Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 40

Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 40
40 41 ákvarðað launakjör embættismanna kirkjunnar en þar sem ráðið hefur verið lagt niður eru breytingar þar á. Kjarasamningar BHM félaga eru lausir með viðeigandi óvissu um breytingar launakostnaðar þeirra félaga. Hugsanlegri hækkun á kjörum embættismanna var mætt með launabótum í fjárheimildum þannig að hún hafði ekki áhrif á fjárhagslega stöðu kirkjunnar en aðrar launahækkanir eru óvissuþáttur í rekstri kirkjunnar.  Rekstrarafkoma þjóðkirkjunnar Fjármál þjóðkirkjunnar eru margþætt og nokkuð flókin, ein kirkja sem skiptist í margar sjálfstæðar rekstrareiningar án þess að vera samstæða í reikningshaldslegum skilningi. Stofnanir og sjóðir þjóðkirkjunnar eru sóknir landsins, biskupsstofa, kirkjumálasjóður, Jöfnunarsjóður sókna, Kristnisjóður, Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan, rekstur Skálholts og Tónskóli þjóðkirkjunnar. Tekjur þjóðkirkjunnar eru mismunandi og reiknast af nokkrum mismunandi stofnum. Biskupsstofa Íslenska ríkið samþykkti ný lög um opinber fjármál nr. 123/2015 sem breyta töluvert miklu í reikningshaldi ríkisins. Þjóðkirkjan er hluti af ríkisreikningi og fellur því undir þessi lög. Samkvæmt þessum lögum á að eignfæra alla fastafjármuni sem áður voru gjaldfærðir ef þeir nýtast lengur en eitt ár. Vegna þessarar lagabreytingar er verið að kanna hvort ekki sé rétt að eignfæra virði kirkjujarðasamkomulagsins en virði þess er reiknað af sérfræðingum Deloitte á bilinu 85-90 milljarðar kr. Leitað hefur verið eftir áliti reikningsskilaráðs ríkisins um þennan gjörning en á meðan þessi óvissa ríkir hefur hvorki fjármálastjóri né biskup Íslands skrifað undir ársreikning þjóðkirkjunnar þar sem um verulega eign er að ræða. 95,1% tekna þjóðkirkjunnar eru ávöxtun af kirkjujarðasamkomulaginu, aðrar tekjur eru innheimt kostnaðarhlutdeild. 95,4% gjalda þjóðkirkjunnar eru laun og embættiskostnaður embættismanna og starfsmanna biskupsstofu. Um 2,7% er rekstrarkostnaður biskupsstofu og 0,78% er embættis- og rekstrarkostnaður biskupsembættanna þriggja. Rekstrarafgangur biskupsstofu voru 161 millj. kr. en varúðar gætir enn í rekstri þar sem ríkið áætlar áfram skert framlag til þjóðkirkjunnar. Kirkjumálasjóður Lausafjárstaða kirkjumálasjóðs er ekki góð, halli ársins voru 75,4 millj. kr. en sjóðurinn hefur verið rekinn með viðvarandi halla undanfarin ár. Tekjur ársins jukust og gjöld lækkuðu en það nægði ekki til. Kostnaður vegna stjórnar og starfsskipan og þjónustumálefna hækkaði en rekstur og viðhald fasteigna lækkaði. Viðhaldskostnaður fasteigna lækkaði af illri nauðsyn vegna langvarandi rekstrarhalla og fjárskorts en viðhaldsþörfin er til staðar og vandinn færður til seinni tíma. Lítil breyting er á efnahagsreikningi kirkjumálasjóðs nema á handbæru fé en við skoðun á sjóðstreymi kemur í ljós að rekstrarhalli ársins er greiddur með bankainnstæðu í upphafi árs og sölu á fasteign í Hveragerði. Lausafjárhlutfall sjóðsins er komið niður fyrir 1 eða 0,83 sem flokkast sem varhugaverð staða og traust fjármálastofnana á sjóðunum minnkar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.