Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 68

Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Upphaf 8. kafla sem ber heitið Nauðstatt fólk á ókunnugum stað þar sem segir frá fyrstu viðbrögðum áhafnar og farþega vélarinnar á slysstað. Dánjal J. Bærensen yfirdýra- læknir Færeyja er búinn að liggja í nokkrar mínútur á jörðinni fyrir neðan flugvélarflakið. Hann kennir ægilegs sársauka í kviðarholi og brjóstkassa. Smám saman reynir Bærentsen að gera sér ljóst líkam- legt ástand sitt með því að fram- kvæma læknisrannsókn á sjálfum sér. Hann finnur að handleggirnir eru heilir. Fótleggirnir eru líka í lagi. Síðan leggur hann hönd á kvið sér en sannfærist þá um að lifrin hafi skaddast. Sem dýralækn- ir veit hann að hætt er við að fólk deyi af inn- vortis blæðingum ef lifrin hefur orðið fyrir tjóni. Hann tekur púls- inn á sjálfum sér og skoðar hörund sitt. Ef honum blæðir innvortis þá ætti hann að fölna og púlsinn að veikjast. Eftir nokkra skoðun sér Bærentsen sér til léttis að hann er hvorki að fölna upp né dregur úr púlsi. Á sama tíma heyrir hann hræðileg neyðaróp, miklar stunur og þung andvörp innan úr flakinu. „Almáttugur, hér liggur þú í heilu lagi og verkjar í skrokkinn, en það eru bara smámunir,“ hugsar Bæ- rentsen. Hann stendur á fætur og gengur aftur að flakinu. Þegar hann kemur að því, hafa þau sem hafa sloppið best úr slysinu þegar hafist handa við að hjálpa hin- um meira slösuðu úr braki vélar- innar. Meðal þeirra sem hafa verið lögð á jörðina við flugvélarskrokk- inn er Eyðbjørg Mikkelsen sem hafði dvalið á Mæjorku meðan mað- ur hennar skrapp til Madrídar á Spáni í handboltaerindum. Tor- bjørn, eiginmaður hennar, hefur orðið fyrir miklu áfalli og er ekki með sjálfum sér. Hann stendur bara upp við brakið, kallar á Eyðbjørgu og segir henni að koma aftur inn í flakið. „Það er svo hlýtt og notalegt hér inni í flugvélinni. Komdu frekar hingað,“ hrópar Torbjørn til Eyð- bjargar sem liggur hjálparvana á jörðinni. Hún getur sig hvergi hreyft. Fyrsta verk Bærentsens dýra- læknis þegar hann kemur aftur inn í flak vélarinnar er að fara fram í stjórnklefann. Bjarni Jensson flug- stjóri liggur fram á grúfu í sæti sínu yfir stýri vélarinnar. Hann er með lífsmarki en gefur bara frá sér stun- ur. Bjarni er hálsbrotinn og andast meðan Bærentsen stendur yfir hon- um. Íslendingurinn Agnar Sam- úlesson er einnig í dyrum flug- stjórnarklefans. Páll Stefánsson aðstoðarflug- maður er í sæti sínu. Hann er á lífi og við meðvitund, en ekki með sjálf- um sér eftir að hafa orðið fyrir mikl- um áverkum þegar flugvélin rakst í jörðina. Bærentsen færir sig um set yfir til Páls. Saman hjálpast hann og Agnar að við að losa Pál úr öryggis- beltunum sem hann hefur spennt um mitti sitt og axlir. Þeir aðstoða hann úr flugmannssætinu og stjórn- klefanum út undir bert loft. Sem betur fer er Páll óbrotinn á útlim- um. „Hvar erum við stödd?“ spyr Dánjal J. Bærentsen íslenska flug- manninn á dönsku. „Við erum í Færeyjum, að sjálf- sögðu,“ umlar Páll Stefánsson eftir bestu getu. Hann veit það ekki sjálf- ur að kjálki hans er brotinn og að átta tennur í munni hans eru illa laskaðar. „Í Færeyjum, já. Í Færeyjum. En hvar í Færeyjum? Erum við á Suð- urey, á Sandey, á Vogum eða á Straumey?