Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 52
52 MESSUR UM ÁRAMÓT Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is ÁRBÆJARKIRKJA | Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 17, sent út á heima- síðu Árbæjarkirkju www. arbaej- arkirkja.is. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Krisztina Kalló Szklenár organisti, félagar úr kirkjukór Árbæjarkirkju syngja. Marthial Nardeau leikur á þverflautu. Einsöngur Margrét Einarsdóttir. ÁSTJARNARKIRKJA | Gamlárs- kvöld kl. 17. Prestar eru Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Kjartan Jóns- son. Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Davíðs Sig- urgeirssonar sem leikur á gítar. Þórður Sigurðsson leikur á orgel. Barnakór Ástjarnarkirkju syngur und- ir stjórn Helgu Loftsdóttur og Jó- hanna Guðrún Jónsdóttir syngur ein- söng. Aftansöngnum verður streymt frá www.astjarnarkirkja.is og Facebook- síðu Ástjarnarkirkju. BÚSTAÐAKIRKJA | Aftansöngur sendur út frá Bústaðakirkju kl. 18 á gamlársdag. Prestur er Pálmi Matt- híasson. Kantor Jónas Þórir. Kór Bú- staðakirkju syngur. Einsöngvari: Anna Sigríður Helgadóttir. Gunnar Kristinn Óskarsson leikur á trompet. Á nýársdag er útsending frá hátíð- arguðsþjónustu í Grensáskirkju kl. 14. Stundirnar er að finna á Facebo- ok-síðu og Youtube-rás Fossvogs- prestakalls ásamt heimasíðunum kirkja.is og grensaskirkja.is. FELLA- og Hólakirkja | Nýárs- dagur. Helgistund streymt kl. 11 í umsjá presta og félaga úr kór kirkj- unnar. GRAFARVOGSKIRKJA | Nýárs- dagur. Hátíðarguðsþjónusta verður í streymi kl. 14 á Facebook-síðu kirkj- unnar. Eins verður hægt að horfa á guðsþjónustuna á heimasíðu kirkj- unnar, grafarvogskirkja.is. Prestar safnaðarins þjóna. Sr. Guð- rún Karls Helgudóttir prédikar. Kór Vox Populi mun syngja. Björg Þór- hallsdóttir syngur einsöng. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Björg Brjánsdóttir leikur á flautu og Kristín Lárusdóttir á selló. GRENSÁSKIRKJA | Gamlársdagur: Útsending frá aftansöng í Bústaða- kirkju kl. 18. Nýársdagur: Útsending frá hátíðarguðsþjónustu í Grens- áskirkju kl. 14. Prestar eru Eva Björk Valdimarsdóttir og María Guð- rúnar. Ágústsdóttir. Kantor Ásta Har- aldsdóttir. Félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju syngja. Helgihaldið er að finna á Facebook-síðum Grensás- kirkju og Bústaðakirkju ásamt you- tube-rásinni Fossvogsprestakall. Sjá einnig grensaskirkja.is og kirkja.is. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Á gamlársdag verður send út guðs- þjónusta kl. 18. Sr. Leifur Ragnar Jónsson þjónar fyrir altari og sr. Karl V. Matthíasson prédikar. Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel kirkjunnar og á fiðlu leikur Sig- rún Harðardóttir. Davíð Ólafsson bassi, Hlöðver Sigurðsson tenór, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir sópran og Hildigunnur Einarsdóttir mezzó- sópran syngja. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Aftan- söngur gamlársdag verður aðgengi- legur á heimasíðu og Facebook-síðu Hafnarfjarðarkirkju frá kl. 14 á gaml- ársdag. Hátíðarsöngur sr. Bjarna Þorsteinssonar, sálmar, orgelleikur, lestrar og bænagjörð. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Félagar í Barböru- kórnum syngja. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA | Útvarps- guðsþjónusta á gamlársdag: Aftan- söngur kl. 18. