Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 88
88 89
27. mál kirkjuþings 2018
Flutt af Örnu Grétarsdóttur, Hreini S. Hákonarsyni og Guðrúnu Karls Helgudóttur
Þinsgályktun um fræðslustefnu þjóðkirkjunnar
Kirkjuþing 2018 samþykkir eftirfarandi fræðslustefnu þjóðkirkjunnar þar sem sérstök
áhersla er lögð á skírnarfræðslu og fræðslu um umhverfismál. Kirkjuþing 2018 felur biskupi
Íslands og kirkjuráði að fylgja eftir framkvæmd hennar samkvæmt aðgerðaráætlun.
Fræðslustefna þjóðkirkjunnar
Frá vöggu til grafar.
Markmið fræðslustefnu þjóðkirkjunnar er að stuðla að góðu og markvissu fræðslustarfi
í söfnuðum landsins.
Fræðslustarf fer fram í söfnuðum, á námskeiðum fyrir ákveðna hópa og með fræðslu
fyrir starfsfólk kirkjunnar.
Á fjögurra ára fresti eru ákveðin viðfangsefni fræðslumála dregin sérstaklega fram og
áhersla lögð á endurskoðun og endurbætur í öllum þáttum þess starfs. Fjárhagsáætlanir
til efnisgerðar taka mið af þeirri stefnu.
Áhersluatriði næstu fjögurra ára eru skírnarfræðsla og fræðsla um umhverfismál.
Til að mæta þessum þáttum fræðslustefnu þarf að auka fjölbreytni í framboði
fræðsluefnis. Það þarf að vera í samræmi við þarfir og þroska fólks á öllum aldri.
Sömuleiðis gefur fjölbreytilegt efnisval, þeim sem starfa við fræðsluna kost á því að
laga hana að eigin styrkleikum og möguleikum.
Fræðslustarfinu er skipt í þrjá meginflokka sem aftur greinast í undirflokka:
A. Fræðsla barna og unglinga
1) Barnastarf
2) Fermingarstarf
3) Starf með unglingum og ungu fólki
B. Fullorðinsfræðsla
1) Foreldrafræðsla
2) Almenn fræðsla
3) Eldri borgara starf
C. Símenntun starfsfólks
1) Fyrir starfsfólk þjóðkirkjunnar, t.d. presta
2) Fyrir starfsfólk safnaða: Djákna, organista, kirkjuverði, æskulýðsstarfsfólk o.fl.
3) Fyrir sjálfboðaliða í kirkjustarfi