Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 62
maður ekki neitt. Þá var alveg óljóst hvort deildakeppnin í Þýskalandi myndi halda áfram og hvort Meist- aradeildin yrði spiluð. Manni fannst minni líkur vera á því að Meistara- deildin færi aftur af stað með til- heyrandi ferðalögum. Sem betur fer fengum við að spila.“ Þegar upp er staðið er velgengnin mikil hjá Söru á árinu eins og fram hefur komið. Hvort sem það er með félagsliði í Þýskalandi, í Frakkklandi eða íslenska landsliðinu og Sara lék flesta leikina. En það er nokkuð merkilegt að oftar en einu sinni var hún tæp vegna meiðsla. Var það nógu alvarlegt til þess að hún hafði áhyggjur af gangi mála en það slapp fyrir horn og nú í lok árs er hún verkjalaus. Ekki glampandi sól alla daga „Hlé sem gert var vegna veir- unnar síðasta vetur gerði mér kleift að ná mér af meiðslum í hné og há- sinum. Fyrir vikið gat ég klárað deildakeppnina með Wolfsburg en þegar farið var af stað aftur var álagið mjög mikið. Liðið spilaði oft þrjá leiki í viku. Eftir þá törn var ég slæm í hásinunum og það var óheppilegur tímapunktur því ég var að skipta um félag. Ég sleppti síð- asta leiknum í deildinni hjá Wolfs- burg út af þessu og hafði smá áhyggjur enda vildi ég vera heil heilsu hjá nýju liði. Ég fékk pásu í níu daga og þá fékk ég góða hvíld. Í framhaldinu gat ég æft á fullu og spilað, sem var í raun ótrúlegt. En ég var ennþá mjög tæp í hásinunum í Meistaradeildinni og í franska bik- arúrslitaleiknum. Ég fékk litla hvíld og þegar kom að landsleikjunum gegn Lettlandi og Svíþjóð var ég sárþjáð ef ég á að vera hreinskilin. Ég hafði gengið á líkamann eins og ég hef kannski gert áður. Það er greinilegt að maður lærir aldrei. Maður hefði haldið að maður yrði skynsamari með aldrinum en ég er bara svo þrjósk,“ sagði Sara Björk en henni er ekki alls varnað í þessum efnum því hún tók skynsamlega ákvörðun í framhaldinu. „Eftir landsleikina ákvað ég að taka þriggja vikna pásu og missti af tveimur eða þremur leikjum með Lyon. Ég þurfti á þessari hvíld að halda og hef ekki fundið fyrir verkj- um síðan. Á árinu eru margir sætir sigrar en ég man líka eftir erfiðum dögum þar sem ég var að drepast í líkamanum þegar ég fór fram úr á morgnana. Stundum þurfti ég að berjast áfram í gegnum þetta en ég er þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessum keppnum á ári þar sem fullt af íþróttafólki gat ekki keppt vegna kórónuveirunnar. Þeg- ar upp er staðið þá gekk þetta allt saman upp.“ Metnaðinum er ekki svalað Sara hefur nánast unnið allt það helsta sem hægt er að vinna með fé- lagsliði. Það eina sem hægt væri að tína til væri að reyna sig í banda- rísku deildinni en sú deild er vart Þráði svo rosalega heitt að verða Evrópumeistari  Þakklæti og gleði hjá Söru Björk Gunnarsdóttur íþróttamanni ársins eftir viðburðaríkt ár  Margir sætir sigrar en líka mjög erfiðir dagar AFP Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í San Sebastián í ágústmánuði þar sem hún skoraði þriðja mark Lyon í 3:1 sigrinum á fyrrverandi samherjum hennar í Wolfsburg. 62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 England Tottenham – Fulham ........................ frestað Newcastle – Liverpool ............................. 0:0 Staðan: Liverpool 16 9 6 1 37:20 33 Manch. Utd 15 9 3 3 31:23 30 Leicester 16 9 2 5 29:20 29 Everton 15 9 2 4 26:19 29 Aston Villa 14 8 2 4 28:14 26 Chelsea 16 7 5 4 31:18 26 Tottenham 15 7 5 3 26:15 26 Manch. City 14 7 5 2 21:12 26 Southampton 16 7 5 4 25:19 26 West Ham 16 6 5 5 23:21 23 Leeds 16 7 2 7 30:30 23 Wolves 16 6 3 7 15:21 21 Arsenal 16 6 2 8 16:19 20 Newcastle 15 5 4 6 17:24 19 Crystal Palace 16 5 4 7 20:29 19 Burnley 15 4 4 7 9:20 16 Brighton 16 2 7 7 18:25 13 Fulham 15 2 5 8 13:23 11 WBA 16 1 5 10 11:35 8 Sheffield Utd 16 0 2 14 8:27 2 B-deild: Brentford – Bournemouth....................... 