Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 28

Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 28
28 29 Nefndarálit allsherjarnefndar um skýrslu kirkjuráðs. Nefndin hefur fjallað um skýrslu kirkjuráðs og fylgigögn með henni ásamt ávörpum og ræðum við upphaf kirkjuþings. Magnús E. Kristjánsson forseti kirkjuþings setti þingið og fjallaði um að kirkjan væri enn að leggja á djúpið. Viðræður hafi nú staðið yfir milli ríkis og kirkju um aukið sjálfstæði þjóðkirkjunnar og að fjárhagsleg samskipti milli ríkis og kirkju væru einfölduð. Þjóðkirkjan taki við öllum sínum málum, að prestar verði starfsmenn kirkjunnar og fjármál verði ekki á ábyrgð ríkisins heldur kirkjunnar. Hann talaði um hve viðamikið starf kirkjunnar er og að kynna þurfi starfið betur í samfélaginu, sem og að upplýsa í hvað fjármunir kirkjunnar fara. Að lokum þakkaði hann fyrir að hafa í gegnum starf sitt í kirkjunni fengið að kynnast mörgu hæfileikaríku og skemmtilegu fólki. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ávarpaði kirkjuþing í fjarveru dómsmálaráðherra Sigríðar Á. Andersen, og lagði áherslu á að þjóðfélagsumræðan kallaði á að kirkjan fái aukið sjálfstæði. Hann nefndi að ekki mætti skerða gagngjald vegna fasteigna kirkjunnar og var ánægður með gang mála í viðræðum ríkis og kirkju. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands ræddi í ávarpi sínu um kirkjuþing og hvernig forsetar þess hafa tekið þátt í að móta starfshætti þingsins á breytingartímum. Hún þakkaði Magnúsi E. Kristjánssyni fyrir hans störf. Hún vitnaði til sögu kirkjuráðs og kirkjuþings og að lengi hefur verið rætt var um sjálfstæði kirkjunnar sem nú er að verða að veruleika. Ljóst er af lögfræðiálitum að biskupsstofa er embættisskrifstofa biskups Íslands sem hefur vald um skipulag og starfslið stofnunarinnar. Hún ræddi hlutverk kirkjuráðs sem hefur umsjón með fjármálum kirkjunnar og fjárhagsáætlunum kirkjuþings. Þá talaði hún um að við verðum öll að vinna saman til að koma fagnaðarerindinu til skila. Biskup fjallaði um sameiningu prestakalla, að aukin samvinna presta skili faglegri vinnubrögðum. Biskup ræddi umhverfis- og fræðslumál. Allar manneskjur þurfa að vinna saman fyrir umhverfið og náttúruna. Fræðsla um skírnina verður í brennidepli á næstu árum. Kirkjan er stærsta trúfélag landsins og þarf að tala við samtíð sína á því tungumáli sem skilst og varpa kristnu ljósi á málefni líðandi stundar. Allsherjarnefnd þakkar skýrslu kirkjuráðs. Nefndin leggur til að málið verði samþykkt með ályktun á þskj. 42.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.