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir prédikar og þjónar ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergs- son. KÁLFATJARNARKIRKJA | Aftansöngur gamlárskvöld kl. 17. Prestar eru Arnór Bjarki Blomster- berg og Kjartan Jónsson. Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar sem leikur á gítar. Þórður Sigurðsson leikur á org- el. Barnakór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur og Jó- hanna Guðrún Jónsdóttir syngur ein- söng. Aftansöngnum verður streymt frá www.kalfatjarnarkirkja.is og Face- book-síðu Ástjarnarkirkju. SELJAKIRKJA | Aftansöngur á gamlársdag kl. 17 í beinu streymi á seljakirkja.is. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið. Sr. Ólafur Jó- hann Borgþórsson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Félagar úr Kór Selja- kirkju syngja við undirleik Tómasar Guðna Eggertssonar organista. Nýár- skveðja kl. 11 á nýársdag á selja- kirkja.is. Kór Seljakirkju syngur ný- árssálma við undirleik Tómasar Guðna og sr. Ólafur Jóhann fer með ritningarlestur og bæn. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund í streymi á Facebook-síðu Sel- tjarnarneskirkju á gamlársdag kl. 18. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er org- anisti. Þórleifur Jónsson og Elísabet F. Eiríksdóttir lesa ritningarlestra og bænir. Streymi á nýársdag á Facebo- ok-síðu Seltjarnarneskirkju kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Ólaf- ur Sigurðsson, fv. varafréttastjóri, flytur ræðu. Ólafur Egilsson, Anna Einarsdóttir og Kristrún Heimisdóttir lesa bænir og ritningarlestra. Þor- steinn Freyr Sigurðsson syngur ein- söng. Tæknimaður í báðum athöfn- um er Sveinn Bjarki Tómasson. Orð dagsins: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (Sálm. 23:1) Morgunblaðið/Ómar Hallgrímskirkja. ✝ Jóhannes Jóns-son fæddist í Reykjavík 19. febr- úar 1945. Hann lést á líknardeild Landspítalans 25. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Margrét Jó- hannesdóttir og Jón Elías Helga- son. Systkini Jó- hannesar voru: Sigurrós Helga, Gunnlaugur og Magnús. Eiginkona Jóhannesar var Ingigerður Sigurðardóttir kennari. Sonur þeirra er Guð- mundur Ingi og sambýliskona hans María Aðal- steinsdóttir. Jóhannes starf- aði sem flugvirki og flugvélstjóri hjá Loftleiðum/ Flugleiðum allan sinn starfsaldur. Jóhannes var meðlimur í frímúrarastúkunni Mími. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Nú er hann Jói bróðir allur eftir langa baráttu við vágest í 22 ár. Á þeim tíma átti hann marga áfangasigra og líka töp en á milli góð og gefandi tímabil þar sem hann gat sinnt vinnu og áhugamálum, en áhugamál Jóa utan fjölskyldunnar voru stang- veiði og sumarbústaðurinn. Í byrjun ársins fór að halla undan fæti og Jói varð fyrir hverju áfallinu á eftir öðru sem að lokum lögðu hann að velli. Hann tók þessu með æðruleysi og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Jói naut umhyggju á líkn- ardeildinni og ber að þakka alla þá frábæru þjónustu sem hann naut þar. Líknardeildin er einstök og á sér ekki aðra líka. Við systkinin vorum fjögur, Didda elst, Gulli annar í röðinni, svo kom Jói og svo ég, hreið- urböggullinn. Foreldrar okkar og nær allir áar okkar voru Vestfirðingar, mamma Álftfirð- ingur og pabbi úr Jökulfjörðum og Eyrarhreppi. Við strákarnir vorum sendir á sumrin vestur í sveit til frændfólks okkar og vorum við Gulli á sama bæ, Hamri í Naut- eyrarhreppi, og áttum