Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 34
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Kórónuveirufaraldurinn hef-ur hefur haft margvíslegáhrif á heilbrigðiskerfiðsamkvæmt grein um
starfsemi heilbrigðisþjónustu í ann-
arri og þriðju bylgju Covid-19. Hún
birtist í nýjasta tölublaði Talna-
brunns, fréttabréfs landlæknis um
heilbrigðisupplýsingar. Þar segir að
þegar á heildina sé litið hafi farald-
urinn haft almennt meiri áhrif á
heilbrigðisþjónustu í fyrstu bylgju
faraldursins (lok febrúar til fyrstu
viku í maí) en í annarri og þriðju
bylgju (ágúst-nóvember) þótt fleiri
hafi greinst smitaðir samanlagt í ann-
arri og þriðju bylgju en þeirri fyrstu.
Nýgengi innanlandssmita var hæst
um miðjan október og um svipað leyti
kom upp hópsýking á Landakoti.
Landspítali var settur á neyðarstig í
fyrsta sinn í sögu spítalans. Val-
kvæðum aðgerðum var frestað á
tímabilinu 26. október til 11. nóv-
ember.
Skurðaðgerðum fækkaði
Mikill munur var á fjölda tiltekinna
skurðaðgerða á þessu ári miðað við
sama tímabil í fyrra. Skýringin á því
eru fyrirmæli landlæknis, sem heil-
brigðisráðherra staðfesti, um að ekki
skyldi gera valkvæðar skurðaðgerðir
frá 23. mars til og með 3. maí og frá
27. október til og með 11. nóvember.
Skoðaðar voru valdar skurð-
aðgerðir á Landspítala. Það eru
gerviliðaaðgerðir á mjöðm og hné og
hjarta- og/eða kransæðamyndataka.
Aðgerðum í öllum flokkum fækkaði í
vikum 31-48 miðað við meðaltal sömu
vikna síðastliðin fimm ár. Fækkunin
var mest þegar valkvæðum og íf-
arandi aðgerðum á Landspítala var
frestað.
Gerviliðaaðgerðir á mjöðm voru
132 í vikum 31-48 sem var fjórðungi
færri en að meðaltali í sömu vikum
undanfarin fimm ár. Slíkum gervi-
liðaaðgerðum fækkaði um þriðjung í
fyrstu bylgju miðað við fimm ára
meðaltal. Gerviliðaaðgerðir á hné
voru 123 í annarri og þriðju bylgju
sem var fjórðungs fækkun miðað við
sömu vikur síðastliðin fimm ár. Þess-
um hnéaðgerðum fækkaði hins vegar
mun meira í fyrstu bylgju faraldurs-
ins, eða um 65% miðað við fimm ára
meðaltal.
Hjarta- og/eða kransæðamynda-
tökur voru 373 í annarri og þriðju
bylgju eða 42% færri en að meðaltali í
sömu vikum síðastliðin fimm ár.
Aukin fjarþjónusta
Samskipti við heilsugæslu jukust
um 20% þegar á heildina er litið sam-
anborið við fyrra ár í vikum 31-48,
þ.e. frá síðustu viku júlí til síðustu
viku nóvember. Á því tímabili voru nú
skráð rúmlega 940 þúsund samskipti
við heilsugæslustöðvar á landinu öllu.
Það var umfram árlega fjölgun sam-
skipta síðustu ár en svipuð aukning
og í fyrstu bylgju.
Símtölum og rafrænum sam-
skiptum fjölgaði mikið og var aukn-
ingin á milli 2019 og 2020 meiri en á
milli ára þar á undan. Aukningin varð
mest í rafrænum samskiptum í ann-
arri og þriðju bylgju. Til dæmis má
nefna samskipti í gegnum Heilsuveru
en þeim fjölgaði um 90% á milli ára.
Komum á heilsugæslustöðvar fækk-
aði í annarri og þriðju bylgju um 14%
en um 41% í fyrstu bylgju.
Mikill samdráttur varð í starfsemi
sjálfstætt starfandi sérgreinalækna,
tannlækna og sjúkraþjálfara í fyrstu
bylgju faraldursins miðað við síðustu
ár. Fjölgun varð hins vegar í vor og
sumar en svipuð starfsemi og í með-
alári í annarri og þriðju bylgju farald-
ursins.
