu á borð við ást, átök og það að elta drauma sína. Þættirnir munu einnig innihalda einkaviðtöl við páfa þar sem hann miðlar af reynslu sinni. Bók páfa kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 2018 og hefur síðan unnið til fjölda verðlauna. Netflix vinnur þáttaröð með páfa Frans páfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.