Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 65
AF KVIKMYNDUM Gunnar Ragnarsson Nú er glatt á hjalla í kvik-myndakreðsum því tíðárslista er upp runnin. Fyrir íslenska bíónördið líkjast erlendu listarnir hlaðborði með framandi kræsingum sem óvíst er hvort eða hvenær það fær að gæða sér á. Í ár er einn girnilegasti bit- inn bak við búðarborðið án efa kvikmyndabálkur breska leikstjór- ans Steves McQueens Smáöxi (e. Small Axe). McQueen er þungavigtarkappi og á að baki fjórar frásagnar- myndir sem einkennast af form- rænni fágun og pólitískri vigt. Í vinsældum flaug hæst þrælahalds- ræman Þræll í tólf ár (2013) en hún varð fyrsta kvikmyndin eftir svartan leikstjóra (sem og fram- leiðanda) til að hljóta Óskars- verðlaun sem besta mynd. Smáöxi brýtur blað í verkum McQueens því í fyrsta sinn snýr sögusvið og umfjöllunarefni með beinum hætti að hans eigin uppruna – samfélagi svartra Lundúnabúa ættaðra frá Vestur-Indíum. Hulin fortíð Vestur-Indíur eru eyjaklasi í Karabíska hafinu en hugtakið á upptök sín í landfundum Kólum- busar. Eyríkin voru flest nýlendur evrópsku stórveldanna langt fram á tuttugustu öld en fimmtán þeirra, þ.á m. Jamaíka og Trínidad og Tóbagó, heyrðu undir bresku krúnuna. Eftir mannfall seinni heimsstyrjaldar hvöttu bresk yfir- völd þegna nýlenda og samveld- isríkja sinna til að flytja til „móðurjarðarinnar“ í þeirri von að brúa bilið á vinnumarkaði. Tölu- verður fjöldi fólks fluttist yfir Atl- antshafið en móttökurnar voru ekki hlýjar. Rasismi var allsráð- andi og ódulinn í bresku samfélagi og þar að auki kerfisbundinn og stofnanavæddur í eðli sínu. Smáöxi fjallar um fortíð sem hefur verið mörgum hulin og um leið varpar hún ljósi á sögulegt samhengi átaka samtímans. Fimm frásagnir Smáaxar eiga sér stað frá lokum sjöunda áratug- arins til byrjunar þess níunda og sýna mismunandi sjónarhorn á raunveruleika svartra í Bretlandi þess tíma. Þrjár þeirra, Mangrove, Rautt, hvítt og blátt (e. Red, White and Blue) og Alex Wheatle, eru byggðar á raunverulegum atburð- um og persónum (réttarhöldin yfir Mangrove-nímenningunum árið 1971, New Cross-bruninn og Brix- ton-óeirðirnar árið 1981 m.a.) og eiga sameiginlegt að fjalla með einum eða öðrum hætti um stöðu svartra gagnvart lögreglu og yfir- völdum. Lokahnykkurinn Menntun (e. Education) byggist með óbein- um hætti á uppvexti leikstjórans og greinir frá því hvernig svörtum börnum var mismunað innan skólakerfisins. Stórfengleg tónlist Elskendarokk (e. Lovers Rock) sker sig þó talsvert úr fjöldanum og virðist vera uppá- haldsstykki margra. Frásögnin gerist öll á einni kvöldstund þar sem fylgst er með línulegri fram- vindu „blúspartís“ sem fer fram í einkahúsi í Lundúnum árið 1980. Hljóðkerfi er sett upp, rýmið skreytt og gestir tínast inn. Kvöldið hefst í diskótakti en fær- ist hægt og bítandi í elskenda- rokk (breskt sálarskotið og rómantískt reggíafbrigði, gjarnan sungið af kvensöngkonum) og ná- inn og ritúalískur mökunardans tekur við. Síðla nætur er döbbið í algleymi og sveinarnir standa eft- ir í manískri karlorkunni. Á milli þessara stunda sjáum við ýmsar hliðar