Áhrif faraldursins
á heilbrigðiskerfið
Morgunblaðið/Eggert
Breytingar Fleiri hringdu eða voru í rafrænum samskiptum við heilsugæsl-
una en færri komu á heilsugæslustöðvar. Valkvæðum aðgerðum fækkaði.
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020
Árið 2020 hófstmeð fréttumaf nýrri kór-
ónuveiru í Kína.
Fyrst í stað bar ekki
mikið á þeim en fljót-
lega yfirtóku þær
allt og fregnir um út-
breiðslu smita, harðar sótt-
varnaaðgerðir, dauðsföll og
heimsfaraldur yfirtóku flest ann-
að. Það var að vísu ekki fyrr en í
mars sem Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunin skilgreindi nýju kór-
ónuveiruna sem heimsfaraldur, en
flestir aðrir voru þá fyrir löngu
búnir að átta sig á ástandinu. Sem
betur fer höfðu sumir þeirra þekk-
ingu til að hanna og þróa mótefni
við veirunni skæðu. Mikil óvissa
var lengst af um hve langan tíma
tæki að þróa mótefni og koma því í
framleiðslu og sumir bentu raunar
á að engin trygging væri yfirleitt
fyrir því að mótefni fyndist. Það
mundi að minnsta kosti ekki tak-
ast að koma því út á þessu ári enda
væri þá um fordæmalausan hraða
í þróun bóluefnis að ræða.
En þetta eru fordæmalausir
tímar eins og bent hefur verið á í
fáein skipti á árinu og þess vegna
var við hæfi að nánast sá eini sem
hélt því fram að bóluefnið yrði
komið í umferð fyrir áramót væri
fordæmalaus forseti Bandaríkj-
anna, sem nú er við það að kveðja
embætti, og gerir það auðvitað
líka á fordæmalausan hátt.
Sá sem tekur við í janúar er líka
einstakur í sinni röð, af öðrum
ástæðum þó. Hann hefur lengri
reynslu en aðrir sem tekið hafa við
þessu mikilvæga embætti og von-
andi nýtist hún honum í þeim
ólgusjó sem fram undan er, því
það eina sem hægt er að fullyrða
um framtíðina og verkefni þeirra
sem standa í stafni er að þau
minna gjarnan á ólgusjó. Sá sem
nú er að kveðja Hvíta húsið hefur
náð töluverðum árangri í
Mið-Austurlöndum þó að fáir
hefðu spáð því. Þar er að sumu
leyti friðvænlegra en oft áður,
ekki síst fyrir vini Bandaríkjanna
í Ísrael, og búið er að taka á Írön-
um eftir misheppnaða samninga
sem gerðir voru í tíð Obama for-
seta og Bidens varaforseta. Hætt
er við að Biden endurtaki mistök-
in og friðmælist við Írana. Síðast
þegar það var gert voru Írönum
færðar fúlgur fjár sem nýst hafa
til að styðja við hryðjuverka-
starfsemi á svæðinu. Vonandi hef-
ur Biden lært af þeirri reynslu.
Fleiri verkefni bíða á þessum
slóðum. Samskiptin við Natóríkið
Tyrkland eru ekki einföld og
samningar þess við Rússland um
hergagnakaup eru áhyggjuefni.
Það sama má segja um deilur
Tyrkja og ríkja Evrópusambands-
ins um Kýpur og hafsvæðið þar í
kring. Vesturlönd þurfa á því að
halda að eiga góð samskipti við
Tyrki og eftir alvarleg mistök í
samskiptum við stjórnvöld þar í
landi þegar uppreisnarástand
ríkti hefur traustið minnkað veru-
lega.
Rússar hafa skilning á þessu og
leggja sig fram um að eiga góð
samskipti við Tyrki þó að þessar
þjóðir séu ekki alltaf samstiga í
deilum eða átökum
sem upp koma. En
Rússar hafa til dæm-
is með því að gefa
Tyrkjum leyfi til að
framleiða Spútnik-
bóluefni sitt sýnt
vinarhug sem Tyrkir
kunna að meta.
