Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020
Elsku amma mín,
daginn sem þú
kvaddir okkur var
ég staddur fyrir utan leiklistar-
skólann minn í Bretlandi. Ég fann
fyrir ótakmarkaðri sorg sem
breyttist í söknuð sem ég finn
ennþá fyrir á hverjum degi. Ég
skrifaði ljóð til þín þetta kvöld
sem hjálpaði mér að líta til baka
yfir allar góðu stundirnar sem
tíminn færði okkur. Þetta ljóð er
fyrir þig elsku amma mín, takk
fyrir allt.
Fyrir ömmu
Amma er farin
að hitta afa
þau eiga langþráð stefnumót saman.
Afi er búinn að vera að æfa sig í
íslensku.
Tíminn líður svo hratt.
Hver einasta stund einstök.
Hver einasta stund
einstök með þér elsku amma mín.
Þú hafðir alltaf trú á mér
sama hvað.
Þú varst alltaf jákvæð
sama hvað.
Ég er svo þakklátur fyrir
allar skötuveislurnar
á Þorláksmessu.
Ég er svo þakklátur fyrir
Cartoon Network með
þér og Vigdísi alla daga.
Ég er svo þakklátur fyrir
Fjarðarkaupsferðirnar.
Fiskibollurnar.
Ömmukaramellurnar.
Kjötbollur í brúnni sósu
með kartöflum.
Ég man að ég gat
borðað endalaust af þeim.
Stekkjarkinn
Lækjarberg
Hrafnista.
Ólíkar minningar
en allar jafn fullkomnar.
Ég mun aldrei gleyma þér
elsku amma mín.
Ég elska þig.
Tómas Geir Howser
Harðarson.
Ég vildi að ég gæti upplifað alla
mína ævi aftur til þess að geta
verið í kringum elsku ömmu mína
aftur. Hún var ekki venjuleg
amma, hún var besta vinkona
Lilja Hjartardóttir
Howser
✝ Lilja Hjartar-dóttir Howser
fæddist 27. desem-
ber 1930. Lilja lést
13. mars 2020.
Lilja var jarð-
sungin frá Hafnar-
fjarðarkirkju 1.
apríl 2020.
mín. Ég og hún átt-
um einstakt sam-
band alla mína tíð.
Hún kenndi mér svo
margt um lífið,
galdra, samkennd,
gleði, fjölskyldu og
ástina. Betri mann-
eskju var ekki hægt
að finna. Ég er svo
þakklát að hafa haft
hana í lífi mínu svona
lengi. Hún elskaði
tónlist, leiklist, hún átti alltaf miða
í Háskólabíó til þess að hlusta á
sinfóníur. Ég fékk að vídeóspjalla
við hana daginn áður en hún fór af
þessari jörðu og fékk að heyra
hana segja „elsku litla Vigdísin
mín“ í síðasta sinn. Ég þakka fyrir
það. Elsku amma mín. Ég sakna
þín, ég sakna þess að knúsa þig og
finna lyktina þína. Ég sakna þess
að hlusta á sögur frá Patreksfirði.
Ég sakna Fjarðarkaupsferðanna
og matarboðanna.
Ég sakna þess að hlæja og
spjalla. Ég vildi ég hefði þig að-
eins lengur. En þannig er það
ekki. Nú ertu komin til afa og ég á
núna tvo verndarengla sem passa
mig. Eins og þú gerðir allt mitt líf.
Hvíldu í friði amma mín.
Vigdís Ósk Howser
Harðardóttir.
Hún hneigir sig, tjaldið fellur í
síðasta sinn. Yndisleg kona hefur
kvatt okkur en minningin um
elsku ömmu sem vildi öllum svo
vel lifir. Hlýja, umhyggja, traust
og að sjá alltaf það góða í öllum
voru kostir sem amma bjó yfir.
Hún var einhvern veginn
amma allra og vildi allt fyrir mann
gera. Mætti á allar ballettsýning-
ar og leyndi ömmustoltið sér aldr-
ei. Ömmuhús var alltaf mitt annað
heimili og oft mitt aðalheimili. Að
hafa fengið að alast upp svona ná-
ið með ömmu mótaði mig að miklu
leyti að þeirri manneskju sem ég
er í dag og myndi ég segja að allir
þeir eiginleikar sem ég tók frá
henni séu mínir bestu eiginleikar.
Hún snerti hjörtu allra þeirra sem
voru það heppnir að fá að kynnast
henni með hlýju sinni og um-
hyggju.