2:1 Swansea – Reading .................................. 0:0 Staða efstu liða: Norwich 22 13 5 4 30:20 44 Brentford 22 11 8 3 36:21 41 Swansea 22 11 7 4 25:12 40 Bournemouth 21 10 8 3 36:18 38 Watford 21 10 7 4 24:15 37 Reading 22 11 4 7 32:27 37 Stoke 22 9 8 5 26:21 35 Barnsley 22 10 4 8 27:28 34 Middlesbrough 21 9 6 6 25:17 33 Bristol City 22 10 3 9 23:24 33 Preston 22 10 2 10 30:30 32 Huddersfield 22 9 4 9 27:30 31 Luton 22 8 6 8 20:24 30 Blackburn 22 8 5 9 36:27 29 Cardiff 22 8 5 9 29:25 29 Millwall 20 5 10 5 17:18 25 Ítalía B-deild: SPAL – Brescia........................................ 2:3  Birkir Bjarnason kom inn á sem vara- maður á 76. mínútu hjá Brescia og skoraði sigurmarkið, Hólmbert Aron Friðjónsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Chievo – Venezia ..................................... 1:1  Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á sem varamaður á 66. mínútu hjá Venezia, Óttar Magnús Karlsson var allan tímann á bekknum.  Svíþjóð Kristianstad – Varberg ...................... 31:19  Teigur Örn Einarssonskoraði 3 mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guð- mundsson 1. Guif – Önnered .................................... 32:27  Daníel Freyr Ágústsson varði 16 skot og skoraði 1 mark í marki Guif. Aranäs – Alingsås................................ 26:31  Aron Dagur Pálsson skoraði 1 mark fyr- ir Alingsås. Staða efstu liða: Malmö 27, Ystad IF 27, Sävehof 26, Alings- ås 25 Skövde 23, Lugi 23, Kristianstad 22, IFK Ystad 17, Hallby 16. Þýskaland Leverkusen – Göppingen ................... 24:19  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Leverkusen. B-deild: Bietigheim – Ferndorf........................ 33:27  Aron Rafn Eðvarðsson varði 10 skot í marki Bietigheim. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið. Dormagen – Gummersbach ............... 24:24  Elliði Snær Viðarsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs- son þjálfar liðið. Danmörk Aarhus United – Horsens ................... 29:18  Thea Imani Sturludóttir skoraði ekki fyrir Aarhus United. Vendsyssel – Ajax................................ 24:30  Steinunn Hansdóttir skoraði 1 mörk fyr- ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 11 skot í marki liðsins.   Þýskaland Giessen – Fraport Skyliners .............. 75:74  Jón Axel Guðmundsson skoraði 11 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á 27 mínútum hjá Fraport Skyliners. NBA-deildin Cleveland – New York ......................... 86:95 Detroit – Golden State ..................... 106:116 Indiana – Boston............................... 111:116 Philadelphia – Toronto ...................... 100:93 Washington – Chicago ..................... 107:115 Miami – Milwaukee ............................ 97:144 Oklahoma City – Orlando ................ 107:118 Phoenix – New Orleans ..................... 111:86 LA Clippers – Minnesota ................ 124:101 Sacramento – Denver ...................... 125:115   Theódór Elmar Bjarnason verður eftir áramótin þrettándi íslenski knattspyrnumaðurinn til að spila í grísku úrvalsdeildinni en hann gekk í gær til liðs við Lamia sem er frá samnefndri borg í miðhluta Grikk- lands. Liðið situr á botni deild- arinnar með aðeins tvö stig úr fyrstu tíu leikjum sínum. Fyrir eru í deildinni núna þeir Sverrir Ingi Ingason hjá PAOK og Ögmundur Kristinsson hjá Olympi- acos. Elmar hefur leikið í Tyrklandi frá 2017, síðast með Akhisarspor, en Grikkland verður hans sjöunda land á ferlinum. Hann hefur áður leikið á Íslandi (KR), Skotlandi (Celtic), Noregi (Lyn), Svíþjóð (Gautaborg), Danmörku (Randers og AGF) og Tyrklandi (Elazigspor, Gazisehier og Akhisarspor). Samtals hefur Elmar, sem er 33 ára gamall, leikið 330 deildaleiki á ferlinum og 41 A- landsleik fyrir Íslands hönd. vs@mbl.is