Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 35
35
1. mál 2018 Fskj. C
Starfshópur um skírnarfræðslu – skýrsla til kirkjuráðs
Skírnin
Vefsíða
Við vísum til fyrri skýrslu sem lögð var fyrir kirkjuráð haustið 2017. Áfram unnum við
að kynningarmálum, en sr. Sigfús Kristjánsson verkefnisstjóri fræðslumála hefur unnið
undanfarið með nefndinni.
Brýnt þykir okkur að gera gott efni til kynningar á vefsíðu og skv. upplýsingum kemur
ný vefsíða fljótlega og þá er ástæða til að kynna vel skírnina með fallegum og góðum
texta, fallegum myndum og myndböndum, sem söfnuðir geta deilt á vefsíður sínar og
feisbókarsíður.
Við teljum að gott sé að hafa til hliðsjónar góðar vefsíður dönsku og norsku
þjóðkirkjunnar, þar sem eru skýrir og góðir textar og fallegar myndir og myndbönd. Við
höfum hafið þessa vinnu sem vonandi getur haldið áfram sem allra fyrst.
Margir íslenskir söfnuðir sem hafa vefsíður fjalla vel um skírnina á heimasíðum sínum.
Á vefsíðu þjóðkirkjunnar væri einnig fjallað um rökin fyrir og gegn skírn.
Hvers vegna að skíra barnið?
Einnig að veita sem bestu upplýsingar um athöfnina, guðforeldra og annað sem
viðkemur skírninni og spurningar sem vakna hjá foreldrum.
Hafa einnig góðar greinar og frásagnir sem birst hafa um skírn.
Skírnarathöfnin og þýðing hennar og bent á skírnarsálma og aðra sálma sem fer vel á
að syngja við skírn.
Umhverfið í dag
Í dag er skírnin miklu meira val en var og mörgum foreldrum finnst sem þeir séu að taka
ákvörðun fyrir barnið sitt, sem barnið sjálft á frekar að taka síðar.
Kirkjan þarf að mæta nýjum aðstæðum. Hvernig skírir hún unglinga, eldra fólk? Í
nágrannakirkjum hefur aukist mjög skírn hinna eldri.
Það þarf meira skírnarfræðsluefni fyrir þá sem eru komnir yfir fermingaraldurinn.
Sérstök afhöfn „minning skírnarinnar“ er gjarnan höfð við pílagrímagöngur, en mætti
hafa oftar við hinar ýmsu bænastundir.
Skírnarkveðjan sem foreldrum er færð við skírn núna miðast við ungabarn. Þurfa að
vera fleiri form á þessari kveðju.
„Drop in“ skírnir hafa gefið góða raun í Danmörku. Rökin eru þau, að þar séu háu
þröskuldarnir inn í kirkjuna lækkaðir.
Hvernig getur kirkjan komið á framfæri skírn og samfélagi kirkjunnar til nýbakaðra
foreldra?
Margir eru einir í dag með foreldrahlutverkið, ekki alltaf stuðningur af fjölskyldu.
Á kirkjan þar eitthvað erindi? Á kirkjan að bjóða upp á samfélag fyrir fæðingu barnsins