Morgunblaðið - 31.12.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020
VINNINGASKRÁ
449 12936 23104 32978 42954 52913 63950 70891
464 13199 23123 34176 44303 53262 64511 71338
536 13640 23270 34244 45000 53373 64552 71446
692 14258 24107 34403 45166 53697 64578 71620
703 14436 24556 34720 45228 53846 64611 71921
2038 14608 24697 34754 45255 53890 64777 72053
2455 14973 25179 35297 45275 54067 64975 72656
2665 14992 27156 35615 45733 54607 65464 73045
2878 15132 27505 35825 45855 54864 65665 73468
3556 15141 27563 35832 46091 55010 66054 74074
4230 15298 28269 35893 46354 55194 66179 74261
4306 15697 28304 36201 46576 55853 66440 74792
4355 15756 28326 36301 46740 56150 66500 75302
4428 15805 28353 36321 46980 56259 66810 75564
4531 16000 28447 36586 47212 56578 67043 75885
5800 16053 28563 36614 47374 56758 67054 76014
6185 16253 28827 36728 47598 56805 67362 76143
6441 16442 28962 36778 47616 57125 67601 76360
6519 16710 29273 36786 47808 57217 67848 76653
6697 17220 29352 36942 47860 57281 68012 77249
7592 17627 29364 37234 48670 57304 68244 77276
7637 17694 29636 37698 48811 57419 68299 78237
8053 17760 29792 37906 48858 57452 68358 78300
8385 18499 30694 38069 49735 59116 68622 78414
8576 18794 30790 38454 49914 59432 68788 78570
8762 19342 30870 38752 50075 59537 68920 78639
8782 19646 30873 39040 50558 59882 69236 79020
8945 19723 31249 39262 50594 59954 69423 79174
8997 19744 31417 39334 50625 60414 69555 79583
9430 20251 31787 39344 50795 61380 69649 79613
10553 20271 31828 39543 50853 61660 69656 79861
10934 21000 31898 40047 51238 61816 69873
11031 21895 32011 41186 51266 62665 70142
11297 22044 32423 42011 51429 62872 70163
11467 22374 32457 42183 51435 63094 70371
12620 22501 32813 42816 52433 63551 70531
12781 22767 32976 42891 52830 63774 70805
1319 11668 21512 30753 41924 51938 62741 74099
1740 12160 21528 31954 42069 53346 62910 74774
3101 12361 21613 32749 43074 55121 63157 75021
3198 13035 22686 35574 43759 56418 63738 75372
3628 13368 23984 35837 44297 56546 63746 75712
3711 13793 23988 36068 44601 56944 65677 76584
4211 15521 24056 37312 45915 57792 66483 77585
5262 16379 25402 38731 46458 57857 66491 78467
5801 16526 26700 38844 47438 57977 67497 78736
8926 17453 27765 38863 49199 58470 69305
10279 17753 29026 39386 50961 58612 71078
10632 21010 29109 40972 51239 60705 71443
10638 21495 30705 41162 51571 61763 72005
Næstu útdrættir fara fram 7., 14., 21. & 28. jan 2021
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
10061 33478 41926 47044 47129
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
262 11219 24682 46604 65688 73464
487 13341 36145 55118 66766 76177
7416 13985 42678 56441 70229 77221
8183 18361 44921 57160 70379 79217
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
4 2 9 1 0
35. útdráttur 31. desember 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég hef sennilega aldrei neytt fjöl-
breyttari fæðu en nú, eftir að ég
gerðist vegan,“ segir Björk Gunn-
arsdóttir, meðstjórnandi í Sam-
tökum grænkera á Íslandi, félagi
þeirra sem forðast að neyta dýra-
afurða. Tilgangur starfsins er að
veita fræðslu um mikilvægi veg-
anisma og minnka eftirspurn eftir
afurðum sem frá dýrum falla. Und-
anfarið hafa samtökin bent
sérstaklega á þau umhverfisáhrif
sem fylgi breyttum matarvenjum;
minni neysla á kjöti og öðrum slík-
um afurðum dragi úr þeirri lofts-
lagsvá sem blasir við.
Samtök grænkera sendu nýlega
hvatningu til sveitarfélaganna um
að í öllum leik- og grunnskólum
verði grænkerafæði jafngilt kjöti
og fiski á matseðlum og í boði fyrir
alla minnst vikulega. Með slíku sé
óskum mætt, aukheldur sem þetta
falli vel að almennum markmiðum
um að minnka kolefnisspor.
