Gerðir kirkjuþings - 2018, Qupperneq 75
75
10. gr.
3. málsl. 12. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Kirkjuráð tilnefnir tvo nefndarmenn og varamenn þeirra í þóknananefnd kirkjunnar,
sem kosin er af kirkjuþingi, sbr. 2. mgr. 12. gr. starfsreglna um þingsköp kirkjuþings nr.
949/2009, með síðari breytingum.
11. gr.
15. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Kirkjuráð hefur, auk annarra verkefna sem greinir í starfsreglum þessum, eftirtalin verk
með höndum:
a) Fjallar um erindi frá sóknarnefndum vegna fyrirhugaðra fjárfrekra framkvæmda svo
og vegna fjárhagsörðugleika, sbr. 8. gr. starfsreglna um sóknarnefndir nr. 1111/2011,
með síðari breytingum.
b) Tekur afstöðu til áfrýjunar úrskurða úrskurðarnefndar og hefur yfirumsjón með því
að úrskurðum úrskurðarnefndar og áfrýjunarnefndar sé framfylgt, sbr. 1. mgr. 28.
gr. og 31. gr. starfsreglna um úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar nr.
730/1998, með síðari breytingum.
c) Ábyrgist, ásamt kirkjulegum stjórnvöldum, að farið sé að lögum um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, með síðari breytingum og að einstökum
ákvæðum jafnréttisáætlunar kirkjunnar sé jafnframt framfylgt.
d) Upplýsir almenning um lög og regluverk á sviði þjóðkirkjumála og annast það verk
með viðhlítandi hætti.
e) Svarar fyrirspurnum kirkjuþings sem undir kirkjuráð heyra.
f) Veitir úrlausn í málum sem skotið er til ráðsins með stjórnsýslukæru vegna ákvarðana
eða aðgerða kirkjulegra stjórnvalda sem undir það heyra.
Leikmenn í kirkjuráði sitja leikmannastefnu, sbr. 1. mgr. 5. gr. starfsreglna um leik manna-
stefnu nr. 874/2004, með síðari breytingu.
12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. starfsreglnanna:
a. Í stað orðsins „kirkjuþingsmönnum“ í 1. mgr. kemur: kirkjuráðsmönnum.
b. Í stað orðanna og tölustafanna „persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr.
77/2000“ í 2. mgr. kemur: persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
VI. KAFLI
Starfsreglur um ráðgjafarnefnd
um kenningarleg málefni nr. 821/2000, með síðari breytingu.
13. gr.
Ákvæði til bráðabirgða í starfsreglunum fellur brott.