Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 21

Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 21
21 9. Uppstillingarnefnd. Fram kom tillaga um að kirkjuráð skipi uppstillingarnefnd þjóðkirkjunnar skv. 1. mgr. 18. gr. starfsreglnanna. 10. 6. mál. Starfsreglur um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar. Óskað var eftir umræðu um málið. Fram kom það álit málshefjanda að eðlisbreyting hefði orðið á starfi organista með samþykkt starfsreglnanna og líklegt að kærumálum myndi fjölga. Jafnframt að ráðning til eins árs í senn væri ekki líkleg til árangurs. 11. Fyrirspurnartími á kirkjuþingi. Óskað var eftir umræðu um málið. Fram kom það álit málshefjanda að verið væri að blanda saman undirbúnum og óundirbúnum fyrirspurnum. Forseti kirkjuþings upplýsti að tvær greinar í þingsköpum fjölluðu um fyrirspurnir. Gert væri ráð fyrir að sá sem fyrirspurn beindist að hefði 24 stundir til að undirbúa svar sitt. Spurning væri hvort nýs kirkjuþings biði að endurskoða þingsköp kirkjuþings hvað þetta varðaði. Fram kom sú hugmynd að skilafrestur fyrirspurna til kirkjuþings yrði sá sami og mála sem lögð eru fyrir þingið. 12. Fundartími framhaldsfundar kirkjuþings. Forseti kirkjuþings lagði fram tillögu um að framhaldsfundur kirkjuþings yrði 10. mars 2018 í Vídalínskirkju. Tillagan var samþykkt. Kirkjuþing unga fólksins 2017 Kirkjuþing unga fólksins kemur saman árlega. Hlutverk þess er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Þar eiga sæti fulltrúar prófastsdæma þjóðkirkjunnar og fulltrúar frá KFUM og KFUK. Fulltrúarnir skulu vera á aldrinum 14 til 30 ára og skráðir í þjóðkirkjuna. Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar. Kirkjuþing unga fólksins var haldið á biskupsstofu hinn 26. maí 2018. Kirkjuþings- fulltrúar voru 13 talsins frá sjö prófastsdæmum ásamt fulltrúa frá KFUM/K. Berglind Hönnudóttir úr Reykjavíkurprófastsdæmi eystra var kjörinn forseti þingsins og hún var jafnframt kjörin áheyrnarfulltrúi á kirkjuþingi hinu almenna. Átta mál lágu fyrir þinginu að þessu sinni, breytingar á starfsreglum voru ofarlega í huga kirkjuþingsfulltrúanna. Kirkjuþing unga fólksins lætur sig varða umhverfismál og hvetur kirkjuna til að vera ávallt leiðandi á þeim vettvangi. Ályktanir kirkjuþings unga fólksins 2017 Kirkjuþing unga fólksins um hlutdeild unga fólksins í kirkjustarfi og stjórn Kirkjuþing unga fólksins fagnar ákvörðun hins almenna kirkjuþings að styrkja og efla þátttöku ungs fólks í stjórnsýslu kirkjunnar. Það er mikilvægt skref til að styrkja stöðu unga fólksins innan þjóðkirkjunnar og hvetja þau áfram í starfi, sem og að styrkja framtíð kirkjunnar. Eins og margoft hefur verið sagt er unga fólkið framtíðin og þess vegna þykir okkur mikilvægt að fá að taka þátt í að móta framtíðarstefnu kirkjunnar okkar. Við hlökkum til að sjá þær tillögur að breytingum á starfsreglum sem biskupi Íslands, forsætisnefnd kirkjuþings og kirkjuráði var fengið að móta og leggja fram á kirkjuþingi 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.