Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 81
81
23. mál kirkjuþings 2018
Flutt af kirkjuráði
Þingsályktun um fasteignastefnu þjóðkirkjunnar
Kirkjuþing 2018 samþykkir eftirfarandi fasteignastefnu fyrir þjóðkirkjuna:
I. Um fasteignir kirkjumálasjóðs.
Almenn atriði.
1. gr.
Til að styðja þjónustu þjóðkirkjunnar, hlutverk hennar og markmið skulu lagðar til
fasteignir þar sem nauðsyn krefur og eftir því sem fjárhagur leyfir og stefna þessi
mælir nánar fyrir um.
2. gr.
Þjóðkirkjan varðveitir auk þess tilteknar fasteignir þyki sérstök söguleg, menningarleg eða
önnur veigamikil rök hníga til þess. Kirkjuþing ákveður hvaða fasteignir, aðrar en
kirkjur, skuli varðveittar hverju sinni, á þeim grundvelli.
Ráðstöfun þeirra fasteigna kirkjunnar sem falla undir 2. gr. fer eftir stefnu þessari og
gildandi réttarheimildum á hverjum tíma.
3. gr.
Við varðveislu fasteigna sinna virðir þjóðkirkjan eftir því sem við á, umhverfi, fornminjar,
sögu, náttúrufar, friðun náttúru og mannvirkja og önnur þau sérkenni sem
telja má að hafi varðveislugildi.
4. gr.
Leitast skal við að gefa almenningi kost á að njóta aðgangs að jörðum þjóðkirkjunnar
til fræðslu og útivistar í samráði við umráðanda hverju sinni. Tekið verði mið af
umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar varðandi umhirðu jarðanna, svo sem skógrækt,
landgræðslu og endurheimt votlendis.
Virða skal rétt umráðanda til afnota og friðhelgi.
5. gr.
Við umsýslu fasteigna skal unnið á grundvelli stjórnsýslulaga og góðra stjórnsýsluhátta.
Fjárhagslegir þættir.
6. gr.
Leitast skal við að hámarka arðsemi fasteignanna og fylgja fjárfestingarstefnu kirkjunnar
í því sambandi. Gæta skal jafnræðis eins og hægt er gagnvart þeim sem leigja eignir
kirkjumálasjóðs.