Gerðir kirkjuþings - 2018, Qupperneq 100
100 101
opinskárra umræðna á öllum starfsstöðum kirkjunnar og veita almenna fræðslu um
eineltismál. Stefnan er jafnframt birt á innri og ytri vef þjóðkirkjunnar.
Starfsfólk, sem með framkomu sinni orðum, viðmóti eða atferli beitir samstarfsfélaga
sína eða þá sem leita til þjóðkirkjunnar um þjónustu, ofbeldi hvort sem um er að ræða
einstakt tilvik eða ítrekað telst brjóta grundvallarreglur samskipta. Slík hegðun getur m.a.
leitt til áminningar, tilfærslu í starfi eða eftir atvikum brottvikningar.
Stefna þjóðkirkjunnar.
Stefna þjóðkirkjunnar við að vinna gegn einelti, áreitni og ofbeldi er að kirkjan verði ætíð
fjölbreyttur vinnustaður sem leggur áherslu á að skapa og viðhalda starfsumhverfi þar
sem gagnkvæm virðing, traust, heiðarleiki og faglegt viðmót er í hávegum haft í öllum
samskiptum. Allt starfsfólk og allir þeir sem njóta þjónustu þjóðkirkjunnar skuli njóta
jafnræðis án tilllits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana,
kynferðis, kyntjáningar, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða
annarrar stöðu.
Markmið.
Innan þjóðkirkjunnar líðst ekki einelti, kynferðislegt áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi
í starfsumhverfi hennar né gagnvart þeim sem njóta þjónustu kirkjunnar. Þjóðkirkjan
ásetur sér að vinna að eftirfarandi meginmarkmiðum:
• Tryggja og viðhalda heilbrigðu og öruggu starfsumhverfi fyrir allt starfsfólk og alla
þá sem hagsmuna hafa að gæta og njóta þjónustu þjóðkirkjunnar.
• Vinna að forvörnum gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og
ofbeldi af hvers lags tagi t.d. með fræðslu og vitundarvakningu.
• Bregðast skjótt við kvörtunum og tilkynningum sem berast og varða einelti, áreitni
og ofbeldi á vinnustöðum kirkjunnar samkvæmt verkferlum um málshraða. Leggja
skal áherslu á að ljúka vinnslu tilkynningar eins fljótt og auðið er.
• Vinna eftir samræmdum verkferlum um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna
áreitni og ofbeldi, á faglegan og óhlutdrægan hátt.
• Gæta jafnræðis og nærgætni í öllum aðgerðum hvort heldur gagnvart þeim sem
tilkynnir um ofbeldi sem og þeim sem kvartað er yfir.
Forvarnir.
Einelti og áreitni getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og líðan fólks. Þær afleiðingar
geta komið fram sem andlegir og/eða líkamlegir kvillar eða breytingar í hegðun hjá þeim
sem verða fyrir einelti eða öðru ofbeldi. Sé ekki gripið inn í aðstæður og ferli eineltis eða
áreitnis stöðvuð, er hætta á að skaðinn verði bæði langvinnur og djúpstæður. Mikilvægt
er að bregðast fljótt og markvisst við kvörtunum um einelti og áreitni á vinnustað til að
tryggja vellíðan einstaklingsins.
Við gerð áætlunar um heilsuvernd skal þjóðkirkjan gera áætlun um forvarnir þar sem
meðal annars kemur fram til hvaða aðgerða skuli gripið í því skyni að koma í veg fyrir
einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustað. Í því sambandi