Sá þrettándi í Grikklandi AFP Lamia Theódór Elmar Bjarnason reynir að forða liðinu frá falli. Danski knatt- spyrnumaðurinn Lasse Petry er farinn frá Ís- landsmeisturum Vals og búinn að semja við Köge í heimalandi sínu. Petry, sem er 28 ára gamall, hefur verið í stóru hlut- verki á miðjunni hjá Val undanfarin tvö ár. Hann lék 17 af 18 leikjum liðsins í deildinni í ár og skoraði tvö mörk, og alls lék hann 29 leiki í deildinni og skoraði fimm mörk en Daninn missti af nær hálfu tíma- bilinu 2019. Köge er í sjöunda sæti B-deildarinnar. Petry heim til Danmerkur Lasse Petry  Þýskur meistari með Wolfs- burg fjórða árið í röð.  Þýskur bikarmeistari með Wolfsburg fjórða árið í röð.  Franskur bikarmeistari með Lyon.  Evrópumeistari með Lyon.  Tilnefnd sem einn þriggja bestu miðjumanna Meist- aradeildar Evrópu.  Tilnefnd í vali UEFA á úr- valsliði Evrópu.  Valin ein af 20 bestu knatt- spyrnukonum Evrópu af breska tímaritinu FourFo- urTwo.  Fyrirliði íslenska landsliðs- ins sem tryggði sér sæti á EM.  Sló íslenska lands- leikjametið.  Í 24. sæti á lista breska blaðsins The Guardian yfir bestu knattspyrnukonur heims.  Kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi. Árið 2020 hjá Söru BEST 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðs- fyrirliði í knattspyrnu úr Hafn- arfirði, segir sæmdarheitið íþrótta- maður ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna toppa magnað ár hjá sér. Meðlimir í samtökunum voru samstiga að þessu sinni því Sara var sett í 1. sæti á hverjum ein- asta atkvæðaseðli. „Þetta er ótrúlega mikill heiður og ég er því stolt af þessari viðurkenn- ingu. Að vera kjörin íþróttamaður ársins er eitt það stærsta sem hægt er að vinna sem íþróttamaður á Ís- landi. Í raun hefur þetta verið ótrú- legt ár og fyrir mig má segja að þessi viðurkenning hafi toppað magnað ár,“ sagði Sara þegar Morg- unblaðið náði tali af henni. Konurnar stálu senunni í þetta sinn því lið ársins var kvennalands- liðið í knattspyrnu og þjálfari ársins var Elísabet Gunnarsdóttir, sem einnig var valin þjálfari ársins í kvennadeildinni í Svíþjóð. Sara varð einnig fyrir valinu árið 2018 og er fyrst íslenskra kvenna til að fá sæmdarheitið oftar en einu sinni. „Já, það eru víst tímamót. Auðvitað er gaman að því en vonandi eigum við eftir að sjá það gerast hjá fleiri konum í framtíðinni. Þetta var kvennaár, það er alveg á hreinu. Ég er mjög stolt af landsliðinu að tryggja sig inn á EM eftir langa og stranga undankeppni. Að komast inn á EM fjórum sinnum í röð er frá- bær árangur. Beta [Elísabet Gunn- arsdóttir] er ein af bestu þjálf- urunum erlendis og verðskuldar þær viðurkenningar sem hún hefur fengið.“ Langþráðu takmarki náð Hápunktur ársins hjá Söru var sigurinn í Meistaradeild Evrópu með Lyon. Hún hafði áður leikið til úrslita í keppninni með Wolfsburg árið 2018 og hefur lengi horft til þess að ná Evrópumeistaratitlinum. „Já, það er eins konar hápunktur að ná þeim titli. Það hefur verið markmið í langan tíma og ótrúlega sætt að ná því. Sérstaklega þar sem mikið gekk á hvort sem það voru fé- lagaskipti eða heimsfaraldurinn. Auk þess var smá rússíbani í kring- um þetta allt saman eins og að mæta sínu gamla liði í úrslitaleiknum. Það var rosa margt í gangi á þessu ári og þegar ég var heima í mars þá vissi Birkir Bjarnason var hetja Brescia í 3:2-sigri á SPAL í ítölsku B- deildinni í fót- bolta í gærkvöld. Birkir byrjaði á bekknum hjá Brescia og kom inn á sem vara- maður á 76. mín- útu í stöðunni 2:2. Ellefu mínútum síðar var hann bú- inn að skora sigurmarkið. Hólmbert Aron Friðjónsson lék ekki með Brescia vegna meiðsla. Markið er það annað sem Birkir skorar í des- ember en hann komst einnig á blað gegn Salernitana fyrr í mánuðinum. Birkir skoraði sigurmarkið Birkir Bjarnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.