Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 102

Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 102
102 103 Skilgreiningar. Einelti. Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir. Almennt gildir að til að hegðun teljist einelti þarf að vera til staðar mynstur endurtekinnar, lítillækkandi eða neikvæðrar hegðunar og þróunar samskipta sem veldur vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Um einelti getur verið að ræða hvort sem það er ásetningur geranda eður ei. Einelti getur falið í sér misbeitingu valds, óformlegs eða formlegs sem einstaklingur á erfitt með að verjast. Fólk er misjafnt og þess vegna verður ekki hjá því komist að einn getur upplifað það sem móðgun eða ótilhlýðilega háttsemi sem annar tekur ekki nærri sér. Þetta verður að hafa í huga þegar einelti eða áreitni er til umfjöllunar. Ótilhlýðileg háttsemi sem beinist gegn persónu starfsmanns, brýtur gegn almennri siðferðiskennd og viðmiðum um hvernig koma skuli fram við einstakling. Slík framkoma getur haft í för með sér neikvæð áhrif á einstaklinginn og jafnvel hóp starfsfólks. Þegar um er að ræða einelti, ofbeldi eða áreittni, þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig og gæta þess að aðstæður séu kannaðar á nákvæman og hlutlausan hátt. Hafa ber í huga að einelti felur oft í sér marga samverkandi þætti sem geta m.a. verið: • Særandi eða móðgandi athugasemdir gagnvart einstaklingi, fjandskapur, baktal og rógur eða útilokun frá félagslegum og faglegum samskiptum. • Að niðurlægja einstakling eða gera hann að athlægi. • Óþægileg eða illkvittin stríðni gagnvart einstaklingi. • Að starf, hæfni og verk einstaklingsins eru lítilsvirt. • Að draga úr ábyrgð og verkefnum einstaklings án málefnalegra skýringa. • Ábyrgðarsvið eru illa skilgreind og notuð sem verkfæri til að gera lítið úr starfsmanni. • Misnotkun valds svo sem að gera ýmist of miklar eða litlar kröfur til einstaklings eða fela honum ítrekað verkefni sem falla ekki undir starfsviðs hans. • Niðurlæging eða auðmýking, t.d. vegna aldurs, kynferðis, uppruna, kynhneigðar, litarháttar, kynvitundar eða líkamlegs atgervis. • Hunsun, útilokun vinnufélaga, t.d. með því að láta eins og einstaklingurinn sé ekki á staðnum. Áreitni. Einstaklingi er sýnd óvelkomin athygli og óskað eftir samskiptum sem viðkomandi kærir sig ekki um. Einstaklingi sýndur yfirgangur í samskiptum, vegið að honum með skömmum, fyrirlitningu og niðurlægjandi ummælum. Eitt tilvik getur talist áreitni. Kynbundin áreitni og kynbundið ofbeldi. Með hugtakinu kynbundin áreitni er átt við hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.