Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 66
66 67
sé reglulega veitt fræðsla um þætti sem snúa að öryggismálum og persónuvernd, auk
þess sem reglulega skulu fara fram áhættumat og innri úttektir. Allir starfsmenn innan
íslensku þjóðkirkjunnar skulu skrifa undir þagnareið sem helst áfram sé látið af starfi.
Þeir sjálfboðaliðar þjóðkirkjunnar sem umgangast persónugreinanleg gögn undirrita
samskonar yfirlýsingu um trúnað. Þegar um viðkvæm skjöl er að ræða, sem þurfa að
sendast í tölvupósti, skal leitast við að læsa þeim og senda lykilorð í öðrum tölvupósti eða
með símaskilaboðum. Þó skal ávallt hafa hugfast að ekki er öruggt að senda viðkvæmar
persónuupplýsingar með tölvupósti svo brýnt er að leita annarra leiða við afhendingu
slíkra gagna. Gæta skal þess að vinnsluaðilar fylgi öryggiskröfum íslensku þjóðkirkjunnar
með gerð vinnslusamninga, þar sem ítarlega er mælt fyrir um heimildir vinnsluaðila og
skyldur.
Lögð er áhersla á að tölvukerfi þjóðkirkjunnar tryggi viðeigandi tæknilegar og skipu-
legar öryggisráðstafanir en komi upp öryggisbrestur við vinnslu persónuupplýsinga skal
Persónuvernd tilkynnt um brestinn nema ósennilegt sé að brotið leiði til áhættu fyrir
réttindi og frelsi einstaklinga. Sé öryggisbresturinn talinn líklegur til að leiða af sér mikla
áhættu fyrir réttindi og frelsi einstaklingsins skal honum jafnframt tilkynnt um brestinn.
Í öllum tilvikum skal persónuverndarfulltrúa tilkynnt um öryggisbrest og bresturinn
færður á sérstaka skrá yfir öryggisbresti.
Réttur einstaklingsins
Einstaklingur getur hvenær sem er óskað upplýsinga um hvort íslenska þjóðkirkjan
vinni um hann persónuupplýsingar og í slíkum tilfellum óskað frekari upplýsingar um
vinnsluna, s.s. hvernig sú vinnsla fer fram og tilgang vinnslunnar. Hann getur óskað þess
að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem hann varða auk þess sem mögulegt er í
ákveðnum tilvikum að einstaklingur geti óskað þess að fá upplýsingar um sig leiðréttar eða
óskað takmörkunar á vinnslu. Þá getur einstaklingur óskað þess að persónuupplýsingum
um sig verði eytt en rétt er þó að geta þess að sá réttur kann að sæta takmörkunum, t.a.m.
þegar lög kveða á um skráningu og varðveislu persónuupplýsinga. Íslenska þjóðkirkjan
er afhendingarskyldur aðili á grundvelli laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og er
því óheimilt að eyða hvers konar gögnum sem borist hafa þjóðkirkjunni. Ljóst er því að
almennt eiga þessi réttindi ekki við hvað varðar vinnslu hjá íslensku þjóðkirkjunni. Sé um
að ræða sjálfvirka vinnslu persónuupplýsinga sem byggist á samþykki á einstaklingur rétt
á að fá upplýsingar sem hann varðar og sem hann hefur sjálfur látið íslensku þjóðkirkjunni
í té, á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði og eigi rétt á að senda þessar upplýsingar til
annars ábyrgðaraðila. Mögulega getur einstaklingur jafnframt átt rétt á að fá upplýsingarnar
færðar beint frá einum ábyrgðaraðila til annars, sé það tæknilega framkvæmanlegt. Í þeim
tilvikum þegar einstaklingur hefur veitt samþykki fyrir vinnslu upplýsinga, gefst honum
kostur á að afturkalla samþykki fyrir vinnslunni, sé enginn lagalegur grundvöllur fyrir
henni. Þá á einstaklingur rétt til að andmæla vinnslu persónulegra upplýsinga sem hann
varða, vegna sérstakra aðstæðna sinna, byggi vinnslan á almannahagsmunum. Jafnframt
getur einstaklingur átt rétt á því að vinnsla sé takmörkuð undir ákveðnum kringumstæðum,
t.d. ef vefengt er að persónuupplýsingar sem unnið er með séu réttar.