Samskiptin við Kína eru annað
viðfangsefni fram undan og þau
verða ekki einföld frekar en fyrri
daginn. Kína hefur sýnt það í kór-
ónuveirufaraldrinum að upplýs-
ingum þaðan er ekki treystandi.
Til marks um það eru til dæmis
handtökur þeirra Kínverja sem
viljað hafa segja fréttir af ástand-
inu. Vesturlönd hljóta að spyrja
stjórnvöld í Kína hvað þau hafi að
fela og almenningur á Vestur-
löndum hlýtur að taka upplýs-
ingum frá Kína með miklum fyrir-
vara, hvort sem það eru
upplýsingar um kórónuveiruna,
öryggi á tæknisviðinu eða áform á
hernaðarsviðinu.
Þó að árið hafi allt einkennst af
kórónuveirufaraldrinum og áhrif-
in muni óhjákvæmilega teygja sig
langt inn á næsta ár hið minnsta,
þá er ekki svartnætti alls staðar
og tækifæri er einnig að finna.
Efnahagslega höggið hefur verið
tilfinnanlegt hvarvetna. Þetta
þýðir þó ekki að við séum dæmd til
langvarandi kreppu, við gætum
jafnvel horft fram á óhóflegan
uppgang á næstu árum því að hag-
kerfið fer gjarnan í ökkla eða
eyra. Á þriðja áratug liðinnar ald-
ar varð mikill uppgangur eftir
samdrátt og hörmungar vegna
heimsstyrjaldar. Þriðji áratugur
þessarar aldar, sem nú er að hefj-
ast, gæti orðið eins. Ef til vill þurf-
um við innan fárra missera eða
ára að óttast meira hrun á hluta-
bréfamarkaði en þá kreppu í raun-
hagkerfinu sem við glímum nú við.
Í miðjum heimsfaraldrinum og
efnahagslegu niðursveiflunni höf-
um við horft upp á ævintýralegan
vöxt margra fyrirtækja á hluta-
bréfamarkaði og gríðarlega já-
kvæðar viðtökur nýrra hlutabréfa
á markaði. Við sáum sem betur fer
jákvæðar viðtökur hér á landi
þegar Icelandair þurfti á nýjum
fjárfestum að halda en það bliknar
þó í samanburði við æðið sem
runnið hefur á fjárfesta í Banda-
ríkjunum. Þar í landi hefur í ár
safnast nær 60% meira í frum-
útboðum á hlutabréfamarkaði en
nokkru sinni fyrr.
Þessar sterku viðtökur eru að
sjálfsögðu að hluta til að minnsta
kosti vegna óvenjulegra aðstæðna
á fjármálamörkuðum, en geta líka
verið til marks um að fjárfestar
telji að hagkerfið rétti hratt úr
kútnum. Og hagkerfið getur
vissulega gert það. Þegar, ekki
lengur ef, bóluefnið verður komið
með næga útbreiðslu verður slak-
að á sóttvörnum og hjól efnahags-
lífsins fara þá að snúast óhindrað.
Verði vel á málum haldið hér á
landi hafa Íslendingar alla burði
til að nýta sér til fulls þau tæki-
færi sem í þeim breyttu aðstæðum
felast.
Morgunblaðið óskar lesendum
sínum gleðilegs árs og þakkar
samfylgdina á liðnum árum.
Árið hófst á atlögu
kórónuveirunnar og
kveður þegar hillir
undir sigur á henni}
Við áramót
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Á
árinu sem er að líða fór sem oftar
að atburðirnir tóku á sig allt aðra
mynd en nokkurn gat órað fyrir.
Í kjölfar norðanóveðurs undir lok
síðasta árs heilsaði nýja árið með
snjóflóðum á Flateyri og í Súgandafirði og
jarðskjálftum og landsigi nálægt Grindavík.
Undir lok ársins féllu aurskriður á Seyðisfjörð
þannig að rýma þurfti bæinn og íbúarnir
máttu þola margvíslegar þjáningar og eigna-
tjón. Þá er ótalinn faraldurinn sem hrjáð hef-
ur heiminn með vaxandi þunga allt frá því
fréttir fóru að berast af nýrri tegund kórónu-
veiru í Kína í byrjun ársins.
