Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 43

Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 43
STJÓRNMÁL 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Einn færasti leiðtogi sögunnar, Júlíus Sesar, skildiað hann væri ófær um að miðstýra her sínum tilfulls í hringiðu bardagans. Til að þeir hlutar hers-ins sem yrðu viðskila við heildina yrðu ekki stjórnlausir þá braut hann hefð sem herforingjar hans tíma höfðu viðhaft. Í stað þess að boða aðeins þá hæst settu á herráðsfundi til að ræða hernaðaráætlun komandi bardaga, þá sendi hann einnig fundarboð á þá lægst settu, hundraðs- höfðingjana. Vitandi hvernig bardaginn myndi líklega þróast gátu hundraðshöfðingjarnir tekið upplýstar sjálfstæðar ákvarðanir þegar samskiptalínurnar slitnuðu óhjákvæmilega meðan á bardaganum stóð. Margt sjálfboðastarf á internetinu virkar með þessum hætti. Einstaklingar setja fram skýra framtíðarsýn um frjálst stýrikerfi, frjálsa alfræðiorðabók og frjálsan gjald- miðil, sem netverjar vilja sjá verða að veruleika og taka áhugasamir til starfa án skipana. Venjulegt fólk og margar af helstu hetjum mannkynssögunnar hafa borið kyndil rétt- indaverndar og aukinnar þátttöku almennings og gert hann bjartari. Grunnstefna Pírata er að bera þessi grunnréttindi inn í 21. öldina og efla þau enn frekar. Framtíð fyrir alla Lykilatriði í stefnu Pírata er að við eigum öll rétt á að koma að ákvörðunum sem okkur varða. Mikill meirihluti landsmanna vill norrænt velferðarsamfélag sem verndar samkeppni á markaði. Fyrir fyrstu kosningarnar sem Pírat- ar komust á þing útskýrði leiðari í tímaritinu The Economist að til þess að skapa slíkt samfélag þyrfti að uppræta spill- ingu og sérhagsmunagæslu. Til að minnka sérhagsmuna- gæslu þarf kjörna fulltrúa sem ekki eru háðir sérhags- munum. Fulltrúa sem dreifa valdi og tryggja aðkomu fólks að ákvarðanatöku. Þjóðin er alveg nógu efnuð til að hafa gjaldfrjálsa heil- brigðisþjónustu. Þess í stað hefur heilbrigðiskerfið verið undirfjármagnað í áratugi og ríkið hefur ekki samið við hjúkrunarfræðinga í áratug, ekki einu sinni í miðjum heims- faraldri meðan þau hættu lífi sínu og heilsu í framlínunni gegn veirunni. Þeir sem fá hins vegar alltaf sitt í gegn eru óligarkarnir, auðuga yfirstéttin sem hefur hagnast óstjórn- lega á kerfunum sem pólitíkin hefur skapað þeim. Óligarkarnir sem fengu fiskinn okkar til að veðsetja og þó lögin banni veðsetningu kvótans þá yfirveðsetja þeir bara skipin í staðinn fyrir verðmæti kvótans. Óligarkarnir sem fengu bankana okkar á útsölu og blésu þá upp í tífalt hag- kerfi landsins svo við, á litla Íslandi, lentum í einu stærsta bankahruni heimsins. En þetta þarf ekki að vera svona. Með Pírata sem sjávar- útvegsráðherra getur þjóðin úthlutað kvótanum eins og hún telur best. Til dæmis væri hægt að endurúthluta 5 prósent- um aflaheimilda á markaðsverði árlega, sem stæðist lög og stjórnarskrá. Með Pírata sem fjármálaráðherra fær þjóðin að ráða hvort það eigi að einkavæða bankana aftur. Í stuttu máli: Með Pírata við stjórnvölinn hefði fólk aðkomu að lausn málanna sem gamla pólitíkin hefur ekki getað ráðið úr sjálf. Nýja stjórnarskráin er svo skilyrði fyrir þátttöku Pírata í ríkisstjórn, og með nýju stjórnarskránni fær þjóðin sjálf valdið til að stöðva sérhagsmunagæslu stjórnmálamanna til frambúðar. Tvær leiðir til framtíðar En það er fleira sem gamla pólitíkin á í erfiðleikum með. Sjálfvirknivæðingin er hafin og áætlað er að tölvur og vél- menni muni taka yfir helming starfa á næstu tveimur ára- tugum. Í því er fólgin gríðarleg verðmætasköpun og tæki- færi til mikillar velmegunar fyrir okkur öll, ef almannavaldið er notað í þágu okkar allra í stað sérhagsmuna. Helstu hætt- urnar við þessa þróun eru tvær. Hin fyrri er að allt launa- fólk mun vera í samkeppni við vélar um vinnuna og mun þurfa að velja hvort það vill halda starfinu eða halda óbreyttum launum, þangað til það á endanum lendir á at- vinnuleysisbótum. Hin síðari er að verðmætasköpunin vegna þessarar sjálfvirknivæðingar starfa muni nánast öll fara til hinna efnameiri. Til þess að bregðast við þessari þróun er ljóst að við þurfum að hugsa margt upp á nýtt; efnahags- stefnuna, stuðningskerfin okkar og menntun. Skattastefnan er svo eitt lykilatriðið í þessari endurskoðun og hefur verið lagt til, t.a.m. af greinendum tímaritsins The Economist, að skattaþróun 21. aldarinnar eigi að einkennast af lægri skött- um á tekjur samhliða hærri sköttum á fjármagn. Sjálfvirknivæðingin mun skapa tækifæri til að njóta meira frelsis og velmegunar, styttri vinnudags og hærri launa í störfum sem byggjast á félagsfærni og sköpunargáfum eins og fram kemur í tímamótaskýrslu frá Oxford um „Framtíð starfa“ (The Future of Employment: How susceptible are jobs to computerisation?). Það gerist hins vegar ekki af sjálfu sér, það þarf meðvitaða ákvarðanatöku svo að nýta megi sjálfvirknivæðinguna til heilla fyrir alla. Ríki heims standa nefnilega frammi fyrir tveimur val- kostum á þessari stundu. Önnur leiðin sér til þess að við fáum öll tækifæri til að njóta meira frelsis og velmegunar sem sjálfvirknivæðingin gerir mögulega. Hin leiðin er að gera lítið þar til tæknin umturnar vinnumarkaðnum og lífs- viðurværi fólks. Því mun fylgja vaxandi misskipting þar sem vald sérhagsmuna á stjórnmálunum verður algjört. Sífellt fleiri okkar verða læst í samkeppni við vélar á lágum launum á meðan fáir á toppnum eru frjálsir til að leika sér og eign- ast heiminn, líka lýðræðið. Á komandi kosningaári getum við kosið hvora leiðina við förum. Á komandi kosningaári getum kosið okkur framtíð og kosið flokka sem hugsa til framtíðar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Framtíðin verður frábær ef við kjósum svo Nýja stjórnarskráin er svo skilyrði fyrir þátttöku Pírata í ríkisstjórn, og með nýju stjórnarskránni fær þjóðin sjálf valdið til að stöðva sérhags- munagæslu stjórnmálamanna til frambúðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.