Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 81

Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 81
81 23. mál kirkjuþings 2018 Flutt af kirkjuráði Þingsályktun um fasteignastefnu þjóðkirkjunnar Kirkjuþing 2018 samþykkir eftirfarandi fasteignastefnu fyrir þjóðkirkjuna: I. Um fasteignir kirkjumálasjóðs. Almenn atriði. 1. gr. Til að styðja þjónustu þjóðkirkjunnar, hlutverk hennar og markmið skulu lagðar til fasteignir þar sem nauðsyn krefur og eftir því sem fjárhagur leyfir og stefna þessi mælir nánar fyrir um. 2. gr. Þjóðkirkjan varðveitir auk þess tilteknar fasteignir þyki sérstök söguleg, menningarleg eða önnur veigamikil rök hníga til þess. Kirkjuþing ákveður hvaða fasteignir, aðrar en kirkjur, skuli varðveittar hverju sinni, á þeim grundvelli. Ráðstöfun þeirra fasteigna kirkjunnar sem falla undir 2. gr. fer eftir stefnu þessari og gildandi réttarheimildum á hverjum tíma. 3. gr. Við varðveislu fasteigna sinna virðir þjóðkirkjan eftir því sem við á, umhverfi, fornminjar, sögu, náttúrufar, friðun náttúru og mannvirkja og önnur þau sérkenni sem telja má að hafi varðveislugildi. 4. gr. Leitast skal við að gefa almenningi kost á að njóta aðgangs að jörðum þjóðkirkjunnar til fræðslu og útivistar í samráði við umráðanda hverju sinni. Tekið verði mið af umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar varðandi umhirðu jarðanna, svo sem skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Virða skal rétt umráðanda til afnota og friðhelgi. 5. gr. Við umsýslu fasteigna skal unnið á grundvelli stjórnsýslulaga og góðra stjórnsýsluhátta. Fjárhagslegir þættir. 6. gr. Leitast skal við að hámarka arðsemi fasteignanna og fylgja fjárfestingarstefnu kirkjunnar í því sambandi. Gæta skal jafnræðis eins og hægt er gagnvart þeim sem leigja eignir kirkjumálasjóðs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.