Elsku amma mín. Að kveðja
þig er eitt það erfiðasta sem ég
hef þurft að gera en er þakklát
fyrir að hafa fengið að faðma þig
og kyssa á kinn í síðasta skiptið.
Að geta ekki komið og fengið þitt
hlýja faðmlag hefur verið mjög
erfitt. Er svo þakklát fyrir tímann
sem Róbert Ingi fékk með þér og
að hann hafi fengið að kynnast
þér. Að koma í langömmuhús var
svo spennandi, fá kremkex og
leika sér með allt dótið sem
langamma átti. Það munaði svo
litlu að Hafdís Delia fengi þitt
hlýja faðmlag og mun ég aldrei
gleyma hvað þú sagðir við mig í
síðasta skipti sem við hittumst:
„Ég bið að heilsa henni.“
Ég mun sjá til þess að kveðjan
skili sér um ókomna framtíð.
Þín
Lilja Guðrún.
Það var alltaf svo skemmtilegt
og skrítið að koma til Lilju
frænku í Stekkjarkinn. Hún Lilja
var nefnilega gift honum Gogga
frænda, og áður en hann varð
Goggi frændi átti hann heima í
Ameríku, og hin framandi heimur
Ameríku bjó hjá Lilju og Gogga í
Stekkjarkinninni í Hafnarfirðin-
um.
Lilja talaði amerísku, og gaf
okkur rauðar og safaríkar vatns-
melónur, og sagði við okkur alvar-
leg í bragði: „Ekki kyngja stein-
unum, þeir eru stórhættulegir“ og
við borðuðum með bestu lyst með
lífið í lúkunum þennan ljúffenga
ávöxt sem Lilja bar á borð úr búð-
inni uppi á Velli.
Lilja var alltaf jákvæðnin sjálf
uppmáluð, alveg sama hvað kom
upp á teninginn, hún gat alltaf séð
björtu hliðarnar. Svo talaði hún
um hluti sem aðrir sjaldan ræddu,
konungsborið fólk fyrri alda í
Evrópu var t.d. alveg eðlilegt um-
ræðuefni þegar Lilja átti í hlut.
Hún var óþrjótandi viskubrunnur
þegar kom að bókum og tónlist
sem hún benti okkur á að væri
þess virði að lesa eða hlusta á.
Svo var hún Lilja líka „norn“
og þau voru ófá skiptin sem hún
bauð okkur upp á ýmsa spádóma
um ókomna framtíð, og var það
alltaf á léttu nótunum og borið
fram af væntumþykju.
Lilja var með eindæmum góð-
ur kokkur og safnaði matarupp-
skriftum héðan og þaðan úr heim-
inum og prófaði þær flestar.
Í dag eigum við systurnar allar
ljósrit af mataruppskriftum, og
greinum um ýmis málefni sem
Lilju þótti mikilvægt að við hefð-
um í fórum okkar, svo ekki sé tal-
að um fróðleiksmola um ættmenni
fyrri alda og allt sem þeim viðkom
og hún vissi um.
Lilju frænku er og verður sárt
saknað.
Draumanna höfgi dvín,
dagur í austri skín,
vekur mig, lífi vefur
mjúka mildings höndin þín.
Dagleiðin erfið er,
óvíst hvert stefna ber,
leið mig langa vegu
mjúka mildings höndin þín.
Sest ég við sólarlag,
sátt er við liðinn dag,
svæfir mig svefni værum
mjúka mildings höndin þín.
(Eygló Eyjólfsdóttir)
Vertu ávallt Guði falin elsku
Lilja frænka.
Sigríður (Sigga),
Þorbjörg (Böggý), Elína
Hrund (Ellý) og Karítas
(Kata).
Ég var svo lánsöm að kynnast
Lilju í byrjun árs 2000 þegar ég hóf
störf hjá Hollustuvernd ríkisins en
Lilja starfaði þar. Lilja var alveg
einstaklega góð í að taka á móti við-
skiptavinum og svara í símann og
tókst henni að láta flesta vera glaða
og voru þetta allt miklir kunningjar
og vinir í hennar augum.
Lilja var hlý og gaf mikið af sér
og gleymdi þar af leiðandi oft sjálfri
sér. Lilja var góður hlustandi og
hún var mjög hæversk og tranaði
sér aldrei fram. Í gegnum árin
lærði maður að hún kvartaði aldrei,
ekki einu sinni þegar hún fékk
krabbameinið skömmu eftir að hún
hætti að vinna. Það var einungis
verkefni í hennar augum að losa sig
við krabbann, sem henni tókst.
