Lögmannablaðið - 2019, Qupperneq 17

Lögmannablaðið - 2019, Qupperneq 17
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 17 Ritstjórn Lögmannablaðsins bað mig um að setja nokkur orð á blað um aðild að málum fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og þá sérstaklega hvað varðar aðild Lögmannafélags Íslands (LMFÍ) fyrir nefndinni. Tilefnið er vafalítið dómur Landsréttar í máli nr. 511/2018 sem kveðinn var upp 5. apríl sl. Í minni umfjöllun mun ég taka til skoðunar tvö atriði. Annars vegar hvaða heimildir LMFÍ hefur talið sig hafa í agamálum gagnvart félagsmönnum sínum og afstöðu mína hvað það varðar. Hins vegar hvaða heimildir eðlilegt sé að félagið hafi og hvort breyta eigi lögum til að fá félaginu rýmri heimildir. Hverjar eru heimildir LMFÍ? Um lögmenn gilda lög nr. 77/1998. Samkvæmt lögunum skulu þeir hafa með sér félag, Lögmannafélag Íslands og er skylduaðild að félaginu, sbr. 1. mgr. 3. gr. laganna. Í 2. mgr. 3. gr. segir að félagið skuli ekki hafa með höndum aðra starfsemi en þá sem sérstaklega er mælt fyrir um í lögum. Samkvæmt lögunum skal í tengslum við LMFÍ starfa sjálfstæð úrskurðarnefnd lögmanna sem leysir úr málum „eftir ákvæðum þessara laga“ eins og það er orðað í 3. mgr. 3. gr. lögmannalaga. Um hlutverk úrskurðarnefndarinnar er fjallað í V. kafla laganna sem hefur yfirheitið „Ágreiningur um störf lögmanna“. Eru heimildir nefndarinnar bundnar við tvenns konar ágreining. Annars vegar ef lögmann og umbjóðanda hans greinir á um rétt lögmannsins til endurgjalds fyrir störf sín eða fjárhæð þess, sbr. 1. mgr. 26. gr. Í slíkum tilvikum getur umbjóðandinn eða lögmaðurinn, eða þeir báðir, lagt málið fyrir úrskurðarnefndina. Hins vegar er hægt að skjóta til úrskurðarnefndarinnar kvörtun vegna háttsemi lögmanns, sbr. 27. gr. Í 1. mgr. 27. gr. segir um þetta orðrétt: „Nú telur einhver að lögmaður hafi í starfi sínu gert á sinn hlut með háttsemi sem stríði gegn lögum eða reglum skv. 2. mgr. 5. gr. [þ.e. siðareglum] og getur hann þá lagt fyrir úrskurðarnefnd lögmanna kvörtun á hendur lögmanninum.“ Stjórn LMFÍ hefur í nokkrum tilvikum litið svo á að síðarnefnda ákvæðið veiti félaginu heimild til að skjóta málum í nafni félagsins til úrskurðarnefndar lögmanna. Eru hér tekin tvö dæmi en ekki verður tekin afstaða til annarra tilvika í þessari grein en þau munu vera fleiri. Stjórn LMFÍ hefur í fyrsta lagi litið svo á að félagið geti átt aðild að málum vegna háttsemi lögmanns gagnvart þriðja manni á grundvelli 1. mgr. 27. gr. lögmannalaga. Eins og fram kom hér að framan kveður ákvæðið á um að aðildin sé í höndum „einhvers“ sem telur að lögmaður hafi „gert á sinn hlut“ þannig að stríði gegn lögum eða siðareglum lögmanna. Stjórn félagsins skaut máli gegn lögmanni til úrskurðarnefndar, en það mál kom síðar til kasta Landsréttar (mál nr. 511/2018) og lauk með dómi 5. apríl sl. Forsaga þess máls er sú að lögmaður sótti um að tiltekið mál EIRÍKUR ELÍS ÞORLÁKSSON LÖGMAÐUR SKRIFAR LMFÍ SEM AÐILI MÁLS

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.