Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 8

Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 8
8 9 áherslur þarf samt ekki að þýða að við getum ekki öll unnið vel saman. Með því að bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum forðumst við sundurlyndi en sundurlyndið hefur lengi verið slæmt mein innan þessarar kirkju. Að lokum langar mig að vitna í setningarræðu Péturs Hafstein, forseta kirkjuþings, á aukakirkjuþingi 2011. „Við verðum að draga bjálkann úr eigin auga og leggja allt í sölurnar til að endurheimta traust og trúnað þjóðarinnar svo að áfram geti verið hér í landi sú samfylgd kirkju og ríkis, kirkju og þjóðar, sem verið hefur burðarás í menningu og siðferði landsmanna um aldabil. Það gerum við einungis með því að efla svo innviði kirkjunnar að hún geti sinnt köllun sinni í samhljómi við lífið í landinu. Til þess þurfum við annars vegar að efla og styrkja samheldni og einingu innan kirkjunnar og hins vegar að færa kirkjuna enn fram á veg lýðræðis og nútímalegri starfshátta. Ef þjóðkirkjan vill vera þjóðkirkja í lífrænum tengslum við fólkið í landinu verður hún að leita til grasrótar sinnar en ekki upphefja sjálfa sig sem óumbreytanlega stofnun í guðfræðilegum skilningi. Við verðum að kalla miklu fleira fólk til ábyrgðar og ákvarðanatöku í kirkjunni, meðal annars með gerbreytingu á öllu fyrirkomulagi kosninga innan kirkjunnar, bæði biskupskosninga og kosninga til kirkjuþings. Við verðum að kalla eftir enn ríkari sjálfsákvörðunarrétti og um leið meiri ábyrgð þjóðkirkjunnar, ekki síst kirkjuþings, og verðum að leggja hlustir við kröfu tímans um nútímalegri stjórnhætti sem gefa um leið betra færi en áður til þess að veita skilvirka forystu í siðferðis- og trúarefnum“. Ég hef ekki neinu við þessi orð Péturs Hafstein að bæta. Tek undir þau og geri að mínum. Þá er ekki annað eftir en að fá að þakka fyrir mig. Þakka öllu því frábæra fólki sem ég hef átt samstarf við. Þakka einstöku starfsfólki biskupsstofu fyrir góða samvinnu, skynsamlegar ráðleggingar og mikið og óeigingjarnt starf fyrir kirkjuþing. Ég þakka biskupi Íslands frú Agnesi M. Sigurðardóttur fyrir samstarfið og mörg góð samtöl. Varaforsetum, formönnum fastanefnda, kirkjuráðsmönnum og öllum kirkjuþingsfulltrúum fyrr og nú þakka ég fyrir samleiðina. Ykkur öllum óska ég velfarnaðar í störfum fyrir þjóðkirkjuna. Þið leggið á ný djúp, farnist ykkur vel og Guð ykkur geymi. Takk fyrir mig.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.