“ spyr Bærentsen um hæl. „Nei, það veit ég ekki,“ svarar að- stoðarflugmaðurinn. „Þú hlýtur að hafa vitað …“ „Nei, ég veit ekki. En við erum farin frá Björgvin,“ grípur Páll fram í. „Já, við erum farin frá Björgvin,“ svarar Bærentsen. Mikið blóð rennur úr höfði Páls og munni. Valgerður Jónsdóttir flugfreyja er í hópi þeirra sem hafa sloppið lítt meidd úr slysinu. Hún er nú komin fram að flugstjórnarklef- anum. Hún stumrar yfir Hrafnhildi Ólafsdóttur fyrstu flugfreyju þar sem hún liggur á gólfinu fyrir aftan stjórnklefann. Hrafnhildur er við meðvitund en getur hvorki hreyft legg né lið. Bærentsen dýralæknir víkur frá Páli og skoðar Hrafnhildi. „Þú ert svo mikið slösuð að við verðum að fá aðstoð til að koma þér út,“ segir hann. Bærentsen fær nokkra menn til að hjálpa sér að bera Hrafnhildi út um dyrnar vinstra megin, aftan við flug- stjórnarklefann. Þær hafa opnast þegar vélin brotlenti. Hrafnhildur er lögð varlega á sessur sem hafa verið teknar úr farþegastólum vél- arinnar og lagðar á jörðina fyrir hana. Bærentsen dýralæknir sér að það þarf að binda um höfuð Páls Stef- ánssonar sem er að missa mikið blóð. Hann er búinn að finna fata- plagg sem nota má til bráðabirgða til þessa. Hann kallar á Valgerði og þau hjálpast að við að vefja þetta um höfuð flugmannsins. Þeim Val- gerði er báðum ljóst að Páll er enn ringlaður eftir áreksturinn og engar vitrænar upplýsingar að fá hjá hon- um sem stendur. Mörg látin og fjöldi í áfalli Nú er Hans Petur Petersen að rakna við úr öngvitinu sem hann féll í við áreksturinn. Hann hvorki sér né heyrir nokkuð til Davildu konu sinnar. Hans Petur finnur að hann er fastur og að hluta til klemmdur undir skrokki flugvélarinnar. Hann skynjar líka að einhver er líka fastur undir síðu hans, en þeir liggja þann- ig að þeir sjá ekki hvor annan. Þessi maður segir eitthvað við Hans Pet- ur. Þeir skiptast á nokkrum orðum. Brátt spyr þessi maður Hans Petur: „Ertu frelsaður?“ Nú rennur upp fyrir Hans Petri að þetta er Brynleif Hansen trúboði. Brynleif hafði einmitt setið í glugga- sætinu á ská við Hans Petur í sæta- röðinni fyrir framan. „Ertu frelsaður?“ spyr Brynleif aftur. Jafnvel hér, fastur og deyjandi undir farþegaflugvél, vill Brynleif Hansen, baptisti og trúboði frá Vatnseyrum á Vogum, freista þess að bjarga samferðafólki sínu í faðm Jesú áður en það verður um seinan. Skömmu síðar þagnaði trúboðinn frá Vatnseyrum. Erhard Næs, stjórnarmaður í Íþróttasambandi Færeyja og fulltrúi á þingi Alþjóðahandknatt- leikssambandsins í Madríd á Spáni, kemur auga á yfirdýralækninn þeg- ar sá síðarnefndi kemur frá því að hafa sinnt Páli Stefánssyni. „Nú, ert þú hér?“ segir Erhard. „Hver ert þú?“ spyr Bærentsen. „Ég er Erhard. Hvað hefur gerst?“ svarar hinn. „Hefur þú eitthvað meiðst?“ spyr Bærentsen þá. „Nei, það er ekkert að mér nema ég finn að ég er handleggsbrotinn. Svo er eitthvað að löppunum á mér,“ svarar Erhard Næs. Einhver koma og þeim tekst að draga Erhard út úr brakinu. Þegar út er komið er hann lagður í skjól við barð. Það er mjög kalt úti, rok og lítils háttar slydda. Erhardi Næs verður brátt svo kalt að hann kallar hvort einhver vilji ekki vera svo vænn að færa sig undir hurð flugvél- arinnar sem hafði rifnað af henni í brotlendingunni. Erhardi Næs tekst að ná athygli Astrid Forsberg-Madsen milli allra neyðarópanna. Hún er röknuð við úr rotinu sem hún hlaut í brotlending- unni. Astrid gengur til hans og spyr hvort hún megi fá lánaða koníaks- flösku úr farangri hans sem enn er heil. Hún hafi hugsað sér að reyna að líkna einhverjum hinna slösuðu með því að gefa þeim snafs í von um að lina þjáningar þeirra. „Jú, það er í lagi, en ég vil ekkert því ég þarf að fara í aðgerð og láta laga löppina á mér,“ segir Erhard Næs hálfmeðvitundarlaus. Þegar Dánjal Bærentsen snýr aftur í brakið í farþegarýminu þá er Jógvan Asbjørn Skaale sem sat í sætinu fyrir framan