Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 5

Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 5
5 Setningarræða forseta kirkjuþings, Magnúsar E. Kristjánssonar Kirkjuþing 2018, 57. kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju er sett. Velkomin til kirkjuþings, kirkjuþingsfulltrúar og góðir gestir og einkum þið sem sem nú setjist á kirkjuþing í fyrsta skipti. Ég býð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, velkominn og þakka honum fyrir þá vinsemd sem hann sýnir kirkjuþingi með því að vera hér með okkur í dag. Í dag er einnig rétt að heilsa sérstaklega gömlum félaga sem er kominn til kirkjuþings á ný, í nýju hlutverki. Vertu hjartanlega velkominn sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti, fyrrum kirkjuþingsfulltrúi og kirkjuráðsmaður. Legg þú á djúpið eftir Drottins orði og æðrast ei, því nægja mun þinn forði, þótt ómaksför þú farir marga stund. Ef trú og dáð og dugur ei þig svíkur, er Drottinn lífs þíns ennþá nógu ríkur og mild hans mund. Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur, en set þér snemma háleitt mark og mið, haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. Þessi sálmur eftir Matthías Jochumsson er mér mjög eftirminnilegur. Sérstaklega 1. og 3. versið sem ég las. Þegar sr. Bragi Friðriksson sóknarprestur hér í Garðasókn var með okkur krakkana í fermingarfræðslu horfði hann í augun á okkur og sagði okkur að nú stæðum við á tímamótum í lífinu. Við værum að slíta barnsskónum og þyrftum að undirbúa okkur fyrir lífsbaráttuna. Ýmsar ákvarðanir sem við tækjum nú myndu hafa áhrif á allt okkar líf. Það væri því mikilvægt að velja hvernig við stýrðum okkar fleyi. Lífið gæti verið mikið ævintýr en enginn mundi komast í gegnum það án þess að takast á við áföll, áskoranir, ógn, tækifæri og breytingar. Við værum að leggja í ferð, leggja á djúpið. Hann vildi að við lærðum þennan sálm því boðskapur hans væri frábært veganesti. Sr. Bragi bað okkur um að hafa sálminn í huga, ekki aðeins í fermingartímunum heldur í hvert sinn sem við stæðum á vegamótum í lífinu. Fyrir fjórum árum óskaði ríkisvaldið eftir viðræðum við þjóðkirkjuna um fjárhagsleg samskipti. Kirkjuþing varð við því og kosinn var viðræðunefnd sem í voru auk mín, þau Jónína Bjartmarz og Óskar Magnússon. Af hálfu ríkisins voru viðræðurnar leiddar af ráðuneytisstjórum í forsætis-, fjármála- og efnahags- og dómsmálaráðuneyti. Að auki hafa ýmsir sérfræðingar komið að þessari vinnu. Ég vil nota tækifærið og þakka fulltrúum ríkisins í þessum viðræðum fyrir góða samvinnu, heiðarleg og hreinskiptin skoðanaskipti og fagleg og góð vinnubrögð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.