mannlífsins en smáatriði þess gera söguheiminn og persón- urnar afar sannfærandi. Frásögn- in nær á magnaðan hátt utan um tilfinninguna sem fylgir því að vera ungur. Átök við ráðandi hóp samfélagsins færast hér í bak- grunn (þótt þau hverfi aldrei al- veg) og ungmennin eiga hér sitt rými sem þau eru frjáls í. Tónlist- in, líkt og í bálknum í heild, er stórfengleg (eins og við má búast í sögu fólks sem tilheyrir tví- heimum Vestur-Indía) og gegnir lykilhlutverki. A cappella-söngur dansgólfsins á ástaróði Janet Kay „Silly Games“ (heilalím frá himn- um ofan) ljær honum óvænta póli- tíska vídd og er án efa kvik- myndalegur hápunktur. Eitt og sér er Elskendarokk afar sterkt verk en það eflist enn frekar í sambandi við heildina. Gleðin væri ekki söm án pólitíska sam- hengisins og taugaspennunnar sem upphafshljómur Mangrove slær. Og þá skal vikið stuttlega að örlítið úldnu þrætuepli – er Smáöxi bíó eða sjónvarp? Fljótandi mörk Höfundar Smáaxar tala um verkið sem kvikmyndabálk, þ.e.a.s. fimm stakar kvikmyndir (en ekki sjónvarpsþætti) sem mynda stærra verk. Slíkir merkimiðar eru ekki nýir af nálinni hjá listrænum leik- stjórum sem framleiða efni fyrir sjónvarp og má nefna Berlín Alex- anderplatz Fassbinders (1980) og Boðorð Kieslowskis (1988) sem dæmi. Mörk milli forma hafa þó aldrei verið jafn fljótandi og nú og umræður sem þessar verða æ tíð- ari. Sjá má að Mangrove og Elsk- endarokk (sem vermdi toppsæti lista Sight&Sound t.a.m.) voru báðar hátt skrifaðar á bíóárs- listum beggja vegna Atlantshafsins en breski menningarmáttar- stólpinn The Guardian hafði heild- arverkið aðeins í sjónvarps- uppgjöri sínu en hunsaði smærri hluta þess bíómegin. Verðlaun gagnrýnendasamtaka Los Angel- es-borgar bættu svo grátt ofan á svart og útnefndu Smáöxi í heild sinni sem bestu kvikmynd ársins. Hártoganir sem þessar eru fyrst og fremst ætlaðar þeim sem standa að verðlaunahátíðum og eru á engan hátt mikilvægar til þess að njóta verksins. Líklega er bara bæði betra. Virðingarsess Steves McQueens sem kvikmynda- leikstjóra er þó meginástæða þess að Smáöxi varð að veruleika og er það mikilvægt í heildarsamheng- inu. Verkið er framleitt af BBC og sýnt þar og er stórsigur að jafn hápólitískt og beinskeytt listaverk, sem fjallar um afglöp þarlendra yfirvalda, berist til sem flestra landsmanna. Sem stendur er að- gengi íslenskra áhorfenda að Smá- öxi enn óráðið en óskandi væri að RÚV tryggði sér sýningarréttinn enda um mikilvægt menningar- verk með ríkulega alþjóðlega skír- skotun að ræða. Mörg hver höfum við smakkað á ópíumi fólksins undanfarin misseri og er erfitt að ímynda sér betra móteitur en Smáöxi til þess að rifja upp fyrir hvað krúnan stendur í raun og veru. Smáöxi fellir stórt tré Elskendarokk Úr einni af kvikmyndum Steves McQueens, Lovers Rock, sem er hluti af bálkinum Smáöxi. » VirðingarsessSteves McQueens sem kvikmyndaleik- stjóra er þó megin- ástæða þess að Smáöxi varð að veruleika og er það mikilvægt í heildar- samhenginu. MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND JÓLAMYNDIN 2020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.