Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020
Árið 2020 hefur einkennst afmargvíslegum öfgum.
Kórónuveirufaraldurinn er aug-
ljóslega þar á meðal. Veiran hef-
ur valdið miklum
usla þó að ósýni-
leg sé og líka þó
að hana skorti
allt það sem við
mundum kalla
hefðbundna
skynsemi. En hún
smýgur áfram og
eitrar samfélagið og sýnir að slík
eyðilegging krefst engrar skyn-
semi, aðeins örsmárrar veiru
sem ekki er einu sinni talin lif-
andi.
En þær eru fleiri öfgarnar.Eitt af því sem skotið hefur
upp kollinum á undanförnum
misserum og vaxið ásmegin á því
ári sem nú er að líða er útilok-
unaráráttan í stjórnmálum og í
þjóðmálaumræðu almennt.
Útilokunaráráttan birtist tildæmis í því að tilteknir
stjórnmálaflokkar eða stjórn-
málamenn útiloka samstarf við
aðra á þeirri forsendu að hinir
séu ekki aðeins á röngu róli póli-
tískt heldur beinlínis slæmir
flokkar eða slæmar manneskjur.
Allir hinir, þeir sem ekkihljóta náð fyrir augum úti-
lokunarsinnanna, eru óalandi og
óferjandi og þá verður að útiloka
frá öllum opinberum embættum,
einangra þá og helst auðmýkja
opinberlega. Samfélagsmiðlar
virðast hafa ýtt undir þessa
ómenningu enda hefur fólk til-
hneigingu til að verða öfgafullt í
bergmálshellum þeirra.
Ekki er líklegt að bóluefnifinnist við þessari hvimleiðu
veiru, en vonandi tekst mann-
kyninu þó að kveðja hana líkt og
hina.
Ár öfganna
STAKSTEINAR
Fulltrúar bílgreinarinnar hér á
landi komu færandi hendi í Borg-
arholtsskóla skömmu fyrir jól og
gáfu skólanum hjólastillingartæki,
að andvirði 4,2 milljóna króna.
Fremstur í flokki fór Einar Sig-
urðsson frá Bifreiðaverkstæði
Reykjavíkur, sem er innflytjandi
þessa tækis. Bílgreinasambandið
(BGS) lagði þá vinnu í verkið að það
gæti orðið að veruleika og mætti
María Jóna Magnúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri BGS, einnig í skól-
ann. Sömuleiðis Guðmundur Ingi
Skúlason frá Kistufelli, sem hefur
komið mikið að menntamálum fyrir
BGS og Iðuna fræðslusetur. Fjár-
mögnun fyrir tækið kom að mestu
úr félaginu Sögu bílsins en að því
stendur fjöldi fyrirtækja í bíl-
greinum.
Fyrir hönd Borgarholtsskóla
veittu Marín Björk Jónasdóttir
sviðsstjóri og Hreinn Ágúst Ósk-
arsson, kennari á bílgreinasviði,
gjöfinni viðtöku.
Tæknin á bak við nýja tækið kom
fyrst fram árið 2017 og hefur gjör-
breytt allri vinnu við hjólastill-
ingar. Er þetta mun afkastameira
og einfaldara í notkun en gamla
tækið sem skólinn notaðist við.
Hjólastillingartæki
til Borgarholtsskóla
Borgarholtsskóli Hjólastillingartækið afhent skólanum, frá vinstri María
Jóna, Guðmundur Ingi, Einar Sigurðsson, Marín Björk og Hreinn Ágúst.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Alþjóðlega fragtflugfélagið Bláfugl
hefur sagt upp ellefu flugmönnum
fyrirtækisins í hagræðingarskyni
en þeir voru allir félagar í Félagi
íslenskra atvinnuflugmanna og
voru langlaunahæstu starfsmenn
fyrirtækisins.
Flugmennirnir voru af ýmsum
uppruna; m.a. íslenskir, danskir,
þýskir, belgískir og hollenskir. Eft-
ir að uppsagnirnar koma til fram-
kvæmda verða starfsmenn Bláfugls
29 og sjálfstætt starfandi flugmenn
40. Sigurður Örn Ágústsson, for-
stjóri Bláfugls, segir í tilkynningu
að aðgerðirnar séu nauðsynlegar til
að tryggja samkeppnishæfni fyrir-
tækisins á markaði sem hafi tekið
örum breytingum á undanförnum
árum. Nú eigi Bláfugl möguleika á
að hefja vaxtarskeið – með tilheyr-
andi fjölgun starfa á Íslandi.
„Bláfugl er eftir sem áður mann-
að vel hæfu fólki með metnað fyrir
sínum störfum. Aðgerðirnar munu
því ekki koma niður á starfsemi
fyrirtækisins,“ segir í tilkynning-
unni.
Fyrirtækið hefur þegar ráðist í
fjölbreyttar hagræðingaraðgerðir á
árinu, svo sem fækkun stöðugilda,
flutning í hagkvæmara húsnæði og
útvistun hluta af starfsemi þess. Þá
hafa aðrir starfsmenn fyrirtækisins
tekið á sig tímabundna kjaraskerð-
ingu á árinu.
Bláfugl segir upp ellefu flugmönnum
Flugmennirnir voru langlaunahæstu starfsmenn fragtflugfélagsins
Morgunblaðið/Jim Smart
Bláfugl Forstjóri félagsins segir
uppsagnirnar vera nauðsynlegar.