Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 77
77
22. gr.
Í stað tölustafanna „732/1998“ í 11. gr. starfsreglnanna kemur: 1111/2011, með síðari
breytingum.
23. gr.
Ákvæði til bráðabirgða í starfsreglunum falla brott.
XII. KAFLI
Starfsreglur um prófasta nr. 966/2006, með síðari breytingum.
24. gr.
10. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Prófastur kemur að vali prests og veitir jafnframt liðsinni sitt við almennar prestskosningar,
ef kjörstjórn fer þess á leit, sbr. 6. mgr. 7. gr. og 3. mgr. 14. gr. starfsreglna um val og
veitingu prestsembætta nr. 144/2016, með síðari breytingum.
25. gr.
16. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Prófastur er formaður héraðsnefndar, sbr. 2. mgr. 7. gr. starfsreglna um héraðsfundi og
héraðsnefndir nr. 965/2006. Hann tekur við erindum og fyrirspurnum til úrlausnar og
annast að öðru leyti þá stjórnsýslu sem honum er falin samkvæmt starfsreglunum.
26. gr.
Í stað orðanna „starfsreglur um héraðsfundi og héraðsnefndir“ í 1. mgr. 17. gr.
starfsreglnanna kemur: 13. gr. starfsreglna um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 965/2006.
27. gr.
19. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Prófastur annast um þær úttektir í prófastsdæminu sem hér greinir:
a) Úttekt á nýbyggðri kirkju og eignum hennar svo og þegar kirkja hefur verið
endurbyggð.
b) Úttekt á kirkju þegar hún hefur verið afhent söfnuði, sbr. 3. gr. laga um umsjón og
fjárhald kirkna nr. 22/1907, með síðari breytingu.
c) Úttekt á prestssetri við starfslok sóknarprests eða prests og við afhendingu
prestsseturs til viðtakandi sóknarprests, prests eða kirkjumálasjóðs.
d) Úttekt á prestssetri þegar gagngerðar endurbætur hafa átt sér stað þar eða þegar þess
er óskað af lögbærum aðiljum.
e) Úttekt á bókasafni prestakalls, sbr. 3. mgr. 8. gr. laga um bókasöfn prestakalla nr.
17/1931.
f) Úttekt á kirkju, sem lögð er niður eða réttarstöðu hennar er breytt, sbr. 1. gr. og
1. mgr. 6. gr. starfsreglna um kirkjur og safnaðarheimili nr. 822/2000, með síðari
breytingum.