Matarvenjum verði breytt
Markmið Íslendinga í loftslags-
málum eru háleit, segir Björk, og
rannsóknir sýna að stórt skref til
þess að draga úr loftslagsvánni sé
að matarvenjum verði breytt.
Bendir hún á að á Nýja-Sjálandi sé
talið að slíkar breytingar, sem og
minni matarsóun, geti dregið úr
losun gróðurhúsalofttegunda
tengdra matvælum um allt að 42%.
„Mér finnst miður að áherslan á
loftslagsmál og matvæli hér á landi
beinist að mestu að því að gera
framleiðslu dýraafurða umhverfis-
vænni. Rannsóknir sýna að slíkt er
einfaldlega ekki nóg. Fyrir þessu
tala samtökin nú gagnvart forystu
sveitarstjórna auk þess sem ráð-
herrar og þingmenn sem vitað er
að eru jákvæðir fyrir málstaðnum
fá brýningu. Í dag er það undir
hverjum og einum skóla komið
hvort og þá hversu oft grænkera-
fæði stendur til boða. Sumir skólar
standa sig vel í þessu en ekki eru
allir svo heppnir,“ segir Björk og
heldur áfram:
„Foreldrar hafa stundum þurft
að standa í baráttu svo börn þeirra
fái grænkerafæði. Í sumum til-
fellum treysta skólar sér ekki til
að koma til móts við þá og þurfa
foreldrar þá að koma með nesti
fyrir börnin. Það að þurfa að hafa
svona mikið fyrir þessu getur
dregið úr annars áhugasömu fólki
sem er jafnvel búið að breyta
matarvenjum heima fyrir. Þetta er
þó alltaf að verða betra og á flest-
um stærri vinnustöðum er, það ég
best veit, boðið upp á grænkera-
fæði jafnhliða kjöti, fiski eða öðru
sem er á matseðlinum. Tíminn
vinnur með þessari þróun.“
Ódýrara og oftar í boði
Á Barnaþingi árið 2019 kom, að
sögn Bjarkar, fram skýr vilji ís-
lenskra barna til að skólarnir yrðu
vegan. Börnin töldu að hægt væri
að ná þessu með því að hafa græn-
meti ódýrara.
„Að börnum bjóðist grænkera-
fæði óski þau og foreldrar þess er
mikilvægt mannréttindamál. Ein-
hver sveitarfélög, svo sem Mos-
fellsbær, hafa stigið stór skref í
þessa átt og vonandi fylgja fleiri
þeim,“ segir Björk sem sjálf hætti
að borða kjöt fyrir sex árum. Steig
svo skrefið til fulls fyrir þremur
árum og gerðist vegan.
Björk segir Samtök grænkera
leggja áherslu á að fræða fólk um
að það þurfi ekki að vera flókið að
gerast vegan. „Við gefum til dæm-
is út uppskriftahefti í tengslum við
Veganúar nú um áramótin og
vinna er hafin við þýðingu og stað-
færingu á ráðleggingum um
plöntumiðað mataræði, nokkuð
sem er löngu kominn tími á.
Kjötið mengar
Ég hef áhyggjur af loftslagsmál-
unum og vil leggja mitt af mörkum
til að draga úr þeirri þróun. Ég
fann fyrir samviskubiti vegna kjöt-
neyslu minnar og einfaldlega
hætti. Sjónir fólks hafa einkum
beinst að nautakjöti og hve meng-
andi framleiðslan á því er. Það er
þó ekki bara nautakjötið sem þarf
að horfa til. Mengunin sem fylgir
framleiðslu á einu kílói af íslensku
lambakjöti er til dæmis svipuð og
sú mengun sem reiknast á hvern
farþega í flugi milli Íslands og
Evrópu samkvæmt nýútkominni
skýrslu hér á landi. Svona má
bregða mælistiku á allt – og þróun
loftslagsmála verður ekki breytt
nema við endurskoðum venjur
okkar og líf heildstætt,“ segir
Björk.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eldhúsið Björk Gunnarsdóttir við matargerð og auðvitað með grænmetið hér í takinu. Með á myndinni eru synirnir
Heiðar Ingi og Hilmir Berg, nær móður sinni. Strákar sem vaxa hratt og þurfa því talsvert að bíta og brenna.
Tíminn vinnur með
grænkeramenningu
Vegan vex Fjölbreytt fæða Áskorun grænkeranna
Veisla Grænt, gott og girnilegt og fallega framreitt á diskinum.
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is