Gerðir kirkjuþings - 2018, Qupperneq 52
52 53
4. mál kirkjuþings 2018
Flutt af Önnu Guðrúnu Sigurvinsdóttur, Örnu Grétarsdóttur, Axel Árnasyni Njarðvík,
Bryndísi Möllu Elídóttur, Guðbjörgu Arnardóttur, Guðmundi Þór Guðmundssyni,
Guðrúnu Karls Helgudóttur, Hildi Ingu Rúnarsdóttur, Hreiðari Erni Stefánssyni, Hreini
S. Hákonarsyni, Jónínu Ólafsdóttur, Ólöfu Margréti Snorradóttur og Skúla S. Ólafssyni
Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um
þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009, með síðari breytingum
1. gr.
Við 12. gr. starfsreglnanna bætast tvær nýjar málsgreinar á eftir 1. mgr. svohljóðandi, og
breytist röð annarra málsgreina samkvæmt því:
Við kjör til kirkjuráðs samkvæmt 1. mgr. skal kosið sérstaklega um hvert sæti aðalmanns
og varamanns í kirkjuráði. Skal kosningin vera skrifleg. Sá er réttkjörinn kirkjuráðsmaður
sem hlýtur meiri hluta gildra atkvæða miðað við fullskipað kirkjuþing. Atkvæði skal meta
ógilt ef kjörseðill er auður. Ef enginn fær meiri hluta gildra atkvæða, skal kosið að nýju um
þá tvo sem fengu flest gild atkvæði. Ef fleiri en tveir fá jafnmörg atkvæði skal hlutkesti ráða
um hverja tvo skuli kosið. Verði atkvæði þá jöfn skal hlutkesti ráða.
Verði guðfræðingur eða leikmaður kosinn í kirkjuráð, sem ekki á sæti á kirkjuþingi,
skal hlutaðeigandi, til að hljóta kjör, vera kjörgengur til kirkjuþings samkvæmt gildandi
starfsreglum um kjör til kirkjuþings hverju sinni.
2. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 7. mgr. 21. gr., sbr. 59. gr. laga um stöðu,
stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við
birtingu.
Málið var dregið til baka.