Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 67

Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 67
67 Vinnsla þjóðkirkjunnar á persónuupplýsingum Í félagatali þjóðkirkjunnar kemur fram nafn, kennitala, fæðingarár, heimilisfang og hvaða sókn viðkomandi tilheyrir. Helst er unnið með persónulegar upplýsingar þegar greina þarf hverjir geti tekið þátt í kosningum innan kirkjunnar, þegar nýtt fólk er ráðið til starfa innan hennar eða þegar tilteknar athafnir eru fyrirhugaðar. Erindi sem berast þjóðkirkjunni, hvort sem þau berast bréfleiðis eða með rafrænum hætti, er svarað svo skjótt sem kostur er. Hvað yfirstjórn kirkjunnar varðar, varðar eru erindin ásamt svari og eftir atvikum, öðrum gögnum sem verða til við vinnsluna, geymd í skjalasafni og rafrænni málaskrá. Mögulegt er að í þeim komi fram persónuupplýsingar um sendanda, t.d. nafn og netfang eða aðrar tengiliðaupplýsingar. Prestar þjóðkirkjunnar, bæði þeir sem starfa innan sókna og þeir sem starfa í sérþjónustu framkvæma ákveðnar athafnir, s.s. guðþjónustur, skírnir, fermingar, vígslur og útfarir. Þá fer jafnframt fram sálgæsla, ráðgjöf, sáttaumleitan og félagsstarf innan sókna. Í tengslum við þessar athafnir getur komið til vinnslu upplýsinga úr ofangreindri skrá um félagsmenn kirkjunnar auk þess sem gefin eru út vottorð, t.d. sáttavottorð og skírnarvottorð, sem oftast eru þó eingöngu unnin frá upplýsingum og gögnum frá þeim sem upplýsingarnar varðar. Þjóðkirkjan heldur jafnframt uppi barna- og unglingastarfi, æskulýðsstarfi, KFUM- og KFUK-starfi, fermingarfræðslu, ýmiss konar tónlistarstarfi, fræðslustarfi og kristniboðsstarfi. Varðandi þá þjónustu sem tilgreind er hér að ofan er þess ekki áskilið að viðkomandi einstaklingur sé skráður í þjóðkirkjuna. Helstu tegundir upplýsinga sem unnið er með eru nöfn, kennitala, heimilisfang, upplýsingar um tengiliði, t.d. foreldra eða skírnarvotta, tilteknar dagsetningar s.s. vígsludag eða dánardag, hjúskaparstöðu hjónaefna og forsjáraðila. Mögulegt er að aðilar sem koma að sálgæslu og ráðgjöf til einstaklinga skrifi niður persónulega minnispunkta milli viðtala en í þeim tilvikum skal öllum slíkum minnispunktum eytt í síðasta lagi þegar vinnslunni lýkur eða þeir gerðir ópersónugreinanlegir. Myndatökur eiga sér stundum stað í kirkjulegu starfi en þá helst á opnum viðburðum. Ef myndirnar er persónulegs eðlis, skal leitast við að afla samþykkis þegar birta á slíkar myndir á heimasíðum þjóðkirkjunnar, ýmist hjá viðkomandi aðila eða forsjárforeldrum ef við á. Alla jafna skulu þó myndir sem deilt er á heimasíðum vera almenns eðlis og gætt sanngirnis við val og birtingu slíkra mynda. Í kringum starfsmannahald þjóðkirkjunnar og verktaka fer fram hefðbundin vinnsla persónuupplýsinga. Unnið er með persónuupplýsingar sem snúa að starfsmönnum kirkjunnar, fyrst og fremst í þeim tilgangi að geta greitt þeim laun. Haldið er utan um helstu grunnupplýsingar, t.d. nöfn, kennitölur, heimilisföng, póstnúmer, starfsheiti, auk upplýsinga um launakjör, stéttafélagsaðild, lífeyrisfélagsaðild svo dæmi séu tekin. Þá er haldið utan um öll gögn sem berast og verða til vegna starfsumsókna, lögum samkvæmt. Frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga gagnvart starfsmönnum má finna á innri vef kirkjunnar. Varðveitt eru uppgefin nöfn og netföng þeirra sem skráðir eru á póstlista kirkjunnar. Þá má nefna að ýmsar vefsíður þjóðkirkjunnar nota vefkökur að takmörkuðu leyti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.