Gerðir kirkjuþings - 2018, Qupperneq 10

Gerðir kirkjuþings - 2018, Qupperneq 10
10 11 1. Í fyrsta lagi vil ég árétta að sú greiðsla sem ríkið greiðir kirkjunni árlega á grundvelli kirkjujarðasamkomulagsins felur í sér gagngjald fyrir fasteignir. Það framlag verði ekki skert með neinum hætti. Það er mikilvægt að halda þessu skýrlega til haga því í opinberum umræðum heyrast oft raddir sem ganga út frá því að þetta framlag ríkisins sé einhvers konar örlætisgerningur sem megi missa sín. Þetta framlag þarf hins vegar að verða ótengt innri starfsemi þjóðkirkjunnar, svo sem launagreiðslum einstakra starfsstétta eða rekstrarkostnaði. 2. Í öðru lagi tel ég rétt að kirkjan taki alfarið við eigin starfsmannamálum. 3. Í þriðja lagi tel ég að við eigum að reyna að einfalda fjárhagslega umgjörð um samskiptin þannig að þær greiðslur sem í dag renna í Kristnisjóð, kirkjumálasjóð, Jöfnunarsjóð sókna og til höfuðkirkna, fari einfaldlega til kirkjunnar og hún beri sjálf ábyrgð á því hvernig hún ver þessu fé. Ríkið hlutist sem minnst um fjárhagsmálefni hennar eða skiptingu og ráðstöfun fjárframlaga. Ég vil líka árétta að af minni hálfu stendur ekki til að þessi framlög skerðist frá því sem nú er. Allt kallar þetta á umræður og ég þykist vita að þið eigið eftir að ræða þessi mál hér á þinginu. Dómsmálaráðherra hefur líka farið yfir það frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga sem síðasta kirkjuþing ályktaði um. Niðurstaða þeirrar yfirferðar er að það frumvarp gæti að langmestu leyti verið lagt fyrir Alþingi sem stjórnarfrumvarp, þótt ráðuneytið telji auðvitað nauðsynlegt að fara yfir einstök efnisatriði. Ég vil ekki skorast undan því að ræða í þessu samhengi um þá ágjöf sem við sitjum undir, sem freistum þess að ná sáttum um að þróa áfram fyrirkomulagið á fjárhagslegum samskiptum ríkis og kirkju. Það er lítil sanngirni í málflutningi sumra þeirra sem hæst tala um aðskilnað ríkis og kirkju og um að best færi á því að ríkið hætti algjörlega að hafa nokkur afskipti af fjármálum neinna trúfélaga. Oft virðist manni sem málflutningur af þessu tagi stafi einkum frá mjög ungu fólki, sem ekki hefur lent í neinum áföllum og hefur ekki séð það starf sem kirkjan vinnur við sálusorgun og ýmiss konar félagsþjónustu. En jafnvel á Alþingi er töluverður hópur þingmanna sem virðist ekki tilbúinn til að viðurkenna að neinu leyti að þjóðkirkjan hafi hlutverk eða eigi erindi við samtímann. Ekki heldur til að virða þá samninga sem gerðir hafa verið. Þetta gerir það enn brýnna en ella að ríkið og kirkjan nái sem fyrst saman um að þróa áfram samband sitt og sjálfstæði kirkjunnar innan skynsamlegs ramma, sem unnt er að ná sæmilega víðtækri sátt um. Ágætu fundarmenn. Starf þjóðkirkjunnar er mikilvægt, ekki síður en starfsemi ríkisins og miklu skiptir að störf ykkar sem hafa valist á kirkjuþing verði farsæl. Framundan er þing sem ég vona að verði bæði starfsamt og árangursríkt. Ég óska ykkur blessunar og velgengni í störfum ykkar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.