Gerðir kirkjuþings - 2018, Síða 99

Gerðir kirkjuþings - 2018, Síða 99
99 29. mál kirkjuþings 2018 Flutt af Annýju Ingimarsdóttur og Kolbrúnu Baldursdóttur Stefna þjóðkirkjunnar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar. Inngangur og gildissvið. Stefna þjóðkirkjunnar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar byggir á starfsreglum þjóðkirkjunnar um sama efni, sem samþykktar voru á kirkjuþingi í mars 2019 samkvæmt heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum. Í starfsreglunum er tekið fram að sérstakt teymi annist mál sem falla undir starfsreglurnar, svokallað teymi þjóðkirkjunnar. Komi upp mál er falla undir starfsreglur þjóðkirkjunnar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar svo og stefnu þjóðkirkjunnar í þessum málum, þá er teymi þjóðkirkjunnar til svara gagnvart fjölmiðlum og að jafnaði er formaður þess í fyrirsvari. Þessi stefna þjóðkirkjunnar fylgir mannauðsstefnu þjóðkirkjunnar, þar sem tekin er skýr afstaða gegn ofbeldi af öllu tagi svo sem einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi og felur í sér nánari útfærslu á ábyrgð, forvörnum og verklagi. Teymi þjóðkirkjunnar hefur með höndum eftirfylgni með innleiðingu stefnunnar og endurskoðun hennar. Þjóðkirkjan setur fram í stefnu þessari forvarnir og verklag sem fela í sér nauðsynlegar aðgerðir sem grípa skal til, ef fram kemur tilkynning um einelti, áreitni eða annað ofbeldi á starfsstöðvum þjóðkirkjunnar eða við verkefni henni tengdri. Stefnunni fylgja auk þess skýrir verkferlar. Eins og fram kemur í ofangreindum starfsreglum byggir þessi stefna á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, með síðari breytingum, lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/19080, með síðari breytingum og reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015. Stefna þessi gildir um alla starfsmenn þjóðkirkjunnar, hvort sem vinna þeirra fer fram í húsnæði kirkjunnar eða annars staðar sem og aðra sem málið getur varðað. Með vinnustað er átt við umhverfi innanhúss eða utan, þar sem starfsmaður hefst við eða þarf að fara um vegna starfa sinna, sbr. 41. gr. laga nr. 46/1980. Jafnframt gildir hún um öll vinnutengd störf svo sem á ráðstefnum, námskeiðum, ferðalögum og öðrum félagslegum samkomum sem tengjast starfi og verkefnum þjóðkirkjunnar. Með hliðsjón af tilkynningarskyldu er starfsfólk sem upplifir einelti eða aðra óæskilega hegðun hvatt til að tilkynna slíkt. Taka ber allar tilkynningar og/eða kvartanir alvarlega og bregðast við þeim á faglegan hátt. Mikilvægt er að stefnan sé kynnt starfsfólki þjóðkirkjunnar reglulega, hvetja skal til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.