Lögmannablaðið - 2019, Page 27

Lögmannablaðið - 2019, Page 27
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 27 í samningum við aðra aðila, önnur fyrirtæki eða birgja. Þannig verndar þú viðskiptasamband þitt við aðra aðila með því að hafa ákvæði um sáttamiðlun í samningum ykkar á milli. Einnig mætti nota sáttamiðlun við óánægða viðskiptavini hjá þjónustufyrirtæki.“ Hugmyndafræði og lagagrundvöllur sáttamiðlunar? „Lagagrundvöllur sáttamiðlunar er fyrst og fremst samnings­ frelsi,“ segir Lilja. „Það má t.d. setja sáttamiðlunarákvæði inn í flesta samninga, það er bara svo lítið farið að reyna á hvernig slík ákvæði yrðu túlkuð ef einstaklingur færi ekki eftir ákvæðinu og leitaði beint til dómstóla. Myndi dómstóll vísa málinu frá á grundvelli þess að ekki væri búið að reyna sáttamiðlun? Við eigum ekki dæmi um það í dag en miðað við erlend fordæmi ætti að gera það, svona í flestum tilvikum. En þá kemur auðvitað upp sú spurning hvort það myndi þjóna tilgangi sínum, ef það er vilji aðila að leita niðurstöðu dómstóla frekar en að reyna að sættast? Eina lögfesta ákvæðið um sáttamiðlun í dag er ákvæði í barnalögunum sem var sett inn árið 2013. Samkvæmt ákvæðinu er það forsenda þess að hægt sé að höfða mál um forsjá að aðilar hafi farið í sáttameðferð og séu með sáttavottorð um að ekki hafi tekist að ná sáttum. Mál sem varða umgengni og forsjá fara í sáttameðferð hjá sýslumanni ef aðilar ná ekki sjálfir niðurstöðu sem sátt er um. Einstaklingar geta einnig leitað til sjálfstæðs sáttamiðlara í þessum málum en sjálfstæðum sáttamiðlara ber að stöðva ferlið ef annar aðili óskar eftir því að sýslumaður taki að sér sáttamiðlunina. Sýslumaður þarf samt alltaf að staðfesta samning aðila sem skilað er inn.“ Hver eru réttaráhrif sáttamiðlunar ? „Grundvöllur sáttamiðlunar er samningaréttur. Aðilar eru að semja og réttaráhrifin eru í raun bara eins og þegar Sátt, félag um sáttamiðlun stendur nú fyrir námi fyrir þá sem vilja læra sáttamiðlun sem kallast Sáttamiðlunarskólinn. Kennslan í Sáttamiðlunarskólanum er bæði í formi fjarkennslu á netinu í bland við verklegar æfingar. Skólinn hóf starfsemi nú í vor en ásamt Lilju kennir þar Dagný Rut Haraldsdóttir sáttamiðlari og lögfræðingur. Lilja segir áhugann hafa farið langt umfram sínar væntingar. Á Lagadeginum sem haldinn var þann 29. mars sl. var Lilja með framsöguerindi á málstofu sem hét „Úrlausn ágreiningsmála utan dómstóla, raunhæfur valkostur við lausn réttarágreinings?”

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.