Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 7

Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 7
7 hvort einstaklingur er meðlimur í þjóðkirkjunni eða ekki? Á að vera verðmunur? Slíkt fyrirkomulag þekkist í öðrum löndum. Er tækifæri í því, ef kirkjan verður vinnuveitandi presta, að semja þannig að fyrir hin svokölluðu aukaverk verði greitt í föstum launum? Það gæti þýtt að meðlimir í þjóðkirkjunni fengju þá þjónustu án aukagjalds en þeir sem ekki væru félagar greiddu samkvæmt verðskrá. Nú er ég ekki að leggja neitt að þessu til heldur aðeins að nefna þessi dæmi til að vekja fólk til umhugsunar um að það eru talsverðar breytingar framundan og að við þeim breytingum þarf að bregðast. Leggja á djúpið með skýra sýn og háleit mark og mið. Það er m.a. hlutverk ykkar, kæru kirkjuþingsfulltrúar, að takast á við þetta verkefni. Það verður vandasamt. En þá er gott að hafa í huga að breytingar eru ekki alltaf bara ógn, þær geta líka verið tækifæri. Það geta til dæmis falist tækifæri í auknu sjálfstæði þjóðkirkjunnar til að gera skipulagsbreytingar og aðlaga sig betur að síbreytilegu samfélagi. Það geta falist í því tækifæri að skoða hvort sama skipulag henti í dreifbýli og þéttbýli. Hvaða fyrirkomulag hentar best til að tryggja fólki góða þjónustu? Hvað hentar best til að laða fólk að starfi kirkjunnar og þátttöku í því? Á undanförnum árum þar sem ég hef verið í sóknarnefnd og setið á kirkjuþingi hef ég betur gert mér grein fyrir því hve lítið ég vissi áður um starf kirkjunnar og þá miklu og víðtæku þjónustu sem hún veitir. Samt var ég ekki óvirkur innan hennar áður. Það er mjög mikilvægt að sú víðtæka þjónusta sem þjóðkirkjan veitir sé kynnt fólki betur en nú er gert. Það þarf að gera til þess að gera þá þjónustu aðgengilegri, til þess að gefa þjóðinni betri upplýsingar um hvað gert sé við þá fjármuni sem kirkjan fær greitt af skattfé og til að tryggja stöðu hinnar íslensku þjóðkirkju hjá þjóðinni. Í þessu sambandi vil ég enn á ný minna á orð Þorsteins Pálssonar fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra þegar hann kom og ræddi við okkur hér á vettvangi kirkjuþings 2013 og minnti okkur á mikilvægi þess að kirkjan hugaði vel að baklandi sínu. Tempus fugit – tíminn flýgur. Þetta er 7. kirkjuþing sem ég set en jafnframt það síðasta. Eftir þau átta ár sem ég hef setið á kirkjuþingi þá er auðvitað margs að minnast. Efst í huga mínum er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast svo mörgu hæfileikaríku og skemmtilegu fólki. Fólki sem virkilega ann þjóðkirkjunni og leggur töluvert á sig til að sinna hagsmunum hennar og oft töluvert meira til að tryggja að kirkjan veiti fólki sem besta þjónustu. Þá vil ég einnig nefna það hér að ég ber mikla og djúpa virðingu fyrir öllum sjálfboðaliðunum sem leggja svo mikið til kirkjustarfs á Íslandi. Það munar heldur betur um þau öll. Sem forseti kirkjuþings hef ég auðvitað átt samskipti við fjölda fólks. Þau hafa verið lærdómsrík, oft skemmtileg en ekki alltaf auðveld. Það er nú svo að fólk hefur ákveðnar skoðanir og jafnvel djúpa sannfæringu fyrir ýmsu sem varðar kirkjuna. Stundum hefur jafnvel hvesst í samtölum og einhverjum sárnað. Ég verð að segja að mér finnst mun betra að takast á við slíkt frekar en tómlætið að fólki sé meira og minna sama. Ef fólki er sama um kirkjuna þá skiptir hún litlu máli. Það er eðlilegt að í svona stórri kirkju séu skiptar skoðanir og mismunandi áherslur. Við eigum ekki að óttast hreinskilið samtal en það er rétt að hafa áhyggjur af tómlæti. Það að við höfum ólíkar skoðanir og mismunandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.