Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 92
92 93
Almennt um A, B og C
Stærsta verkfæri kirkjunnar er netið og þá sérstaklega Efnisveita kirkjustarfs sem er
mikill fjársjóður.
Á hverju ári þarf á markvissan hátt að kanna notkun Efnisveitunnar og samræma
áframhaldandi vinnu væntingum og þörfum safnaða.
Á hverju ári verði boðið upp á námskeið fyrir starfsfólk og leiðtoga til að uppbyggjast
og endurnýjast í starfi.
Fræðslusvið fylgist með nýjum fræðum og aðferðum í efnisgerð og kennslu og vinnur í
nánu samstarfi við útgáfufélag þjóðkirkjunnar; Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfa.
Kirkjuþing og kirkjuráð tryggir að Fræðslusvið hafi mannskap, fjármagn og aðstæður
til að
1) halda við og þróa Efnisveituna áfram,
2) standa fyrir námskeiðshaldi sem mætir þörfum safnaða um allt land,
3) geti sótt námskeið og aflað sér þekkingar til framþróunar fræðsluefnis kirkjunnar.
Almennt um fræðslu:
Sóknin er grunneining safnaðarstarfs og að jafnaði er gert ráð fyrir því að grunnþjónusta
kirkjunnar sé í boði í hverri sókn. Þar sem prestakall er samsett úr fleiri en einni sókn
gengur skipulag starfsins út frá þeirri einingu. Enn fremur er eðlilegt að samstarfssvæði
leggi krafta sína saman og eigi samstarf um þá fræðslu sem hagkvæmt þykir að bjóða
fram í stærra samhengi.
Hlutverk prófastsdæma
Innan hvers prófastsdæmis er sett saman áætlun um fræðslumál. Skilgreint hvað
gert er í hverri sókn eða prestakalli, hvað innan samstarfssvæðis og hvað á vettvangi
prófastsdæmisins í heild. Prófastsdæmi sinni sérstökum verkefnum í unglingastarfi og
ungmennastarfi eftir því sem aðstæður leyfa.
Á vegum prófastsdæmis sé starfrækt fræðsla meðal fullorðinna í samvinnu við
fræðslusvið biskupsstofu þar sem sókn eða prestakall hafa ekki bolmagn til þess.
Í prófastsdæmum sé boðið upp á starfsmannaþjálfun svo og námskeið fyrir kennara
og annað starfsfólk í fræðslu og uppeldismálum, í samvinnu við þjónustumiðstöð
biskupsstofu.
Prófastsdæmi geta myndað fræðslusvæði til að sinna fræðsluhlutverki sínu.
Innan hvers prófastsdæmis eða fræðslusvæðis sé fræðslufulltrúi sem annist fræðsluna
undir umsjón prófasts og í samvinnu við starfsfólk þjónustumiðstöðvar biskupsstofu.
Þar sem starfsræktar eru kirkjumiðstöðvar geta þær með samþykki héraðsfunda og eða
sókna tekið að sér einstaka fræðsluverkefni svo sem barnastarf á sumrin, skipuleggja
fermingarbarnamót og fræðslu fullorðinna á svæðinu.
Í Skálholti verði hugað að uppbyggingu miðstöðvar fyrir fræðslu og þjálfun starfsfólks.
Þjónustumiðstöð biskupsstofu
Starfsfólk þjónustumiðstöðvar biskupsstofu hefur það hlutverk að fylgja eftir