Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 48

Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Norðurá I Norðurá II Munaðarnes Allar upplýsingar gefur Einar í síma 893 9111 eða einar@nordura.is Spennandi og góð laxveiði í stórkostlegu umhverfi. Glæsilegt veiðihús og frábært atlæti. Jafnvel skemmtilegra en bestu utanlandsferðir. Í Norðurá II bjóðum við upp á fallegt og gott veiðisvæði og er veitt á 3 stangir sem við seljum saman. Fullbúið veiðihús fylgir með í kaupunum,með 6 uppábúnum rúmum. Þrif innifalin. Gott verð. Veitt á 3 stangir. Borgar 2 stangir en veiðir á 3 stangir. Selt saman. Frábært verð. Veitt frámorgni til kvöldsmeð hádegishléi kl. 13:00 til kl 16:00. Góð laxavon og fjöldi fallegra veiðistaða. Ég held að margir séu fastir í því að ostabakkar þurfi alltaf að vera eins en það er svo fjarri lagi. Það má útbúa fagran ostabakka með lítilli fyrirhöfn á stuttum tíma. Þótt ég elski hefðbundna ostabakka með ostum, sultum og vínberjum finnst mér gaman að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi og slá út af venjunni. Þessi tapas-ostabakki er afar einfaldur og þarf litla fyrirhöfn, hann er engu að síður litríkur og fallegur og afar góður. Hér skiptir máli að blanda saman góðum ávöxtum, hnetum, ostum, brauði og svo einhverju sætu. Ég var með súkkulaðirúsínur og franskar vöfflur sem sætt en mér finnst algjör skylda að hafa sætt með söltu. Stjarnan á bakkanum er klárlega vörurnar frá Die Käsemacher. Ostabakki Pistasíuhnetur saltar eða kryddaðar möndlur súkkulaðirúsínur sætmeti eins og franskar vöfflur, hægt að kaupa litlar eða eitthvað annað sætt eins og litlar brúnkur salamipylsa hráskinka snittubrauð, gott að grilla á grillpönnu sem dæmi ostakexstangir (fást í Fjarðarkaup) 1 krukka fylltar smápaprikur frá Die Käsemacher (fæst í Fjarðarkaup) 1 krukka fylltar ólífur frá Die Käsemacher 1 krukka fyllt smágrasker frá Die Käsemacher 3-4 tegundir af ostum, sem dæmi brie, hvítlauksrjómaostur og tveir sterkari ost- ar. Hér er uppskrift að heimagerðum hvítlauksrjómaosti ef þið viljið gera hann sjálf en hann er sturlað góður. tvær perur, fjórar plómur, blóðappelsína og döðlur, helst ferskar úr kæli Aðferð Skerið ávextina í þunnar sneiðar og skreytið líka með heilum óskornum ávöxtum, það er svo fallegt. Setjið ostana á bakka ásamt brauði og ostakexstöngunum. Raðið svo hnetum, rúsínum og ávöxtum um allan bakkann. Setjið ólífur, smágrasker og paprikur í skálar og setjið á bakkann. Mér finnst oft gott að gera ostabakka aðeins áður en á að bera fram svo ostarnir séu orðnir mjúkir og búnir að taka sig. Punktar Vörurnar frá Die Käsemacher fást í Fjarðarkaup, Hagkaup, stærri Krónu- verslunum, Melabúðinni, Rangá og Kjöthöllinni Háaleitisbraut. María Gomez Ljósmynd/María Gomez Sannkallaður veislubakki Hér blandar María saman alls kyns góðgæti sem passar einstaklega vel saman. Áramótaveisla matarbloggaranna Ostur á alltaf vel við á áramótum og gildir það bæði um matarmikla og skemmtilega ostabakka og bak- aðan ost. Hér erum við með þrjár ólíkar útgáfur frá þremur af ástsælustu eldhúsdrottningum landsins. Um 20 bitar 2 x Dalahringur 50 g hveiti 2 pískuð egg 60 g Panko-rasp 1 msk. söxuð steinselja salt og pipar um 300 ml olía chilisulta Aðferð: Skerið ostinn í bita (um 10 bita hvern). Setjið hveiti í eina skál, pískuð egg í aðra og Panko, steinselju og salt og pipar í þá þriðju. Veltið hverjum ostabita fyrst upp úr hveiti, dustið það vel af og þekið næst vel með eggi og loks vel af raspi. Raðið á bökunarpappír á bakka og setjið í frysti í eina klukkustund áður en þið steikið (svo hann leki ekki út um allt við steikinguna). Hitið olíu í djúpri pönnu og hafið það mikið af olíu að hún nái upp hálfan ostbita, steikið þá síðan í vel heitri ol- íunni í 1-2 mínútur á hvorri hlið eða þar til þeir eru gull- inbrúnir. Leggið á eldhúspappír svo olían leki vel af, raðið svo í skál og njótið með chilisultu. Berglind Hreiðars Ljósmynd/Berglind Hreiðars Girnilegt Það er fátt sem toppar djúpsteiktan ost og þessi uppskrift á eftir að slá í gegn á mörgum heimilum í kvöld. Brie 1½ dl frosin brómber 1½ msk hlynsíróp ½ dl pekanhnetur fersk brómber snittubrauð Aðferð: Stilltu ofninn á 200°C og undir&yfir. Settu ostinn í lítið eldfast mót og inn í ofn í 20 mín. eða þar til osturinn er orðinn vel bólginn og mjúkur. Á meðan osturinn er inni í ofni, settu þá frosin bróm- ber í pott á lágan hita ásamt hlynsírópi, hrærðu varlega í þar til berin eru bráðnuð og svolítill safi hefur myndast af þeim. Takið ostinn út úr ofninum, hellið brómberjunum yfir ásamt safanum. Skerið pekanhenturnar niður og dreifið yfir ostinn. Berið fram með snittubrauði og ferskum brómberjum. Linda Ben. Ljósmynd/Linda Ben Á alltaf vel við Ofnbakaður ostur er einn af þessum rétt- um sem tekur enga stund að búa til og klikkar aldrei.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.