yfirdýralækn- inn meðal þeirra fyrstu sem hann kemur auga á. Þeir þekkjast frá fyrri kynnum. Jógvan Asbjørn ligg- ur hálfur á kafi í mold. Bærentsen kallar á konu sem var í hópi farþeg- anna til sín og fær hana til aðstoðar við að reyna að grafa moldina frá Jógvani. Meðan þau reyna að krafsa jarð- veginn frá líkama unga Þórshafn- arbúans raknar Jógvan Asbjørn úr öngviti sem hann var í og horfir beint upp á andlit Bærentsens. Yfir- dýralæknirinn hristir bara höfuðið. „Nei, þetta lítur ekki vel út,“ missir hann út úr sér. Báðir menn- irnir þekkjast vel. „Nei, Dánjal, nú lýgur þú eins og þú ert langur til,“ hugsar ungi mað- urinn og missir síðan aftur meðvit- und. Jógvan Asbjørn hefur fengið svo mikið af jarðvegi yfir sig að það er miklum erfiðleikum bundið að losa hann. Þau sem sinna Jógvani spyrja hvort hann geti hreyft sig til hag- ræðingar og hjálpað við þetta, en fótur hans er fastur. Að lokum tekst þó að losa Jógvan, en hann lítur illa út. Hann er með svöðusár á höfði sem nær frá enni aftur á hnakka. Það er opið og breitt, á að líta eins og svörðurinn hafi flest ofan af höfð- inu. Bærentsen gerir sitt besta til að draga húðina saman yfir sárið. Síð- an vöðlar hann síðu „hippahári“ Jógvans beggja vegna sársins upp í vöndla og hnýtir þá saman yfir sárinu. „Í dag kom sér vel að þú lætur ekki klippa þig,“ muldrar yfirdýra- læknirinn. Þau hagræða Jógvani. Þá kemst hinn slasaði aftur til meðvitundar. Jógvan finnur til mikils kulda. Önn- ur buxnaskálm hans er rifin og upp- flett upp svo hann finnur sérlega til kuldans á beru holdinu þar milli skálmarinnar og sokkaleistans. Þar sem hann liggur verður honum hugsað til þess að hann var nýbúinn að festa kaup á þessum glænýju buxum. Nú veltir hann því fyrir sér hvernig hann eigi að draga skálmina niður að sokknum án þess að skemma nýju buxurnar sínar. Hann getur alls ekki teygt sig niður. Jógv- an gerir sér enga grein fyrir því að hann er alblóðugur, þakinn í moldardrullu og lítur skelfilega út. Að lokum hressist hann þó svo mik- ið við að honum tekst að troða buxnaskálmina niður að sokknum með því að beita hinum fætinum. „Og svo mega buxur bara vera buxur,“ hugsar hann með sjálfum sér. Síðan fellur hann aftur í öngvit. Ekki líður á löngu þar til þau sem eru nokkurn veginn óslösuð gera sér grein fyrir að auk hinna fjölmörgu slösuðu í hópi farþeganna, þá eru nokkur látin. En hvar eru þau stödd og hvers vegna kemur enginn þeim til hjálpar? Það er svartaþoka, rok, rigning og kuldi. Þau sjá engin kennileiti við flakið, bara færeyskt stórgrýti og gras eins og þau séu stödd í fjalllendi. Einn hinna verr slösuðu karlmanna í hópnum heyrist hrópa: „Hvar í fjáranum eru þessir Vogamenn? Af hverju koma þeir ekki og bjarga okkur?“ Þessi maður er ekki í neinum vafa um að þau eru stödd einhvers staðar á Vogum, og þá væntanlega ekki langt frá flug- vellinum. Nauðstatt fólk á ókunnugum stað Bókarkafli | Martröð í Mykinesi – Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970 greinir frá því þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands fórst í hörmulegu flugslysi í Færeyjum hinn 26. september árið 1970. Átta týndu lífi en 26 komust af. Höfundar bókarinnar eru Færeyingurinn Grækaris Djurhuus Magnussen og Magnús Þór Hafsteinsson. Martröð Flak Fokker Friendship-vélar Flugfélags Íslands í þoku og rigningu í stórgrýtisurðinni undir Knúkstindi rétt eftir slysið. Flugstjórinn Bjarni Jensson flug- stjóri fórst í slysinu í Mykinesi. Slasaðist Páll Stefánsson flug- maður hlaut mikið höfuðhögg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.