Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 49

Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 49
Hrós vikunnar fá björgunarsveitir landsins Hér á K100 stefnum við ávallt að því að „hækka í gleðinni“ og er því viðeigandi að í hverri viku sé ein- hverjum gefið uppbyggilegt hrós. Það er sérstaklega mikilvægt að hrósa því sem vel er gert. Bæði höf- um við öll gott af því að fá hrós, sem og að gefa það áfram. Hvað þá núna þegar Vetur konungur er mættur í öllu sínu veldi og tak- markanir vegna Covid hafa verið gífurlegar. Það er Hanna Þóra Helgadóttir, samfélagsmiðlastjarna og höfundur bókarinnar Ketó – hugmyndir, upp- skriftir, skipulag, sem gefur hrós vikunnar í dag, þennan síðasta dag ársins 2020. Björgunarsveitirnar vinna óeigingjarnt starf „Ég vil hrósa björgunarveitum landsins fyrir óeigingjarnt starf í þágu okkar samfélags. Í krefjandi aðstæðum þá er þetta fólkið sem mætir á svæðið til þess að bjarga því sem bjarga þarf þegar aðrir hafa ekki búnað eða þekkingu til. Það hefur verið magnað að fylgj- ast með einstaklega sorglegum og erfiðum verkefnum hjá okkar fólki á Seyðisfirði en þarna sést enn og aftur hvað það er mikilvægt að styðja við okkar fólk. Ég gleymi því seint þegar við systkinin sátum hjá mömmu á að- fangadagskvöld fyrir nokkrum ár- um. Við vorum að segja gleðileg jól og byrja að borða kl: 18:00 þegar báðir bræður mínir ruku af stað á fyrsta bita af forréttinum þegar þeir fengu útkall frá björgunar- sveitinni í brjáluðu veðri. Þetta er fólkið sem rýkur af stað alveg sama hvað klukkan er eða hvaða dagur,“ segir Hanna. Fylgist með á K100.is þar sem við höldum áfram með hrós vik- unnar og ef þú lumar á hrósi endi- lega deildu því með okkur. Hrós vikunnar fá björgunarsveitir landsins Morgunblaðið/Eggert Björgunarsveitir landsins Vinna óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins. Hanna Þóra Hrósar björgunarsveitum landsins. Hanna Þóra Helgadóttir hrósar björgunarsveitum landsins fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins. Hún segir fólkið í björgunarsveitunum vera þau sem fari af stað sama hvenær eða í hvaða veðri sem er til þess að bjarga öðru fólki. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Ruslið burt 1. janúar Nú getur þú losað þig við notuðu flugeldana á Nýársdag frá kl. 13-17 á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar á: flugeldar.is Gleðilegt nýtt og hreint ár!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.