þar góð- an tíma, Gulli var þar oft og átti þar „unaðsstað“, en Jói bróðir fór í sveit á Kjaransstöðum í Dýrafirði og hafði eftir það gott samband við Ella og aðra ábú- endur. Á milli okkar Jóa voru nær 5 ár svo ég var polli þegar hann hleypti heimdraganum 17 ára gamall og fór að læra flugvirkj- un í Noregi hjá Bråtens Safe í Stavangri. Jóa fannst ekki gott að vera þar, sagði að Norðmennirnir segðu „god middag“ og færu svo heim að éta brauð. Hann yfirgaf Noreg og fór til Tulsa í Oklahoma þar sem fjöldi landa okkar hafði verið á undan honum og lauk flugvirkjanám- inu þar. Að loknu námi fór Jói að vinna fyrir Loftleiðir, fyrst í New York og síðan hér heima og ferðaðist þá út um allan heim starfsins vegna. Jói var alltaf „Loftleiðamaður“ og starfaði hjá Loftleiðum alla sína starfs- ævi en Loftleiðir hafa jú skipt um nafn nokkrum sinnum á leiðinni. Samskipti okkar bræðra voru afar stopul meðan hann var að mestu í Bandaríkjunum og við Sigrún í Noregi og þegar við vorum báðir búsettir hér heima, orðnir fulltíða með eigin fjöl- skyldur og allt það basl sem fylgir uppbyggingu fjölskyldu, var ekki mjög mikið samneyti okkar á milli, en þegar um fór að hægjast hjá okkur fórum við að hittast og spjalla saman reglulega. Sigrún hló oft að okkur bræðrum þegar við spjölluðum saman og fannst henni stundum vera skrítnar þagnir í samtöl- unum, en við þurftum ekki að tala í síbylju, okkur fannst nær- veran oftast nægjanleg. Jói var mjög hæglátur og yf- irvegaður, greiðvikinn og traustur, ekki talaði hann af sér en vildi hann segja eitthvað fór það ekki á milli mála né framhjá nokkrum. Flestir hlutir léku í höndun- um hans og átti það líka við matargerð því hann var af- bragðskokkur. Jói bróðir var frímúrari og sýndu þeir honum á lokametr- unum mikinn sóma sem ég vil þakka. Bróðir sæll, nú stendur bara eftir að kveðja, ég veit að þér líður betur núna, laus við sárs- aukann og kominn á hinar eilífu veiðilendur þar sem laxinn tek- ur þurrfluguna á loft, bið að heilsa Gulla. Bless. Magnús (Maggi) bróðir. Vinur minn og starfsfélagi til fjölda ára, Jóhannes Jónsson flugvirki, hefur nú kvatt okkur. Ég kynntist Jóa fyrst þegar hann ásamt nokkrum félögum sínum komu frá Spartan og byrjuðu að vinna með okkur flugvirkjum Loftleiða á Kefla- víkurflugvelli 1965. Það sást fljótt að Jói var dug- legur og úrræðagóður flugvirki og var hann mikils metinn hjá yfirmönnum viðhaldsdeildar Loftleiða síðar Icelandair og var honum falið að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Við Jórunn og Jói og Inga festum okkur sumarhúsalönd hlið við hlið í Kjósinni og byrj- uðum að byggja 1975. Við bjuggum í tjöldum á árbakk- anum meðan við vorum að reisa húsin, allt unnið með höndum í þá daga, grafið, steypt og sag- að. Margar góðar stundir höfum við átt þar og Jói naut þess að vera á veröndinni við grillið og horfa út dalinn og hlusta á foss- inn, með bauk í hendi. Við vor- um saman í veiðiholli með nokkrum Loftleiðamönnum, í Langá um árabil, og það var gott að vera á stöng með Jóa, því hann var naskur veiðimaður og þurfti ekki einu sinni veiði- gleraugu til að sjá laxinn. Minningarnar hlaðast upp og ég á oft eftir að horfa yfir á ver- öndina hjá Jóa með bauk í hendi og segja skál gamli vinur og félagi. Elsku Inga, Gummi og María, innilegustu samúðar- kveðjur. Geir og Jórunn. Jóhannes Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.