Samband okkar Lilju varð að
sterku vináttusambandi þegar hún
fór á eftirlaun. Það var alltaf gaman
að fara í kaffi til Lilju þar sem yfir-
leitt dró hún upp tarotspilin og rún-
irnar og ég fékk spá fyrir daginn
eða mánuðinn eða jafnvel árið. En
Lilja var mjög áhugasöm um and-
leg málefni og sá oft meira en við
hin.
Og þegar kom að jólum þá var ég
svo heppin að fá að smakka þekkta
eggjapúnsið hennar ásamt macin-
tosh-sælgæti. Þetta varð hluti af
jólaundirbúningi mínum að koma
við hjá Lilju og fá smá „amerísk jól“
en Georg maður Lilju var banda-
rískur og var þetta siður sem kom
inn í hjónaband þeirra.
Lilja hafði ekki bara áhuga á
tarotspilunum. Hún var líka alveg
einstök áhugamanneskja um
kónga- og keisarafólk Evrópu. Í
hennar huga voru þetta allt vinir
hennar og kunningjar hvort sem
viðkomandi var lifandi eða ekki.
Hún þekkti alla rússnesku keis-
arafjölskylduna sem og þá dönsku.
Því varð það einn af hápunktum
lífs Lilju þegar hún fór með Stínu
dóttur sinni til St. Pétursborgar
árið 2007. Í þeirri ferð sá hún vetr-
arhöllina og sumarhöllina og sigldi
á ánni og fékk mynd af sér við mál-
verkið af uppáhaldinu hennar,
Nikulási keisara. Á heimleiðinni
var svo stoppað í Danmörku til að
skoða aðeins dönsku konungsfjöl-
skylduna.
Lilja flutti í þjónustuíbúð á
Hrafnistu fyrir ekki svo mörgum
árum og leið henni vel þar. Í gegn-
um rúm 20 ár naut ég þess að
koma við og fá kaffisopa og yfir-
leitt meðlæti með. Lilja átti alltaf
eitthvað í skápunum og svo var
hún mikil kaffimanneskja eins og
ég og hafði gaman af því að bera
kaffi fram í fallegum mánaðarboll-
um.
Elsku Lilja, ég vil þakka þér al-
veg einstaka vináttu í gegnum ár-
in. Ég veit að þú ert glöð núna þar
sem þú ert með Georg þínum sem
þú hefur saknað í mörg ár.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til Lauru, Hjartar og
Stínu (Delíu) og fjölskyldna
þeirra.
Þórey Ingveldur
Guðmundsdóttir.
Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir
Rúnar Geirmundsson
Sigurður Rúnarsson
Þorbergur Þórðarsson
Elís Rúnarsson
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÞORSTEINN HELGI JÓHANNESSON
vélvirki,
Ferjuvaði 11, Reykjavík,
áður búsettur í Borgarnesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð sunnudaginn 27. desember.
Útför hans fer fram frá Seljakirkju laugardaginn 2. janúar
klukkan 11. Vegna aðstæðna verða eingöngu nánustu
aðstandendur viðstaddir.
Útförinni verður streymt frá seljakirkja.is.
Svanlaug Vilhjálmsdóttir
Vilhjálmur Þorsteinsson Olga Hafsteinsdóttir
Jenný Vigdís Þorsteinsdóttir Gísli Fannar Gylfason
og barnabörn
Faðir minn og tengdafaðir,
GUÐMUNDUR VIGFÚSSON
verkamaður,
Sólbakka, Þórustíg 14,
Ytri-Njarðvík,
lést miðvikudaginn 1. janúar 2020 á HSS.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Bjarni Sigurður Guðmundsson
Steinunn Jakobsdóttir
og barnabörn hins látna
Ástkæra móðir okkar, tengdmóðir, amma
og langamma,
ERLA ÞÓRISDÓTTIR
dagmóðir,
lést á heimili sínu þriðjudaginn
22. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristín Þorsteinsdóttir
Halla Þorsteinsdóttir
Þórir Þorsteinsson Ingibjörg N. Smáradóttir
Guðmundur Þorsteinsson
Gunnar Þorsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
KRISTINN HAUKUR JÓHANNSSON
frá Ketilsstöðum,
lést á dvalarheimilinu Lundi mánudaginn
28. desember.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn
6. janúar klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir
en athöfninni verður streymt á vefsíðu Selfosskirkju.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á dvalarheimilið Lund á Hellu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rúnar Hauksson Bryndís Hanna Magnúsdóttir
Jóhanna V. Hauksdóttir Páll M. Stefánsson
Örn Hauksson Gréta Steindórsdóttir