Þegar árið er gert upp verður að draga
rétta lærdóma af viðburðum þess. Ber þar
fyrst að nefna mátt samstöðu og samheldni
þjóðarinnar. Sjálfboðaliðar í björgunar- og
hjálparsveitum gegna lykilhlutverki við hlið
heilbrigðisstarfsmanna, lögreglu og annarra viðbragðs-
aðila þegar náttúruöflin sýna mátt sinn. Ósérhlífni þessa
góða fólks er ómetanleg. Samhugur hefur einnig ríkt
meðal þjóðarinnar varðandi þær umfangsmiklu aðgerðir
sem nauðsynlegt hefur verið að grípa til vegna faraldurs-
ins þar sem fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hefur þurft
að færa miklar fórnir.
Farsæl hagstjórn síðustu ára kemur sér vel á þessum
erfiðu tímum þar sem áhersla var lögð á að greiða niður
skuldir ríkissjóðs og byggja upp öflugan gjaldeyris-
varasjóð. Sú fyrirhyggja er lærdómsrík því hún hefur
auðveldað okkur förina í gegnum efnahagslega erfiðleika
ársins.
Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á samstöðu þjóð-
arinnar um brýnustu verkefnin. Nefna má
uppbyggingu innviða og mikinn stuðning við
þá sem orðið hafa fyrir skakkaföllum. Áður
hafði ríkisstjórnin lagt drjúgan skerf til lífs-
kjarasamninga 2019 sem reynst hafa mikið
gæfuspor.
Í árslok hafa orðið þau straumhvörf að far-
ið er að bólusetja þjóðina gegn kórónuveir-
unni og vonir glæðast um bjartari tíma fram
undan. Samhliða skiptir máli að grundvöllur
hefur verið lagður fyrir öfluga viðspyrnu í at-
vinnu- og efnahagslífi landsmanna.
Áherslur Sjálfstæðisflokksins endurspegl-
ast í fjölmörgum aðgerðum ríkisstjórnar-
innar á kjörtímabilinu. Við leggjum áherslu á
frjálst markaðshagkerfi því við vitum að það
mun auka hagsæld þjóðarinnar. Boðskapur
okkar um öflugt atvinnulíf er ekki orðin tóm
því þannig sköpum við störf og um leið tekjur
heimilanna. Þegar bólusetningum lýkur bíður okkar það
mikilvæga hlutverk að endurreisa hagkerfið, tryggja
fyrirtækjum góð rekstrarskilyrði og berjast gegn þeirri
vá sem atvinnuleysi er. Í stuttu máli þurfum við að vaxa
út úr efnahagsvandanum, skapa aukinn hagvöxt, ný störf
og fjárfestingar í efnislegum innviðum, hugviti o.s.frv.
Stilla ber skattheimtu í hóf en verja um leið grunnþjón-
ustu hins opinbera. Í þessu felast verkefnin á nýju ári.
Fram undan er ár mikilla tækifæra og full ástæða er
til aukinnar bjartsýni. Ég lýk þessum orðum með því að
óska öllum landsmönnum friðar og hagsældar á komandi
ári.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Fram undan er ár tækifæra
Höfundur er dómsmálaráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Umtalsverður samdráttur hefur
orðið í notkun sýklalyfja á
þessu ári. Útleystum sýkla-
lyfjaávísunum fækkaði um 27%
í fyrstu bylgju faraldursins og
um 24% í annarri og þriðju
bylgju. Einkum dró úr notkun
sýklalyfja meðal barna yngri en
fjögurra ára eða um 67% í
fyrstu bylgju faraldursins miðað
við meðaltal sömu vikna síð-
ustu tveggja ára. Í annarri og
þriðju bylgju var sýklalyfja-
notkun barna á þessum aldri
um 45% minni en að meðaltali
árin tvö þar á undan.
Samdráttur
í sýklalyfjum
FARALDURINN
Morgunblaðið/Sverrir
Lyf Mun minna var leyst út af
sýklalyfjum en undanfarin ár.